Fréttir

Fannst látinn nokkrum dögum eftir banaslysið

Gamall maður, sem keyrði jeppa á ungan pilt á bifhjóli í Eyjafirði, fannst látinn á heimili sínu nokkrum dögum síðar. Rannsókn slyssins stendur enn yfir.

Akureyrarkirkja Ungi pilturinn var jarðsunginn frá Akureyrarkirkju í síðasta mánuði. Mynd: Shutterstock

86 ára gamall maður, sem varð fyrir því að aka jeppabifreið sinni á 12 ára dreng á bifhjóli í Eyjafjarðarsveit með þeim afleiðingum að drengurinn lést, fannst látinn á heimili sínu nokkrum dögum síðar. 

Umferðarslysið er enn í rannsókn lögreglunnar á Akureyri. Samkvæmt fulltrúa lögreglunnar er ekki komin endanleg mynd á rannsóknina, en andlát mannsins gæti haft varanleg áhrif á það. „Það vantar ennþá inn í það. Það er svo sem ekki hægt að taka skýrslur af neinum. En við vitum nokkurn veginn hvað kom fyrir,“ segir fulltrúi lögreglunnar á vakt. 

Drengurinn ók bifhjóli á Eyjafjarðarbraut vestari, skammt sunnan Hrafnagils, þegar áreksturinn varð. 

Lögreglan hefur rannsakað andlát mannsins sem ók jeppanum. Krufning leiddi í ljós að dánarorsökin var veikindi. Kunningi hans kom að honum látnum á heimili hans í Eyjafjarðarsveit og hafði hann fengið heilablóðfall.

Lögreglan á Akureyri gat ekki gefið upp um hvort ætlunin hefði verið að fara með ...

Skráðu þig inn til að lesa

Þú færð 4 greinar fríar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins 1.190 krónum á mánuði. Leiðbeiningar má nálgast á stundin.is/leidbeiningar.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið í dag

Pistill

NEI, við veitum ekki þessar upplýsingar

Fréttir

Þorsteinn aftur staðinn að rangfærslum – nú um málefni lífeyrisþega

Úttekt

Umsátrið um Katar

Fréttir

Telja að fólk hafi ekki kynnt sér skýrslurnar nógu vel – Benedikt: „Ég kom ekkert nálægt skýrsluvinnunni“

Úttekt

Fjársvelt samneysla og sögulegar óvinsældir

Pistill

Hvern leikur þú?

Mest lesið í vikunni

Fréttir

Slæm tíðindi af Stefáni Karli

Fréttir

Var látin afneita áföllum í áfengismeðferð

Viðtal

„Það var öskrað á mig og mér hótað“

Pistill

Borgar sig ekki að eiga íbúð

Fréttir

Vopnaðir sérsveitarmenn handtóku ölvaðan mann í miðbænum

Fréttir

Föður barnanna vísað úr landi í nótt