Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Gott fordæmi Íslendinga gæti breytt heiminum

Jelena Schally þekk­ir það að vera á flótta. Ár­ið 1995 varð fjöl­skylda henn­ar að flýja heim­ili sitt í Króa­tíu vegna stríðs­átaka og ári síð­ar var hún með­al þeirra þrjá­tíu flótta­manna sem Ísa­fjörð­ur tók á móti, fyrst sveit­ar­fé­laga. Jelena seg­ir mik­il­vægt að hafa í huga að flótta­fólk frá öðr­um heims­hlut­um muni ekki segja skil­ið við gildi sín og menn­ingu. Ís­lend­ing­ar þurfi að veita fólki frelsi til að leggja rækt við sín­ar hefð­ir.

Nafn: Jelena Schally.
Aldur: 30 ára.
Upprunaland: Króatía/Serbía.
Kom til Íslands árið 1996.
Starf: Innanhússtílisti og þjónn.

Íslendingar hafa í höndum sér enn eitt tækifærið til að breyta heiminum til góðs með góðu fordæmi.“ Þetta segir Jelena Schally, en hún kom hingað til lands frá Serbíu ásamt fjölskyldu sinni árið 1996. Ári áður höfðu þau flúið heimili sitt í Króatíu vegna stríðsátakanna þar í landi. Hún segist fyrst og fremst þakklát fyrir frelsið sem hún hefur upplifað á Íslandi - ekki einungis frelsi frá stríðsátökum, eða frelsi til menntunar og atvinnu, heldur einnig menningarlegt frelsi til að skapa og tjá sig og vera hún sjálf.
Jelena hefur fylgst með umræðunni um flóttafólk og segir mikilvægt að Íslendingar hafi í huga að með því að neita því að taka á móti flóttafólki séu þeir mögulega að neita fólki um framtíð.

Leikrænn tilbúningur

Jelena bjó í borginni Knin, sem er rétt hjá vinsæla ferðamannastaðnum Split, en þar átti fjölskyldan jafnframt íbúð auk þess að eiga hús í sveitinni á milli Split og Knin. Í einni svipað voru þau svipt öllu sem þau áttu.
Jelena segist eiga góðar æskuminningar frá Króatíu, en hún man einnig eftir stríðinu. Pabbi hennar var hermaður en serbneski herinn hafði myndað víggarð í kringum serbnesk samfélög í Króatíu. „Klukkan tíu á kvöldin fór sírenan gjarnan í gang en það merkti að varnirnar hefðu brugðist. Þá var öllum gert að halda sig innandyra. En mamma var hugmyndarík og henni tókst oft að telja okkur trú um að þetta væri skemmtilegt ævintýri. Ef við systurnar urðum hræddar sagði hún okkur að strákarnir væru úti í byssuleik og hvíslaði síðan að okkur glottandi að nú yrðum við að fela okkur. Við héldum að við værum að leika okkur,“ rifjar Jelena upp. „Hver hefur ekki 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Flóttamenn

Flúði vændi en verður send út í annað sinn: „Ég vil að hún viti að ég reyndi allt“
FréttirFlóttamenn

Flúði vændi en verð­ur send út í ann­að sinn: „Ég vil að hún viti að ég reyndi allt“

Níg­er­ísk­ar kon­ur sem hing­að leita eft­ir dvöl á Ítal­íu hafa í mörg­um til­vik­um ver­ið neydd­ar út í vændi þar og vilja ekki snúa aft­ur, því þær vita hvað bíð­ur þeirra. Ein kvenn­anna kom aft­ur til Ís­lands ör­fá­um dög­um eft­ir að hún fékk end­ur­komu­bann til þriggja ára, því hún sá enga aðra leið út.
Segir taugaveiklun hafa gripið um sig í Sjálfstæðisflokknum í kjölfar ummæla Kristrúnar
StjórnmálFlóttamenn

Seg­ir tauga­veiklun hafa grip­ið um sig í Sjálf­stæð­is­flokkn­um í kjöl­far um­mæla Kristrún­ar

Jó­hann Páll Jó­hanns­son, þing­mað­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, sagði að tauga­veiklun hafi grip­ið um sig í Sjálf­stæð­is­flokkn­um eft­ir að Kristrún Frosta­dótt­ir steig inn í um­ræð­una um út­lend­inga­mál. Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn hafi í kjöl­far­ið ákveð­ið að kenna Sam­fylk­ing­unni um allt sem hef­ur mis­far­ist í mál­efn­um út­lend­inga. Þing­menn Við­reisn­ar og Pírata hörm­uðu í ræð­um sín­um þær breyt­ing­ar sem hafa átt sér stað á við­horfi til flótta­fólks.
„Þið eruð djöfulsins fasistar og ættuð að skammast ykkar“
FréttirFlóttamenn

„Þið er­uð djöf­uls­ins fas­ist­ar og ætt­uð að skamm­ast ykk­ar“

Drög að frum­varpi um lok­að bú­setu­úr­ræði hafa feng­ið á sig tölu­verða gagn­rýni í sam­ráðs­gátt stjórn­valda – bæði frá ein­stak­ling­um og sam­tök­um. Er frum­varps­til­lag­an með­al ann­ars bendl­uð við fas­isma, fanga­búð­ir og að­för gegn mann­rétt­ind­um. Rauði kross­inn, Mann­rétt­inda­skrif­stofa, UNICEF og Barna­heill lýsa yf­ir áhyggj­um af vist­un barna í bú­setu­úr­ræð­inu og segja ákvæði frum­varps­ins óljós og mats­kennd.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár