Fréttir

Framsóknarmenn segja hlýnun jarðar „spennandi“ í drögum að ályktunum

Flokksþing flokksins verður haldið um helgina og í drögum að ályktunum er hvatt til afnáms heiðurslistamannalauna og vinnu gegn ofbeldi meðal innflytjenda.

Formaðurinn Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, verður á flokksþinginu um helgina. Mynd: Pressphotos

Í drögum að ályktunum á flokksþingi framsóknarmanna sem haldið verður um helgina kemur fram að flokkurinn fagni framlagi innflytjenda til samfélagsins, en að mikilvægt sé að vinna sérstaklega gegn ofbeldi á meðal þeirra. 

Á einum stað í drögunum er fagnað tækifærum vegna hlýnunar jarðar meðan á öðrum stað er tíunduð langvarandi virðing flokksins fyrir náttúrunni. Sjálfstjórnarréttur sveitafélaga er sagður hornsteinn skiplagsvalds meðan sá réttur er tekinn af Reykvíkingum í málefni flugvallarins.

Spennandi hlýnun

Í kafla um landbúnaðarmál er fátt sem kemur raunar á óvart; landbúnaður er sagður vera mikilvæga atvinnugrein og mikilvægi verndartolla er ítrekað. Framsóknarmenn er þó spenntir fyrir hlýnun jarðar og öllum þeim tækifærum sem því fylgir í landbúnaði. „Með hlýnandi loftslagi skapast ný og spennandi sóknarfæri. Aukin akuryrkja, nytjaskógrækt og fjölbreyttari innlend matvælaframleiðsla er hluti af því að efla íslenskan landbúnað,“ segir í kaflanum um landbúnaðarmál.

Talið er að hlýnun jarðar kosti hundruði þúsunda jarðarbúa lífið á hverju ári, eins og fjallað er um hér. Það eru helst fátækasta fólk jarðar sem stafar hætta af þróuninni.

Skráðu þig inn til að lesa

Þú færð 4 greinar fríar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins 1.190 krónum á mánuði. Leiðbeiningar má nálgast á stundin.is/leidbeiningar.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið í dag

Pistill

Costco: Musteri græðginnar

Fréttir

Nichole vill setja stjórn yfir Landspítalann svo forstjórinn hætti að „betla pening“

Pistill

Um útskrift og útlitsdýrkun

Viðtal

Neyðarópið í gilinu

Fréttir

Krefjast aðgangs að gögnum sem ráðherra telur „spilla fyrir hugmyndafræðinni“

Fréttir

Hóta að hætta nema fjármálaráðherra verði áfram formaður hollvinafélagsins

Mest lesið í vikunni

Pistill

Costco: Musteri græðginnar

Fréttir

Nichole vill setja stjórn yfir Landspítalann svo forstjórinn hætti að „betla pening“

Viðtal

Hjarta og martraðir lögreglumannsins

Úttekt

Menningarbylting Sjálfstæðisflokksins

Fréttir

Stefnt að fækkun lögreglumanna næstu árin

Blogg

Fordómar gagnvart ákveðnum dýrategundum