Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Flestir fjölmiðlar með fulltrúa í glæsilegri boðsferð WOW

Tug­ir fjöl­miðla­manna fóru í boðs­ferð WOW-air til Washingt­on um helg­ina. RÚV sendi ekki full­trúa. Var­að var við sam­bæri­leg­um ferð­um í Rann­sókn­ar­skýrslu Al­þing­is um efna­hags­hrun­ið. WOW er seg­ir að kostn­að­ur­inn hafi ver­ið greidd­ur af flug­vell­in­um.

Flestir fjölmiðlar með fulltrúa í glæsilegri boðsferð WOW
Skúli Mogensen Eigandi Wow-air í lest með blaðamönnum í boðsferð flugfélagsins um helgina. Mynd: Instagram.

Flugfélagið WOW air fór jómfrúarferð sína til Washington BWI flugvallar síðastliðinn föstudag og bauð meðal annars blaðamönnum með í för. Samkvæmt heimildum Stundarinnar samanstóð dagskráin meðal annars af kvöldskemmtun þar sem Skúli Mogensen framkvæmdastjóri WOW flutti ávarp, heimsókn í bandaríska þingið og kokteilboði hjá Geir H. Haarde sendiherra Íslands í Bandaríkjunum. 

Fulltrúar frá flestum stærri fjölmiðlum landsins fóru í ferðina og má þar til dæmis nefna fréttamennina Þorbjörn Þórðarson og Þórhildi Þorkelsdóttur frá 365 miðlum, Mörtu Maríu Jónasdóttur blaðakonu frá Morgunblaðinu, Hörð Ægisson viðskiptaritstjóra frá DV, Eddu Hermannsdóttur aðstoðarritstjóra hjá Viðskiptablaðinu og Þórunni Elísabetu Bogadóttur aðstoðarritstjóra hjá Kjarnanum. 

Stundin sendi fyrirspurn á RÚV og spurði hvort fréttastofa Ríkissjónvarpsins hefði átt fulltrúa í ferðinni. Í svari frá Rakel Þorbergsdóttur, fréttastjóra, segir að fréttastofan hafi ekki fengið boð frá WOW og að enginn fulltrúi frá þeim væri í ferðinni. „Fréttastofan hefur haft það sem reglu síðustu ár að þiggja ekki boð í sambærilegar ferðir,“ segir Rakel jafnframt. 

Fjölmiðlakonur
Fjölmiðlakonur Þórunn Elísabet Bogadóttir aðstoðarritstjóri Kjarnans, Edda Hermannsdóttir aðstoðarritstjóri Viðskiptablaðsins og Þórhildur Þorkelsdóttir fréttakona hjá 365 miðlum.

Flugvöllurinn borgaði

„Alltaf þegar ný flugfélög koma, sérstaklega alþjóðleg, býður flugvöllurinn flugfélögum að bjóða blaðamönnum að koma í svona ferð. Svo það var flugvöllurinn sem borgaði ferðina – ekki WOW air – og skipulagði alla ferðina,“ segir Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW air, í samtali við Stundina en WOW byrjaði að fljúga til Baltimore Washington International flugvallar síðastliðinn föstudag. 

Að sögn Svanhvítar bauð WOW öllum íslenskum fjölmiðlum í ferðina, auk dönskum, frönskum, breskum og hollenskum fjölmiðlum. Alls þáðu um þrjátíu blaðamenn boðið. Aðspurð hvort ferðinni fylgi einhver skilyrði af hálfu fjölmiðlafólks segir Svanhvít: „Nei. Þetta er bara nákvæmlega eins og þegar fjölmiðlum er boðið á blaðamannafund, þú ræður nákvæmlega hvað þú gerir með það.“

Óþarflega mikið vináttusamband

Í rannsóknarskýrslu Alþingis um aðdraganda og orsakir falls íslensku bankanna 2008 er þáttur fjölmiðla tekinn fyrir í sérstökum kafla. Niðurstaða greiningarinnar er sú að íslenskir fjölmiðlar hafi brugðist hlutverki sínu í aðdraganda hrunsins. Þá hafi sumir viðskiptafréttamenn vingast úr hófi fram við þá sem þeim var ætlað að fjalla um. „Að einhverju leyti stafaði þessi linkind fréttamanna gagnvart viðskiptamönnum af því að myndast hafði óþarflega mikið „vináttusamband við umfjöllunarefnið“. Þessi nánu tengsl sköpuðust sumpart með því að viðskiptafréttamenn tóku þátt í kynningarferðum þar sem „alls kyns menn úr viðskiptalífinu [...] voru með í för og það var hægt að spjalla við þá óformlega í einhverjum kokteilum“,“ segir meðal annars í skýrslunni. Þá er haft eftir Sigmundi Erni Rúnarssyni, sem þá var yfir fréttasviði Stöðvar 2, að honum hafi ofboðið hvað sumir viðskiptafréttamenn „voru svona innviklaðir í [...] samkvæmislíf“ útrásarvíkinga. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
1
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Hvað gerist í huganum þegar við hreyfum okkur?
3
ViðtalHlaupablaðið 2024

Hvað ger­ist í hug­an­um þeg­ar við hreyf­um okk­ur?

„Mögn­uð“ breyt­ing verð­ur á hug­an­um þeg­ar við hreyf­um okk­ur. Hreyf­ing virk­ar eins og þung­lynd­is­lyf á þau sem glíma við vægt eða miðl­ungs þung­lyndi. Endorfín, sem fást við hlaup, hafa áhrif á túlk­un til­finn­inga, deyfa sárs­auka og valda sælu­til­finn­ingu. Steinn B. Gunn­ars­son íþrótta- og lýð­heilsu­fræð­ing­ur veit­ir inn­sýn í áhrif­in og ráð til að fá hug­ann til að halda sig við hreyf­ing­una.
Katrín eini matvælaráðherra VG sem tekur ekki afstöðu gegn gjafakvótanum í laxeldinu
6
FréttirLaxeldi

Katrín eini mat­væla­ráð­herra VG sem tek­ur ekki af­stöðu gegn gjafa­kvót­an­um í lax­eld­inu

Bæði Bjarkey Gunn­ars­dótt­ir og Svandís Svavars­dótt­ir hafa lýst því yf­ir að þær vilji tíma­binda rekstr­ar­leyf­in í sjókvía­eld­inu. Eini mat­væla­ráð­herra VG á síð­asta og yf­ir­stand­andi kjör­tíma­bili sem ekki hef­ur gert slíkt hið sama er Katrín Jak­obs­dótt­ir for­setafram­bjóð­andi. Hún vann tals­vert að frum­varp­inu, fund­aði með hag­að­il­um um það og lét breyta ein­staka grein­um þess.
„Finnst ég vera að heyja dauðastríð“
7
Fréttir

„Finnst ég vera að heyja dauða­stríð“

Níg­er­ísku kon­urn­ar þrjár sem flúðu til Ís­lands und­an man­sali fyr­ir nokkr­um ár­um verða send­ar úr landi í kvöld. Þær eru í fang­els­inu á Hólms­heiði og ræddu við Heim­ild­ina í síma síð­deg­is. Ein kvenn­anna er al­var­lega veik og seg­ist líða eins og hún sé að heyja dauða­stríð. Þær segja að lækn­ir verði með í för þeg­ar þær verða flutt­ar úr landi. „Lækn­ir á að sjá til þess að hún andi út fyr­ir loft­helgi Ís­lands,“ seg­ir ís­lensk vin­kona kvenn­anna þriggja.
Halda Blessing á lífi svo lengi sem hún er í íslenskri lögsögu
8
Fréttir

Halda Bless­ing á lífi svo lengi sem hún er í ís­lenskri lög­sögu

Brott­vís­un þriggja kvenna var mót­mælt í Leifs­stöð í gær­kvöldi. Ein þeirra, Bless­ing, er lífs­hættu­lega veik og þol­andi man­sals. Í lækn­is­vott­orði frá sér­fræð­ingi á Land­spít­al­an­um er skrif­að að það sé lífs­nauð­syn­legt fyr­ir hana að hafa greið­an að­gang að bráða­þjón­ustu sér­hæfðra kvenna­deilda á sjúkra­húsi. „Þannig er ljóst að brott­vís­un mun stefna lífi sjúk­lings­ins í al­var­lega hættu komi hún til fram­kvæmd­ar á nú­ver­andi tíma­marki.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
2
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Samsæriskenningar um forsetaframbjóðendur
4
FréttirForsetakosningar 2024

Sam­særis­kenn­ing­ar um for­setafram­bjóð­end­ur

Sam­særis­kenn­ing­ar um fram­bjóð­end­ur til for­seta Ís­lands hafa lát­ið á sér kræla, sér­stak­lega hvað varð­ar tengsl við Al­þjóða­efna­hags­ráð­ið og meint­ar fyr­ir­ætlan­ir þess um heims­yf­ir­ráð. Stjórn­mála­sál­fræð­ing­ur seg­ir kenn­ing­arn­ar ekki eiga við rök að styðj­ast þótt vissu­lega sitji valda­mik­ið fólk í ráð­inu.
Skuldir á hvern íbúa í Garðabæ og Hafnarfirði nálgast tvær milljónir króna
7
Greining

Skuld­ir á hvern íbúa í Garða­bæ og Hafnar­firði nálg­ast tvær millj­ón­ir króna

Mik­ið er skegg­rætt um fjár­hags­stöðu sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þeg­ar horft er á skulda­stöðu þess hluta rekst­urs þeirra sem er fjár­magn­að­ur með skatt­tekj­um er stað­an skást í Kópa­vogi og Reykja­vík en versn­ar hrað­ast í Garða­bæ og á Seltjarn­ar­nesi, þar sem veltu­fé frá rekstri var nei­kvætt í fyrra. Hafn­ar­fjörð­ur er eina sveit­ar­fé­lag­ið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem var með veltu­fjár­hlut­fall, sem seg­ir til um getu sveit­ar­fé­lags til að borga skuld­ir sín­ar, um­fram það sem æski­legt er. Heim­ild­in rýndi í árs­reikn­inga sveit­ar­fé­lag­anna.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
2
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
7
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár