Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Einstakar sundlaugar

Íslendingar hafa löngum verið þekktir fyrir sérstaka baðmenningu, og það eru ekki bara Bláa lónið og náttúrulaugarnar sem heilla, heldur má einnig finna fjölmargar manngerðar sundlaugar víðsvegar um landið sem koma baðgestum í einstaka snertingu við fegurð og kyrrð íslenskrar náttúru. Stundin tók saman nokkrar slíkar laugar. 

Pollurinn
Pollurinn

Pollurinn

Í hlíðinni fyrir ofan Tálknafjörð er að finna einstaka potta sem í daglegu tali eru kallaðir Pollurinn. Stórbrotið útsýni yfir fjöllin og fjörðinn hefur laðað að fjölmarga ferðamenn, og þá skemmir heldur ekki fyrir að frítt er í laugina.  

Pollurinn var byggður árið 1985 og er þrískiptur, tveir setpottar og einn aðeins dýpri. Við laugarnar er búningshús sem öllum er frjálst að nota og er þeim haldið við af hreppnum. Vatnið í pottana kemur úr borholu í landi Litla-Laugardals. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár