Fréttir

Tengsl manndrápsmanna við útlendingahatur og ógnanir

Sveinn Gestur Tryggvason, sem handtekinn var fyrir manndráp á vini sínum, hefur ógnað og hótað fólki sem hefur sett sig upp á móti þjóðernissinnuðum stjórnmálum. Hann kom meðal annars að heimili bloggara. Sveinn fagnaði því að hælisleitandi kveikti í sér. Jón Trausti Lúthersson, annar handteknu, hrósaði sér af nasísku húðflúri.

Sveinn Gestur Tryggvason Ræðir við lögreglu á mótmælum Íslensku þjóðfylkingarinnar gegn hælisleitendum, eftir að hafa elt unga konu og sakað hana um ofbeldi gegn þjóðfylkingarmanni sem fékk flís í höndina. Mynd: Pressphotos

Sveinn Gestur Tryggvason, sem var handtekinn fyrir að myrða vin sinn við heimili hans í Mosfellsdal 7. júní, hefur í nokkrum tilfellum ógnað eða hótað þeim sem gagnrýna Íslensku þjóðfylkinguna og meðlimi hennar.

Óttast er að útlendingahatur á Íslandi geti stigmagnast yfir í aukið ofbeldi gegn minnihlutahópum af erlendum uppruna. Nýlega varð múslimi fyrir alvarlegri líkamsárás, sem endaði í beinbroti. Árásin er rannsökuð sem hatursglæpur, samkvæmt heimildum Stundarinnar.

Alls voru rannsökuð 29 tilfelli hatursglæpa eða -atvika í fyrra, þar af voru 14 tilfelli haturstjáningar. Víða erlendis eru sterk tengsl milli þjóðernishyggju og ofbeldisvæðingar. Það sama virðist eiga við á Íslandi.

Ógnanir samfara þjóðernishyggju

Sveinn Gestur Tryggvason, sem talinn er hafa átt lykilhlut í því að Arnar Jónsson Aspar var myrtur fyrir utan heimili sitt í Mosfellsdalnum, var virkur í umræðum á Facebook-síðu Íslensku þjóðfylkingarinnar sem og í hópnum Stjórnmálaspjallinu, sem stýrt er af Margréti Friðriksdóttur, þekktum þjóðernissinna. 

Hann tók þátt ...

Skráðu þig inn til að lesa

Þú færð 4 greinar fríar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins 1.190 krónum á mánuði. Leiðbeiningar má nálgast á stundin.is/leidbeiningar.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið í dag

Pistill

NEI, við veitum ekki þessar upplýsingar

Fréttir

Þorsteinn aftur staðinn að rangfærslum – nú um málefni lífeyrisþega

Úttekt

Umsátrið um Katar

Fréttir

Telja að fólk hafi ekki kynnt sér skýrslurnar nógu vel – Benedikt: „Ég kom ekkert nálægt skýrsluvinnunni“

Úttekt

Fjársvelt samneysla og sögulegar óvinsældir

Pistill

Hvern leikur þú?

Mest lesið í vikunni

Fréttir

Slæm tíðindi af Stefáni Karli

Fréttir

Var látin afneita áföllum í áfengismeðferð

Viðtal

„Það var öskrað á mig og mér hótað“

Pistill

Borgar sig ekki að eiga íbúð

Fréttir

Vopnaðir sérsveitarmenn handtóku ölvaðan mann í miðbænum

Fréttir

Föður barnanna vísað úr landi í nótt