Auglýsingin hverfur eftir stutta stund...
Loka

Fréttir

Gengi krónunnar fellur eftir boðun afnáms hafta

Íslenska krónan féll um 2,65 prósent í dag. Tilgangur afnáms hafta var meðal annars að styrkja sjávarútveginn og ferðaþjónustuna fyrir sterku gengi.

Seðlabankastjóri og forsætisráðherra Már Guðmundsson og Bjarni Benediktsson boðuðu afnám fjármagnshafta í gær. Mynd: Pressphotos

Fyrstu viðbrögð við boðun afnáms gjaldeyrishafta sem tekur gildi á morgun er að íslenska krónan hefur fallið um þrjú til fjögur prósent í morgun gagnvart helstu gjaldmiðlum. 

Þannig hefur evran farið úr um það bil 114 krónum upp í um 118 krónur frá því að markaðir opnuðu í morgun. Gengi dollarans er nú um 111 krónur.

Haft hefur verið eftir nokkrum hagfræðingum að ólíklegt sé að gengi krónunnar sveiflist mikið vegna afnáms haftanna. Á forsíðu Fréttablaðsins í dag er haft eftir Friðriki Má Baldvinssyni, hagfræðiprófessor við Háskólann í Reykjavík, að engin ástæða sé til að ætla að sviptingar verði á gengi krónunnar á næstunni.

Ekki gert ráð fyrir falliKrónan hefur fallið í morgun, en til lengri tíma er ekki gert ráð fyrir miklu falli.

Til lengri tíma er óljóst hver áhrifin af afléttingu hafta verða. Með afléttingunni losna hömlur á lífeyrissjóði að fjárfesta erlendis, en óttast hefur verið að fjárfestingar lífeyrissjóða innanlands valdi bóluáhrifum í hagkerfinu. Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra lýsti því í gær að hann vonaðist til að afnám hafta stöðvaði styrkingu krónunnar.

Seðlabanki Íslands hefur greint frá því að gjaldeyrisvaraforðinn hafi aukist verulega undanfarna mánuði, úr tæpum 600 milljörðum króna í júní 2015 í rúmlega 800 milljarða króna í febrúar síðastliðnum, þrátt fyrir endurgreiðslur erlendra lána, hækkun á gengi krónunnar og gjaldeyrisútboð í júní. Það þýðir að Seðlabankinn er í góðri aðstöðu til að grípa inn í sveiflur á gengi krónunnar.

Síðustu mánuði hefur gengi krónunnar styrkst verulega. Það hefur orðið til þess að eigendur fyrirtækja í sjávarútvegi og ferðaþjónustu hafa lýst áhyggjum af stöðunni. Sterkara gengi krónunnar þýðir að hlutfallslega verður launakostnaður þeirra hærri og svo framkallar það meiri kostnað fyrir viðskiptavini sjávarútvegsins og ferðaþjónustunnar, sem getur minnkað eftirspurn og dregið úr hagnaði félaga sem starfa í útflutningsgeirum. Á hinn bóginn má gera ráð fyrir að sterkara gengi lækki verð á innfluttum vörum og geri almennum borgurum á Íslandi auðveldara að ferðast erlendis, svo eitthvað sé nefnt.

Styrking á gengi krónunnarFram að tilkynningu um afnám fjármagnshafta hafði krónan styrkst gagnvart evru.

 

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið í dag

Viðtal

Foreldrunum ráðlagt að láta hann frá sér

Viðtal

Ekkert feimin við að berjast fyrir sínu

Fréttir

Kennarar lifa ekki dæmigerðu lífi af launum sínum

Pistill

Allar hrakspár reyndust réttar, engin von rættist

Pistill

Elsku þolandi

Fréttir

Brynjar óttast að neikvæð umræða skaði bankakerfið

Mest lesið í vikunni

Viðtal

„Það er ekki hægt að dæma látinn mann“

Viðtal

Foreldrunum ráðlagt að láta hann frá sér

Viðtal

Ekkert feimin við að berjast fyrir sínu

Fréttir

Nichole gagnrýnir RÚV fyrir að gefa Mikael „mikið svigrúm“ og segir að dregin sé upp dökk mynd af sér

Viðtal

Erfiðara að berjast við kerfið en að eiga barn með Downs

Fréttir

Stjórnarliðar gagnrýna Mikael Torfason vegna ummæla hans um fátækt á Íslandi