Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Ferill hins fjölhæfa Davids Bowie

Eft­ir and­lát hins goð­sagna­kennda Dav­id Bowie er við hæfi að renna í stuttu máli yf­ir fer­il þessa magn­aða lista­manns.

Ferill hins fjölhæfa Davids Bowie
David Bowie Litríkur og fjölhæfur listamaður er fallinn frá.

Listamaðurinn David Bowie er látinn eftir baráttu við krabbamein. Eftirfarandi yfirlýsing birtist á samfélagsmiðlum honum tengdum:

„David Bowie lést í friði í dag, umkringdur fjölskyldu sinni, eftir hugrakka, 18 mánaða baráttu við krabbamein. Þó mörg ykkar séu sorgmædd biðjum við ykkur um að virða friðhelgi fjölskyldu hans í sorgarferli þeirra.“

Bowie var fjölhæfur, og starfaði sem söngvari og lagahöfundur, en einnig sem framleiðandi og leikari, á ferli sem spannaði rúmlega fjóra áratugi. Hann gaf út sína tuttugustu og fimmtu, og jafnframt síðustu plötu, þann áttunda janúar, síðasta föstudag, sem einnig var afmælisdagurinn hans. 

Breskir
Breskir "mods" Senan var áberandi í tónlist og tísku á sjöunda og áttunda áratug síðust aldar.

Með plötunni „The Rise and Fall of Ziggy Stardust and the Spiders From Mars“ frá 1972 sló Bowie fyrst virkilega í gegn. Þar leikur hann sér með hugmyndina um rokkstjörnu sem er geimvera, og blandar saman þemum frá bresku mod-senunni og japönsku kabuki leikuhúshefðinni. Útkoman var hið skrautlega hliðarsjálf - Ziggy Stardust.

Kabuki leikhúsið.
Kabuki leikhúsið. Bowie var undir miklum áhrifu frá japönsku "kabuki" leikhús hefðinni þegar hann skóp persónuna Ziggy Stardust.

Þremur árum seinna komst Bowie fyrst inn á Bandaríkjamarkað, með laginu „Fame“, sem komst í efsta sæti vinsældarlista þar í landi, af plötunni „Young Americans“. Í kjölfar hennar kom avant-garde platan „Station to Station“, sem komst í þriðja sæti á sölulistum Bandaríkjanna, og innihélt smellinn „Golden Years“.  

Eftir að hafa lent í slagsmálum í skóla í æsku var Bowie með einkenni sem kallað er heterochromia iridium, eða sinn litinn á hvoru auga. Sú staðreynd, auk þvengmjós líkama, gerði það að verkum að Bowie tók að sér að leika óhefðbundin hlutverk í kvikmyndum og á sviði.  

Augu Bowie.
Augu Bowie. Eitt af sterkustu útlitseinkennum Bowie voru mislit augu hans.

Hann lék geimveru sem leitaði hjálpar vegna deyjandi plánetu sinnar í súrrealísku myndinni „The Man Who Fell to Earth“ árið 1976. Hann fékk einnig mjög góða dóma fyrir hlutverk sitt sem John Merrick í Brodway uppfærslu árið 1980 á Fílamanninum.

Í hlutverki Fílamannsins.
Í hlutverki Fílamannsins. Bowie fékk mikið lof fyrir leik sinn sem John Merrick á Broadway.

Hann fæddist í London, 8. janúar árið 1947 og skýrður David Jones. Eftir að hljómsveitin „The Monkees“ sló í gegn með Davy Jones innanborðs, breytti Bowie nafninu sínu úr Jones í Bowie. Hann spilaði á saxafón, og eftir töluvert brölt með nokkrum mismunandi hljómsveitum gerði hann loks samning við Mercury Records, útgáfufyrirtækið, sem árið 1969 gaf út plötuna hans „Man of Words/Man of Music“. Þar var að finna lagið hans „Space Oddity“, harmþrunginn óð til Major Tom, sem flýtur stjórnlaust um geiminn. 

Þegar hann var að fylgja á eftir plötunni með Ziggy Stardust sagði Bowie frá því árið 1972 í viðtali að hann væri samkynhneigður, þó það hafi seinna verið málað upp sem tilraun til að vekja athygli á sér. Hann fór að lita á sér hárið og ganga í kvennmannsfötum. Platan sló svo gjörsamlega í gegn, og Bowie í leiðinni.

Bowie skipti svo um gír árið 1975. Hann var mjög upptekinn af dans og fönk senunni frá Fíladelfíu, og gaf út plötuna „Young Americans“, sem hann lýsti sjálfur sem „plastic soul“-blöndu. Innihélt hún smellinn „Fame“, sem hann samdi með Bítlinum John Lennon.

Eftir hina tregafullu og köldu plötu „Staion to Station“, settist Bowie óvænt að í Berlín, og tók árið 1977 upp plötuna „Low“, þá fyrstu í hinni svokölluðu „Berlínar-trílógíu“, í samstarfi við Brian Eno.

Árið 1980 gaf hann út „Scary Monsters“, sem er einskonar ávarp til persónunnar Major Tom úr laginu „Space Oddity“, ásamt laginu „Ashes to Ashes“. Í kjölfarið komu plöturnar „Tonight“ árið 1984 og „Never let me Down“ árið 1987, ásamt samstarfsverkefnum með hljómsveitinni Queen, Mick Jagger, Tinu Turner og fleirum. Hann stofnaði svo kvartettinn „Tin Machine“, en hljómsveitin hlaut litla athygli, þrátt fyrir tvær vel heppnaðar plötur.

Bowie hélt sóló ferli sínum áfram árið 1993 með plötunni „Black Tie White Noise“, þar sem tók upp þráðinni með gítarleikaranum Mick Ronson, sem hafði áður verið með honum í hljómsveitinni „Spiders from Mars“. Hann tók svo upp plötuna „Outside“ árið 1995 ásamt Brian Eno, og fylgdi henni eftir með tónleikaferðalagi þar sem hljómsveitin „Nine Inch Nails“ hitaði upp fyrir hann. 1996 tók hann svo upp hina teknó-skotnu plötu „Earthling“, plötuna „Hours“ árið 1999, og „Heathen“ árið 2002.

Bowie var einnig upptökustjóri fyrir fjölmarga aðra listamenn, t.a.m. Lou Reed, Iggy Pop and The Stooges, Mott the Hoople og fleiri. Hann hlaut Grammy verðlaunin árið 2006 fyrir framlag sitt til tónlistar, en tróð aldrei aftur upp á sviði eftir það.

Bowie tekur við heiðursverðlaunum.
Bowie tekur við heiðursverðlaunum. Árið 2006 fékk Bowie viðurkenningu Grammy hátíðarinnar fyrir framlag sitt til listarinnar.

Lítið fór fyrir Bowie milli áranna 2004 og 2012, en árið 2013 gaf hann út plötuna „The Next Day“. Vakti hún mikla athygli, og komst í annað sæti bandaríska Billboard listans, og var þar með sú plata hans sem hæst fór á honum.

Þrátt fyrir stöðugt ákall um tónleikaferðalög hafði Bowie hægt um sig síðustu árin. Hann bjó í New York, sást sjaldan á ferli og lét lítið fyrir sér fara.

Í desember síðastliðnum var svo frumsýndur rokk söngleikurinn „Lazarus“ eftir David Bowie í New York, þar sem hann vekur aftur upp persónuna Thomas Jerome Newton, sem hann lék í kvikmyndinni „The Man Who Fell to Earth“, en Bowie hafði lengi lýst yfir áhuga á því að nota þá persónu í fleiri verkefni.

Úr söngleiknum Lazarus.
Úr söngleiknum Lazarus. Rokk söngleikurinn Lazarus var settur upp í New York síðasta desember, byggður á textum og hugmyndum Bowies.

Síðasta föstudag varð Bowie svo 69 ára gamall. Sama dag kom út hans 25. og jafnframt síðasta sólóplata, Blackstar.

Í fyrstu áttu gagnrýnendur erfitt með að lesa í texta og þema plötunnar, en nú, eftir andlát hans, þykjast margir sjá að þema plötunnar sé einmitt barátta hans við krabbamein. Hauskúpur og himnaríki, röntgen myndir og svört hjörtu virðast benda í sömu átt; listamaðurinn vissi að þessi plata yrði hans síðasta. Hans svanasöngur.

Daginn áður en platan kom út sendi hann frá sér tónlistarmyndband við lagið „Lazarus“, en í myndbandinu virðist hann vera að boða andlát sitt, eins og Stundin hefur fjallað um. Fyrstu línur textans: Look up here / I’m in heaven [líttu hingað upp, ég er á himnum], eru, í kjölfar andláts hans, sláandi í ljósi þess að þar syngur maður sem vissi hvað var í vændum.

Lagið er vísun í Lazarus út Jóhannesarguðspjalli Biblíunnar, sem Jesús vakti upp frá dauðum. Það má auðveldlega sjá afhverju Bowie gæti heillast af því að svindla á dauðanum. Í laginu „Dollar Days“ á sömu plötu syngur hann einmitt: I’m dying to push their backs against the grain / And fool them all again and again [ég er að deyja (því) mig langar svo að fara út af vananum / Og plata þau öll aftur og aftur].

Lazarus rís upp frá dauðum.
Lazarus rís upp frá dauðum. Lazarus, enn í líkklæðum, eftir að Jesús hressti hann við. Sagan virðist hafa verið Bowie hugleikin síðust mánuði lífs hans.

Það að svindla á manninum með ljáinn virðist líka vera eitthvað sem aðdáendur Bowies gætu alveg trúað upp á hann. Viðbrögðin við dauða hans hafa einmitt einkennst af uppnámi og undrun, ekki vegna þess að hann var svo ungur, heldur vegna þess að fólk virðist trúa því að hann hafi verið gæddur æðri mætti. Að ef einhver gæti sloppið við það sem bíður okkar allra, þá væri það hann.

En Bowie er látinn. Hinsvegar getum við öll verið sammála um að honum hafi tekist að öðlast eilíft líf með þeim verkum sem hann skilur eftir sig, og þeim áhrifum sem list hans hefur, og mun halda áfram að hafa, á alla þá sem eru þeirra gæfu aðnjótandi að fá að upplifa.

David Bowie skilur eftir sig eiginkonuna Iman, sem hann giftist árið 1992, son sinn Duncan Jones og dótturina Alexandriu. 

David Bowie.
David Bowie. Yfirgefur sviðið.

 
Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Milljarðar kvenna sem passa ekki inn í útlitsboxið
6
Fréttir

Millj­arð­ar kvenna sem passa ekki inn í út­lits­box­ið

Þó svo að hættu­lega grannt „heróín-lúkk“ sé ekki leng­ur í tísku og að Bridget Jo­nes sé ekki leng­ur tal­in feit, eru út­lit­s­kröf­ur til nú­tíma­kvenna enn óraun­hæf­ar, seg­ir pró­fess­or í fé­lags­sál­fræði. Hún er þó bjart­sýn: „Ég þekki ekki dæmi um að áð­ur hafi ver­ið kyn­slóð sem er vís­vit­andi að berj­ast gegn því að fólk sé smán­að út af út­liti.“
Birgir segir mistök að ekki sé gert ráð fyrir nýrri kvennadeild á nýja Landspítalanum
8
Fréttir

Birg­ir seg­ir mis­tök að ekki sé gert ráð fyr­ir nýrri kvenna­deild á nýja Land­spít­al­an­um

Í störf­um þings­ins ræddu þing­menn ým­is mál. Diljá Mist Ein­ars­dótt­ir gagn­rýndi Sam­fylk­ing­una, Birg­ir Þór­ar­ins­son benti á myglu­vanda­mál Land­spít­al­ans og sér­stak­lega þá stöðu sem er kom­in upp á kvenna­deild­inni. Gagn­rýndi hann að ekki væri gert ráð fyr­ir nýrri kvenna­deild í bygg­ingu nýja Land­spít­al­ans. Jó­hann Páll Jó­hann­es­son benti á að eins og stað­an er í dag geti smá­lána­fyr­ir­tæki not­fært sér neyð fólks og grætt á þeirra stöðu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðning stjórnanda til MAST vekur athygli: „Ég er fagmaður"
2
FréttirLaxeldi

Ráðn­ing stjórn­anda til MAST vek­ur at­hygli: „Ég er fag­mað­ur"

MAST til­kynnti starfs­mönn­um sín­um um það á mið­viku­dag­inn að bú­ið væri að ráða Þor­leif Ág­ústs­son sem nýj­an sviðs­stjóra yf­ir með­al ann­ars fisk­eld­is­deild­ina hjá stofn­un­ina. Þor­leif­ur hef­ur skrif­að grein­ar þar sem hann tal­ar fyr­ir lax­eldi í sjókví­um. Þor­leif­ur seg­ist vera vís­inda­mað­ur og að hann taki ekki af­stöðu. For­stjóri MAST, Hrönn Jó­hann­es­dótt­ir vill ekki ræða um ráðn­ing­una þeg­ar eft­ir því er leit­að.
Ríkisstjórnin vill gefa kvótann í laxeldinu um aldur og ævi
4
FréttirLaxeldi

Rík­is­stjórn­in vill gefa kvót­ann í lax­eld­inu um ald­ur og ævi

Í frum­varpi mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi er kveð­ið á um að lax­eld­is­fyr­ir­tæk­in í land­inu hafi „ótíma­bund­in“ rekstr­ar­leyfi til að stunda sjókvía­eldi í ís­lensk­um fjörð­um. Hing­að til hafa rekstr­ar­leyf­in ver­ið tíma­bund­in í 16 ár. Með þessu ákvæði munu stjórn­völd á Ís­landi ekki geta bann­að sjókvía­eldi án þess að baka sér skaða­bóta­skyldu gagn­vart lax­eld­is­fyr­ir­tækj­un­um.
Þórður Snær Júlíusson
5
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Hand­bók um leið­ir til að þykj­ast sið­leg­ur ráð­herra

Á Ís­landi er við lýði reglu­verk sem á að koma í veg fyr­ir spill­ingu ráð­herra og auka traust á stjórn­sýslu. Ný­lega var gef­in út hand­bók með út­skýr­ing­um á regl­un­um með raun­hæf­um dæm­um. Raun­veru­leik­inn sýn­ir hins veg­ar að ráð­herr­ar láta þetta ekki hafa áhrif á hegð­un sína. Regl­urn­ar gilda bara þeg­ar það reyn­ir ekki á þær.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
6
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Fyrirtækið sem Kvika keypti kom að lánum til félags konu Ármanns
7
ViðskiptiKvika og Ortus

Fyr­ir­tæk­ið sem Kvika keypti kom að lán­um til fé­lags konu Ár­manns

Breska fyr­ir­tæk­ið Ort­us Capital, sem Ár­mann Þor­valds­son, nú­ver­andi for­stjóri al­menn­ings­hluta­fé­lags­ins Kviku, var hlut­hafi í var einn af lán­veit­end­um breska kráar­fyr­ir­tæk­is­ins Red Oak Taverns, sem eig­in­kona Ár­manns á hlut í. Þetta fyr­ir­tæki varð síð­ar að Kviku Secu­rities í Bretlandi og keypti það breskt lána­fyr­ir­tæki af við­skipta­fé­lög­um fyr­ir tveim­ur ár­um fyr­ir millj­arða króna.
Öryrkjar borga fyrir kjarasamninga og tugir milljarða settir í borgarlínu
8
GreiningFjármálaáætlun 2025-2029

Ör­yrkj­ar borga fyr­ir kjara­samn­inga og tug­ir millj­arða sett­ir í borg­ar­línu

Rík­is­sjóð­ur verð­ur rek­inn í halla í næst­um ára­tug sam­fleytt áð­ur en við­snún­ing­ur næst. Til að fjár­magna tug­millj­arða króna út­gjöld vegna Grinda­vík­ur og kjara­samn­inga á með­al ann­ars að fresta greiðsl­um til ör­orku­líf­eyri­s­kerf­is­ins, selja eign­ir fyr­ir tugi millj­arða króna og lækka fram­lög í vara­sjóð. Fram­kvæmd­um sem áð­ur hef­ur ver­ið frest­að er frest­að á ný en pen­ing­ar sett­ir í nýja þjóð­ar­höll og tug­ir millj­arða króna verða til­tæk­ir í borg­ar­línu og tengd verk­efni. Vaxta­byrð­in á rík­is­sjóði verð­ur þó þung. Á næsta ári mun hann borga 121 millj­arð króna í slíka.
Umsækjandi hjá MAST vill rökstuðning: „Ég er vonsvikinn“
9
FréttirLaxeldi

Um­sækj­andi hjá MAST vill rök­stuðn­ing: „Ég er von­svik­inn“

Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir var ann­ar af um­sækj­end­un­um um sviðs­stjórastarf hjá Mat­væla­stofn­un sem með­al ann­ars snýst um eft­ir­lit með lax­eldi. Fiska­líf­eðl­is­fræð­ing­ur­inn Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn fram yf­ir hann og vakti ráðn­ing­in at­hygli inn­an MAST vegna já­kvæðra skrifa hans um lax­eldi hér á landi.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Eina leiðin til að halda lífinu áfram var að koma út
4
ViðtalForsetakosningar 2024

Eina leið­in til að halda líf­inu áfram var að koma út

Bald­ur Þór­halls­son bældi nið­ur eig­in kyn­hneigð frá barns­aldri og fannst hann ekki geta ver­ið hann sjálf­ur. Fyr­ir 28 ár­um tók hann ákvörð­un um að koma út úr skápn­um, það var ekki ann­að í boði ef hann ætl­aði að halda áfram með líf­ið. Nú stefna þeir Fel­ix Bergs­son á Bessastaði. „Við eig­um 28 ára ást­ríkt sam­band að baki og höf­um ekk­ert að fela,“ seg­ir Fel­ix.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Risar í landbúnaði orðnir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýnist
8
Rannsókn

Ris­ar í land­bún­aði orðn­ir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýn­ist

Laga­breyt­ing sem var fyr­ir einu og hálfu ári köll­uð „að­för að neyt­end­um“ var sam­þykkt á Al­þingi í lok síð­ustu viku með at­kvæð­um minni­hluta þing­manna. Um er að ræða af­nám á ólög­mætu sam­ráði stærstu land­bún­að­ar­fyr­ir­tækja lands­ins. Laga­breyt­ing­unni var laum­að inn í frum­varp á loka­metr­um af­greiðslu þess með mik­illi að­komu þeirra sem mest græða á henni.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu