Auglýsingin hverfur eftir stutta stund...
Loka

Fréttir

Arfleifð Bjarna sem fjármálaráðherra

Bjarni Benediktsson létti sköttum af fjársterkustu hópum íslensks samfélags meðan skattbyrði lágtekju- og millitekjufólks jókst. Staða ríkissjóðs er sterk, einkum vegna eigna upp á hundruð milljarða sem kröfuhafar afhentu ríkinu í tengslum við losun fjármagnshafta.

Arfleifð Bjarna í fjármálaráðuneytinu Bjarni Benediktsson var umdeildur fjármálaráðherra en skilaði góðu búi, þökk sé stöðugleikaframlögum frá kröfuhöfum. Mynd: Pressphotos

Þegar Bjarni Benediktsson tók við lyklunum að fjármálaráðuneytinu árið 2013 var efnahagslægð kreppuáranna á enda. Hagvöxtur var með því hæsta í Evrópu, ferðaþjónustan og útflutningsgreinarnar stóðu í blóma og talsvert svigrúm hafði myndast í ríkisfjármálum eftir að ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingríms J. Sigfússonar hafði unnið bug á 214 milljarða fjárlagahalla með niðurskurði og skattahækkunum. Skuldastaða heimila og fyrirtækja hafði jafnframt batnað jafnt og þétt frá 2010 og glíman við eftirköst hrunsins var langt komin þótt enn ætti eftir að losa fjármagnshöft og ljúka uppgjöri á slitabúum föllnu bankanna. 

Þrennt stendur upp úr þegar rýnt er í arfleifð Bjarna Benediktssonar sem fjármála- og efnahagsráðherra á tímabilinu 2013 til 2017. Í fyrsta lagi var rekin hægrisinnuð skattastefna; byrðum var létt af hátekjuhópum, stóreignafólki og útgerðarfyrirtækjum en velt í auknum mæli yfir á lágtekju- og millitekjuhópa. Í öðru lagi var á áttunda tug milljarða af opinberu fé varið til höfuðstólslækkunar á verðtryggðum húsnæðislánum. Tvær skýrslur sem fjármálaráðuneytið vann að beiðni Alþingis sýna að þessir fjármunir runnu að miklu leyti til tekjuhæstu og eignamestu hópa íslensks samfélags. Í þriðja lagi var losun fjármagnshafta hrint í framkvæmd og samið við kröfuhafa fallinna fjármálafyrirtækja um að afhenda ríkinu verðmæti upp á hundruð milljarða í formi svokallaðra stöðugleikaframlaga. Nú er unnið að því að koma eignunum í verð og nota söluandvirðið til að grynnka á skuldum ríkisins. 

Skráðu þig inn til að lesa

Þú færð 4 greinar fríar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins 1.190 krónum á mánuði. Leiðbeiningar má nálgast á stundin.is/leidbeiningar.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið í dag

Viðtal

Foreldrunum ráðlagt að láta hann frá sér

Viðtal

Ekkert feimin við að berjast fyrir sínu

Fréttir

Kennarar lifa ekki dæmigerðu lífi af launum sínum

Pistill

Allar hrakspár reyndust réttar, engin von rættist

Pistill

Elsku þolandi

Fréttir

Brynjar óttast að neikvæð umræða skaði bankakerfið

Mest lesið í vikunni

Viðtal

„Það er ekki hægt að dæma látinn mann“

Viðtal

Foreldrunum ráðlagt að láta hann frá sér

Viðtal

Ekkert feimin við að berjast fyrir sínu

Fréttir

Nichole gagnrýnir RÚV fyrir að gefa Mikael „mikið svigrúm“ og segir að dregin sé upp dökk mynd af sér

Viðtal

Erfiðara að berjast við kerfið en að eiga barn með Downs

Fréttir

Stjórnarliðar gagnrýna Mikael Torfason vegna ummæla hans um fátækt á Íslandi