Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

„Ég vil ekki skattleggja fátækt“

Inga Sæ­land, formað­ur Flokks fólks­ins, fór út í stjórn­mál til að berj­ast gegn mis­mun­un, órétt­læti, lög­leysu og fá­tækt.

Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segir það mesta ranglæti samfélagsins í dag að hér skuli vera fátæk börn sem ekki fái að njóta æskunnar. „Að hér skulu vera einstaklingar sem líða það mikinn skort að heilbrigðisþjónusta, lyf og matur flokkist orðið til forréttinda að fá að njóta,“ segir hún. 

 

 

Flokkur fólksins er nýr stjórnmálaflokkur og á heimasíðu hans segir að hann muni berjast af hugsjón fyrir þá sem hafa orðið fyrir óréttlæti, mismunun, lögleysu og fátækt. Þá segir að flokkurinn hafi verið stofnaður í kjölfar umfjöllunar um fátæk börn en flokkurinn ætlar að útrýma fátækt og spillingu. Inga er sjálf 75 prósent öryrki, en á meðal stefnumála er að tryggja öllum 300 þúsund lágmarks framfærslu, afnám verðtryggingar, einn ríkisrekinn lífeyrissjóð, hækka virðisaukaskatt af ferðaþjónustu og fækka erlendum sendiráðum. Flokkurinn er á móti Evrópusambandsaðild og þá vill hann að Reykjavíkurflugvöllur verði áfram í Vatnsmýrinni. 

Fyrsta þingmálið sem Flokkur fólksins myndi leggja fyrir Alþingi 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Alþingiskosningar 2016

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár