Fréttir

Fjármálaráðherra og forsætisráðherra tókust á í þingsal: „Allt einhver eftiráspeki“

Benedikt Jóhannesson gagnrýndi fyrri ríkisstjórn fyrir þrjósku gagnvart aflandskrónueigendum.

Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra, gagnrýndi harðlega hvernig staðið var að aflandskrónuuppboði í fyrra þegar rætt var um losun fjármagnshafta á Alþingi í dag. Beindi hann þar spjótum sínum að fyrri ríkisstjórn. Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og fyrrverandi fjármálaráðherra, svaraði gagnrýninni og sagði um eftiráspeki að ræða.

Í munnlegri skýrslu sinni um afnám fjármagnshafta sagðist Benedikt telja að mögulegt og skynsamlegt hefði verið að þurrka upp aflandskrónu­vand­ann í útboðinu sem Seðla­bank­inn hélt um mitt ár 2016. 

„Í ráðu­neyt­inu heyri ég að lík­legt sé að á þeim tíma hefði verið hægt að þurrka snjó­hengj­una svo­nefndu upp að mestu leyti ef gengið hefði verið á milli 165-170 krónur á evru. Nú sjáum við glöggt að skyn­sam­legt hefði verið að ljúka við­skipt­unum á því gengi. Þá­ver­andi stjórn­völd ákváðu að gera það ekki, kannski vegna þess sjón­ar­miðs að með því hefði verið gert allt of vel við aflandskrónu­eig­end­ur. Eftir á sjá allir að Íslend­ingar hefðu grætt mjög mikið á því að ljúka dæm­inu þá, en menn misstu af því tæki­færi,“ sagði Benedikt.

Skömmu síðar gekk Bjarni Benediktsson forsætisráðherra út úr þingsal og horfði Benedikt á eftir honum. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, tók til máls á eftir Benedikt og tók undir gagnrýni hans. Sagði hún að í raun hefðði aflandskrónuútboðið í fjármálaráðherratíð Bjarna ekki tekist.

„Hæstvirtur núverandi fjármálaráðherra kemur hér og segir að í raun og veru hefði verið betra að semja við aflandskrónueigendur á öðru gengi. Þannig að hann virðist telja líka að þarna hafi verið gerð mistök í framkvæmdinni við losun hafta,“ sagði Katrín. 

Bjarni tók til máls skömmu síðar og svaraði gagnrýni Benedikts og Katrínar. „Mér finnst það skjóta skökku við þegar menn koma hér upp og segja að útboðið sem haldið var um mitt ár í fyrra hafi ekki verið vel heppnað. Staðreyndin er sú að við fengum þátttöku í því útboði sem var langt umfram það sem tekist hafði að fá fram í fyrri útboðum. Langt langt langt umfram það. Veruleg fjárhæð sem þá losnaði, rétt um sjötíu milljarðar ef ég man rétt, sem við náðum að losa í útboðinu. Vissulega stóð eftir há fjárhæð en engu að síður vel heppnað útboð sem var undanfari þess að við gátum hafið afnámsferli á innlenda aðila,“ sagði Bjarni. 

 

Skráðu þig inn til að lesa

Þú færð 4 greinar fríar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins 1.190 krónum á mánuði. Leiðbeiningar má nálgast á stundin.is/leidbeiningar.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið í dag

Pistill

Það er erfitt að eiga mikla peninga

Úttekt

Fjársvelt samneysla og sögulegar óvinsældir

Viðtal

Konan sem vildi vera rotta í New York

Úttekt

Meirihlutinn molnaði í borginni

Fréttir

Allir gráta

Fréttir

Synjað um dvalarleyfi á grundvelli laga sem fallin voru úr gildi

Mest lesið í vikunni

Fréttir

Slæm tíðindi af Stefáni Karli

Fréttir

Föður barnanna vísað úr landi í nótt

Fréttir

„Ætlar ríkið að útvega börnunum mínum nýjan föður?“

Pistill

Það er erfitt að eiga mikla peninga

Fréttir

Aðstoðarmenn fatlaðra rukkaðir í líkamsræktarstöð

Pistill

NEI, við veitum ekki þessar upplýsingar