Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Feðraveldið í frystihúsinu

Tölu­verð ólga hef­ur ver­ið með­al starfs­fólks í frysti­húsi Loðnu­vinnsl­unn­ar á Fá­skrúðs­firði síð­ustu vik­ur. Ung kona skrif­aði grein í hér­aðs­fréttamið­il Aust­ur­lands þar sem hún lýsti langvar­andi kyn­bundnu áreiti í ónafn­greindu frysti­húsi fyr­ir aust­an, en jafn­vel þótt hvorki bæj­ar­fé­lag né ger­andi hafi ver­ið nefnd í grein­inni varð öll­um á Fá­skrúðs­firði ljóst um hvern væri að ræða. Stjórn­end­ur Loðnu­vinnsl­unn­ar brugð­ust strax við og réðu tvo sál­fræð­inga til að ræða við starfs­fólk og vinna að­gerðaráætl­un til að bregð­ast við ástand­inu. Engu að síð­ur ótt­ast starfs­fólk að ekk­ert muni breyt­ast, mál­ið verði kæft enn einu sinni og mað­ur­inn fái að halda upp­tekn­um hætti. Hon­um var ekki vik­ið úr starfi á með­an at­hug­un­in fór fram.

„Það er hægt að fara í annað hvert hús hér á Fáskrúðsfirði og biðja um reynslusögur af þessum manni. Það eiga allir til sögur af honum,“ segir Kjartan Freyr Hlöðversson, íbúi á Fáskrúðsfirði, en hann starfaði sjálfur í frystihúsinu þar til nýlega. Hann segist hafa orðið vitni að því þegar umræddur yfirmaður gerði athugasemdir við líkamsvöxt kvenna og þá segir hann manninn oftar en einu sinni hafa gert athugasemdir við holdafar hans og þyngd. „Hann hefur kallað mig feitan fyrir framan annað fólk og sagt hluti eins og að ég ætti ekki að borða með hinum í kaffinu því ég myndi klára allan matinn. Ég hló að þessu á þessum tíma, en eftir því sem ég hugsa meira um þetta þá sé ég að þetta eru mjög óviðeigandi ummæli. Það eru ekkert allir sem geta hrist svona athugasemdir af sér,“ segir Kjartan. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár