Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

„Samtal um lausnir í sátt er leið okkar“

Sig­urð­ur Ingi Jó­hanns­son, formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins, vill lækka tekju­skatt millistétt­ar­inn­ar og færa Land­spít­al­ann. Hann seg­ir það von­brigði að hafa ekki kom­ist lengra í að af­nema verð­trygg­ing­una á kjör­tíma­bil­inu.

Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segir alla gagnrýni eiga rétt á sér, þótt innihaldið sé æði mismunandi. „Það má gagnrýna okkur fyrir að gera ekki allt sem við ætluðum okkur, en kjörtímabilið er líka styttra en venja er,“ segir hann meðal annars.

Framsóknarflokkurinn er elsti starfandi stjórnmálaflokkurinn á Íslandi en hann fagnar hundrað ára afmæli sínu í ár. Afmælisárið hefur verið vægast sagt róstursamt. Ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, þáverandi formanns flokksins, var mótmælt í kjölfar þess að í ljós kom að forsætisráðherra átti félag í skattaskjóli og tók Sigurður Ingi þá við sem forsætisráðherra. Mikil ólga var í flokknum fram að landsfundi Framsóknarflokksins í síðasta mánuði þegar Sigurður Ingi var síðan kjörinn formaður flokksins, en Sigmundur Davíð sakaði þann fyrrnefnda um að hafa svikið loforð við sig með því að bjóða sig fram gegn honum. 

 

Sigurður Ingi segist hins vegar ekki hafa lofað Sigmundi Davíð að bjóða sig 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Alþingiskosningar 2016

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár