Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Á heimili safnarans

Þuríð­ur Blær Jó­hanns­dótt­ir, leik­kona og rapp­ari í Reykja­vík­ur­dætr­um tek­ur á móti blaða­manni á heim­ili móð­ur sinn­ar, Ilm­ar ­Árna­dótt­ur á Bræðra­borg­ar­stíg í gamla Vest­ur­bæn­um. „Ég bý í svo lít­illi íbúð með kær­ast­an­um mín­um að þar eru bara mik­il­væg­ustu hlut­irn­ir en hérna eru enn­þá all­ir skemmti­legu hlut­irn­ir“.

Íbúð móður hennar er engri lík, með myndum og munum upp um alla veggi sem hver segir sína sögu.

Fata
Fata Ég fer stundum á mjög slæman túr þannig að ég ligg bara í rúminu og æli. Þá er gott að eiga fötu. Líka ef maður er mjög þunnur. Það versta sem ég veit er að liggja med hausinn ofaní klósetti þegar mér liður illa. Ég hata líka að æla og geri það ekki nema í allra siðustu lög. Þannig að ég gæti ekki lifað án þess ad eiga ælufötu.

Hauskúpa
Hauskúpa Einu sinni fékk ég þráhyggju fyrir hrekkjavökudóti. Ég horfði stanslaust á Tales from the Crypt og ég á ennþá fullan skáp af köngulóm og hauskúpum.

Sóleyjarkvæði
Sóleyjarkvæði Ég hef elskað þessa plötu frá þvi að ég var barn. Ég er fyrst núna að átta mig á þvi af hverju hún hefur svona mikil áhrif á mig. Þessi plata sameinar tvö helstu áhugamálin mín; Leiklist og rapp. Kvæðið er eftir Jóhannes úr Kötlum og bragarhátturinn er svo flottur og hann er með skemmtilegar tilvísanir í íslenska menningu. Svo er farið með kvæðið á plötunni eins og leikrit og leikraddirnar eru svo frábærar. Arnar Jónsson er auðvitað á plötunni ásamt öðrum frábærum leikurum.

„Mamma er safnari, hún safnar öllu. Við eigum til dæmis 200 sólgleraugu og 20 skrúfjárn. Sem er frábært og getur verið mjög hentugt, en ég er hins vegar ekki mikil efnishyggjumanneskja. Ég elska fólk og þykir vænt um minningar en tengi þær ekki endilega við hlutina í kringum mig, enda týni 

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár