Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Brú milli fangelsis og frelsis

Vernd er eina áfanga­heim­il­ið sem er í boði fyr­ir fanga. Hús­næð­ið er löngu sprung­ið. Rík­is­end­ur­skoð­un hef­ur ít­rek­að bent á að fjölga þurfi úr­ræð­um ut­an fang­elsa. Fang­els­is­mála­stjóri ber við fjár­skorti. Stjórn­völd sögðu ósatt í svari til Pynd­inga­nefnd­ar Evr­ópu­ráðs­ins.

Stundin kíkti í heimsókn á Vernd og fékk að fræðast um starfsemina. Þráinn Farestveit, framkvæmdastjóri Verndar, tekur á móti blaðamanni ásamt ljósmyndara og gengur með okkur um húsið. Klukkan er rúmlega sex og föngum því skylt að vera í húsi. Á slaginu sjö mega þeir fara út aftur, en verða að vera komnir inn aftur klukkan ellefu. Þrír sitja að snæðingi þegar blaðamann ber að garði, en flestir eru inni í herbergjum sínum. Nokkrir sitja í sófanum og horfa á sjónvarpið. Vistarverurnar eru ekki merkilegar og minna um margt á heimavist. „Það fyrsta sem ég segi við menn þegar þeir koma hingað er að Vernd er ekki stofnum, ekki hluti af Fangelsismálastofnun og þetta er ekki fangelsi. Við erum hér til þess að hjálpa mönnum. Þá breytist oft fas manna því í fangelsum eru menn mjög oft í svo miklum mótþróa. Við höfum verið með fanga hérna sem hafa verið erfiðustu fangarnir á Litla-Hrauni; stanslaust í einangrun, slagsmálum við fangaverði og í gæslu. En um leið og þeir eru komnir hingað þá er eins og þeir losni við þennan múr,“ segir Þráinn.

Áfangaheimilið sprungið
Áfangaheimilið sprungið Þráinn Farestveit, framkvæmdastjóri Verndar, segir stutt í að hann þurfi að neita fanga um vist vegna plássleysis.

Kona með hugsjón

Forsprakki fangahjálparinnar Verndar var Þóra Einarsdóttir. Hún hafði fengið þá hugmynd í námi í Danmörku að stofna félagasamtök hér á landi, í líkingu við þau sem hún komst í kynni við ytra, sem hefðu það að markmiði að aðstoða veglausa; útigangsfólk og fanga. Íslensk fangahjálp, að danskri fyrir­mynd, var síðan stofnuð árið 1959 og tók formlega til starfa ári síðar. „Hér áður fyrr, áður en Vernd tók til starfa, fóru menn með rútu frá Litla-Hrauni niður í bæ og beint á barinn. Nú er í boði þetta þrep þar sem mönnum er fylgt eftir. Nú eiga þeir miklu meiri séns,“ segir Þráinn. Vernd virkar þannig eins og brú út í samfélagið á ný, brú milli fangelsis og frelsis.
Áfangaheimili Verndar hefur alls verið rekið á sex stöðum frá upphafi. Fyrst að Stýrimannastíg 9, síðan í Grjótagötu 14a og b, þá Ránargötu 10, Skólavörðustíg 13a, Skipholti 37 og árið 1985 eignuðust samtökin húsið að Laugateigi 19.

Húsnæði Verndar sprungið

Upphaflega var gert ráð fyrir að það væru aðeins 17 til 18 fangar vistaðir í húsinu en á síðustu árum hafa þeir verið töluvert fleiri. Á Vernd eru 18 herbergi, þar af sex sem aðeins er hægt að vista einn fanga í, þannig að í tólf herbergjum er hægt að vista tvo í einu. Á síðasta ári voru að meðaltali 24,9 fangar vistaðir á áfangaheimilinu á degi hverjum og hafa þeir aldrei verið fleiri. Hingað til hefur föngum aldrei verið neitað um vist á Vernd vegna plássleysis en að sögn Þráins styttist í að þess þurfi. „Þetta er löngu sprungið,“ viðurkennir hann.

„Hér áður fyrr, áður en Vernd tók til starfa, fóru menn með rútu frá Litla-Hrauni niður í bæ og beint á barinn.“

Fyrrverandi fangi sem Stundin ræðir við segir það hafa verið mikil viðbrigði að þurfa allt í einu að deila herbergi með öðrum, eftir að hafa verið árum saman einn í klefa. Honum þykir einnig óeðlilegt að þeir sem deili herbergi greiði jafn háa leigu og þeir sem fái að vera einir, eða 60 þúsund krónur á 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Fangelsismál

Ofbeldisfangar án betrunar: „Hérna eru menn með vandamál“
ÚttektFangelsismál

Of­beld­is­fang­ar án betr­un­ar: „Hérna eru menn með vanda­mál“

„Er sál­fræð­ing­ur að vinna hér?“ spurði fangi á Litla-Hrauni þeg­ar hann var innt­ur eft­ir því hvort og þá hvenær hann hefði feng­ið sál­fræði­við­tal. Einn sál­fræð­ing­ur sinn­ir 180 föng­um sem afplána dóma á Ís­landi og ekk­ert sér­hæft úr­ræði er fyr­ir fanga sem sitja inni fyr­ir lík­ams­árás­ir. Fang­arn­ir sögð­ust þó myndu þiggja slíka að­stoð ef hún væri mark­viss og í boði.
Bannað að vera viðstaddur útskrift: „Ég er alveg miður mín“
FréttirFangelsismál

Bann­að að vera við­stadd­ur út­skrift: „Ég er al­veg mið­ur mín“

„Fyr­ir mig er þetta stór áfangi en fyr­ir fjöl­skyld­una er þetta enn stærri áfangi,“ skrif­ar Guð­mund­ur Ingi Þórodds­son fangi í bréfi til fang­els­is­mála­stjóra. „Guð­mund­ur hef­ur stað­ið sig ótrú­lega vel,“ seg­ir fjar­náms­stjóri Versl­un­ar­skóla Ís­lands sem er mið­ur sín yf­ir að hann fái ekki að vera við­stadd­ur út­skrift­ina.
Barnaníðingur nýtur góðs af breytingu laga um rafrænt eftirlit
FréttirFangelsismál

Barn­aníð­ing­ur nýt­ur góðs af breyt­ingu laga um ra­f­rænt eft­ir­lit

Í apríl síð­ast­liðn­um var þeim Sig­urði Ein­ars­syni, Magnúsi Guð­munds­syni og Ólafi Ól­afs­syni sleppt út af Kvía­bryggju og á Vernd. Ástæða þess að þeir fengu frelsi fyrr en ella var laga­breyt­ing, sem þing­kona sagði sér­stak­lega smíð­uð ut­an um þessa fanga. Einn af þeim sem nú njóta góðs af þess­ari laga­breyt­ingu er barn­aníð­ing­ur­inn Sig­urð­ur Ingi Þórð­ar­son.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár