Fréttir

Björt Ólafsdóttir: „Nú er nóg komið“

Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra vill loka kísilmálmverksmiðju United Silicon í kjölfar eldsvoðans í nótt.

Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra segir að nú sé nóg komið og það þurfi að loka kisilmálmverksmiðju United Silicon í Helguvík. Þetta kom fram á Facebook síðu ráðherrans í morgun. 

Eldur kom upp í verksmiðju United Silicon í Helguvík í nótt. Allt  tiltækt slökkvilið hjá Brunavörnum Suðnesja var kallað á vettvang eftir að Neyðarlínunni barst tilkynning af eldsvoðanum um klukkan fjögur í nótt. Eldurinn logaði á þremur hæðum hússins, þar sem starfsfólk á vöktum allan sólahringinn. Slökkvistörfum lauk um klukkan sjö í morgun.

Björt nefnir nokkrar ástæður fyrir því að hún vill láta loka verksmiðjunni. Í fyrsta lagi þurfi að kanna af hverju íbúar í grennd við hana séu að upplifa einkenni sem mengunarmælingar geti ekki útskýrt. „Í öðru lagi þarf að kanna vinnuaðstæður sérstaklega,“ skrifar hún. „Á sameiginlegum fundi fyrir umhverfis og samgöngunefnd lýsti forstjórinn því, aðspurður um hugsanlega hækkun á Arsen í andrúmslofti, að starfsmennn væru að opna út vegna þess að þeim væri svo heitt. Þessvegna losaðist út mengun beint af gólfinu sem að væri ekki búin að fara í gegn um reykhreinsikerfi. Hvað komast þessir sömu starfsmenn í mikla snertingu við alls konar óæskileg efni?“

Í þriðja lagi þurfi að kanna fjármögnun. „Það er ljóst á öllu að fyrirtækið þarf fjármagn. Hverjir eru að bjóða það fram núna? Ég ætla rétt að vona að það séu ekki sameiginlegir sjóðir þeirra sömu landsmanna og ýta á að fyrirtækið loki,“ segir Björt.

Verksmiðja United Silicon tók til starfa í nóvember síðastliðnum og hefur starfsemin verið afar umdeild. Íbúar Reykjanesbæjar hafa kvartað undan mengun frá verksmiðjunni og Umhverfisstofnun hefur verið með fyrirtækið í hálfgerðri gjörgæslu vegna fjölda frávika frá starfsleyfi. 

Hér má sjá færslu Bjartar í heild:

 

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið í dag

Pistill

Baráttan um heilbrigðiskerfið er barátta fyrir lýðræði

Pistill

Vaxandi misskipting

Fréttir

Landlæknir leiðréttir „misskilning“ Óttars – lagatúlkun ráðuneytisins opni á einkavæðingu heilbrigðiskerfisins

Fréttir

Páll vill sýna United Silicon skilning: „Það getur kviknað í hverju sem er“

Úttekt

Nýlendur unga fólksins

Pistill

Burt með grasið, lifi mosinn!

Mest lesið í vikunni

Viðtal

Heimsækja allar kirkjur á höfuðborgarsvæðinu

Pistill

Um kosti þess að búa á Íslandi

Úttekt

Björn Ingi fékk kúlulán meðfram lundafléttu

Fréttir

Segir Viðskiptablaðið fara með dylgjur og lygar

Pistill

Ótrúlegt nokk: Norður-kóreski herinn er sá stærsti í heimi

Pistill

Ísland efnahagsbrotalaust land 2020