Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Fæðing er persónulegur viðburður

Svandís Svavars­dótt­ir, þing­kona Vinstri­hreyf­ing­ar­inn­ar - græns fram­boðs og fyrr­ver­andi um­hverf­is- og auð­linda­ráð­herra er fjög­urra barna móð­ir. Ekk­ert barn­anna fædd­ist á spít­ala. Tvö fyrstu átti hún á fæð­ing­ar­heim­il­inu við Ei­ríks­götu, og tvö seinni á heim­ili sínu við Hjarð­ar­haga.

Svandís: „Ég tók þá ákvörðun að eiga mín börn utan sjúkrahúsa, kannski fyrst og fremst af því að mér fannst mikilvægt að fæðing væri persónulegur, fjölskylduviðburður. Ég var í grunninn ekki spennt fyrir þeirri nálgun að þetta væri spítalaverkefni, eða einhvers konar heilbrigðisvandi sem þyrfti að leysa, heldur væri þetta miklu frekar gleðileg stund í lífi fjölskyldunnar. 
Á þessum tíma var fæðingarheimilið í Reykjavík ennþá til, og var opið fyrir óhefðbundari nálgunum í fæðingum. Þarna var heimilislegra andrúmsloft, öðruvísi fæðingarstofa og færri sængurkonur. Þar átti ég eitt barn 1984, og svo annað 1986. 

Svo þegar ég átti von á mínu þriðja barni, 1996, var fæðingarheimilið ekki lengur til. Þá fór ég í það að tala við konur, og eins og konur eru, þá tala þær um þessa hluti, sem og aðra sem viðkoma kvennaheilsu; meðgöngu, fæðingu, sængurlegu, brjóstagjöf og allt þetta. Þá kynntist ég þessari hugmyndafræði á bakvið heimafæðinguna, sem snýst um það að fæðingin sé 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár