Fréttir

Harðort bréf um lögreglustjórann

Landssamband lögreglumanna hefur áhyggjur af heilsu starfsmanna og áhrifum á starfsemi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna fjölda tilfella eineltis, sem landssambandið tengir við Sigríði Björk Guðjónsdóttur lögreglustjóra. Yfirlýsingar þess stangast á við orð lögreglustjórans.

Sigríður Björk Guðjónsdóttir Telur að rétti farvegurinn fyrir eineltismál sé fagráð lögreglunnar, en ekki innanríkisráðuneytið. Mynd: Pressphotos.biz

Í bréfi Landssambands lögreglumanna til innanríkisráðuneytisins, sem Stundin hefur undir höndum, kemur fram að stéttarfélag lögreglumanna óttast um heilsu tuga starfsmanna Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna eineltis af hálfu lögreglustjórans Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur. Fram kemur í bréfinu að „á bilinu 20 til 30 lögreglumenn og reyndar aðrir starfsmenn embættis lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu hafa allt frá árinu 2015 leitað til LL og lýst stöðu sinni og erfiðleikum sem þeir hafa upplifað í kjölfar eineltis af hálfu lögreglustjóra og vinnubragða hennar og framkomu.“

Félagið fellir harðorðan áfellisdóm yfir lögreglustjóranum í bréfinu til ráðuneytisins sem barst í lok síðasta árs. Ráðuneytið hefur hins vegar ekki brugðist við.

Starfsmenn sagðir óttast lögreglustjórann

Bréf Landssambandsins til innanríkisráðherra hefst á orðunum: „Á undanförnum misserum hefur fjöldi lögreglumanna og annarra starfsmanna embættislögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu leitað til Landssambands lögreglumanna vegna háttsemi og vinnubragða Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur lögreglustjóra, sem að mati LL falla undir skilgreiningu eineltis.“ 

Í bréfinu frá Landssambandinu ...

Skráðu þig inn til að lesa

Þú færð 4 greinar fríar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins 1.190 krónum á mánuði. Leiðbeiningar má nálgast á stundin.is/leidbeiningar.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið í dag

Pistill

Baráttan um heilbrigðiskerfið er barátta fyrir lýðræði

Pistill

Vaxandi misskipting

Fréttir

Landlæknir leiðréttir „misskilning“ Óttars – lagatúlkun ráðuneytisins opni á einkavæðingu heilbrigðiskerfisins

Fréttir

Páll vill sýna United Silicon skilning: „Það getur kviknað í hverju sem er“

Úttekt

Nýlendur unga fólksins

Pistill

Burt með grasið, lifi mosinn!

Mest lesið í vikunni

Viðtal

Heimsækja allar kirkjur á höfuðborgarsvæðinu

Pistill

Um kosti þess að búa á Íslandi

Úttekt

Björn Ingi fékk kúlulán meðfram lundafléttu

Fréttir

Segir Viðskiptablaðið fara með dylgjur og lygar

Pistill

Ótrúlegt nokk: Norður-kóreski herinn er sá stærsti í heimi

Pistill

Ísland efnahagsbrotalaust land 2020