Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Hallgrímur um nauðgunina: „Ég var bálreiður fyrstu dagana á eftir“

Hall­grím­ur Helga­son seg­ir frá því þeg­ar hon­um var nauðg­að af ókunn­ug­um karl­manni á hót­el­her­bergi í Flórens í nýrri skál­dævi­sögu. Hann seg­ist hafa fund­ið fyr­ir skömm og ver­ið reið­ur út í sjálf­an sig fyr­ir að vera svona sak­laus og blá­eyg­ur. Í dag finnst hon­um frels­andi að hafa stig­ið fram og sagt frá of­beld­inu.

Hallgrímur um nauðgunina: „Ég var bálreiður fyrstu dagana á eftir“

„Það var eins og ég hefði stígið út úr lífinu í hálftíma. Þetta gerðist ekki,“ segir Hallgrímur Helgason rithöfundur um nauðgunina sem hann varð fyrir þegar hann var 22 ára. Gerandinn var ókunnugur karlmaður í erlendri borg. 

Hallgrímur segir meðal annars frá þessari lífsreynslu í skáldævisögunni, Sjóveikur í München, sem kom út fyrr í mánuðinum. Bókin fjallar um níu mánuði í lífi Hallgríms þegar hann var nemi í Listaakademíunni í München í Þýskalandi. Þar lýsir hann því þegar hann í sakleysi sínu þáði aukarúm á hótelherbergi ókunnugs fólks þegar hann var á ferðalagi í Flórens á námsárunum. Þegar Hallgrímur hafði lagst til hvílu skreið ókunnugi maðurinn nakinn upp í rúm til hans og braut á honum. 

Skrímsli sem leynist í mörgum karlmönnum

Eftir nauðgunina segist hann hafa farið í djúpa afneitun. Varnarviðbrögð sálarinnar hafi verið að láta eins og ekkert hefði gerst. Hann segist hafa fundið fyrir skömm og reiði. „Ég var bálreiður fyrstu dagana á eftir. Reiður út í þessa borg, Flórens, þar sem þetta gerðist. Reiður út í Karlinn, með stórum staf. Ég hef stundum fengið tækifæri til að fá útrás fyrir þá reiði í bókunum mínum þar sem ég gagnrýni karlmennskuna og þetta skrímsli sem leynist í mörgum karlmönnum. Og þögnina sem hjálpar þeim að vaða áfram í lífinu og hjálpar þeim að gerast frekir. Þögnin hefur verið sérstaklega áberandi hérna á Íslandi þar sem menn hafa komist upp með nánast hvað sem er hvenær sem er. Þannig þetta er inngróið í okkar menningu. Karlar þumbast áfram og litlar nauðganir fara fram, en ekki bara í svefnherberginu heldur líka í efnahagslífinu hér og þar, allan daginn.“

Þá segist hann hafa verið reiður sjálfum sér fyrir að hafa verið svona naívur. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár