Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Bjarni segist óafvitandi hafa haft félag í skattaskjóli - Ólöf með umboð fyrir félag á Jómfrúareyjum

Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála­ráð­herra og formað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins, átti þriðj­ungs­hlut í fé­lagi á Seychell­es-eyj­um. „Nei, ég hef ekki ver­ið með nein­ar eign­ir í skatta­skjól­um eða neitt slíkt,“ sagði hann í fyrra. Ólöf Nor­dal inn­an­rík­is­ráð­herra var með um­boð fyr­ir fé­lag í Bresku jóm­frúareyj­un­um. Hún seg­ir það hafa ver­ið vegna ráð­gjaf­ar Lands­bank­ans.

Bjarni segist óafvitandi hafa haft félag í skattaskjóli - Ólöf með umboð fyrir félag á Jómfrúareyjum

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, átti þriðjungshlut í félagi sem er staðsett í skattaskjóli á Seychelles-eyjum. Í yfirlýsingu sem hann birti á Facebook segist hann hafa staðið í þeirri trú að félagið, Falson & Co, sem notað var til að halda utan um fasteign í Dubai, hefði verið skráð í Lúxemborg þar til að blaðamaður sagði honum annað.

Í febrúar 2015 sagði Bjarni í samtali við Kastljósið að hann ætti ekki eignir í skattaskjóli: Nei, ég hef ekki verið með neinar eignir í skattaskjólum eða neitt slíkt, sagði hann. Þá sagðist hann jafnframt hafa dregið sig úr viðskiptum og ætti ekki hlutabréf, en á þeim tíma sem hann hafi verið í viðskiptum hafi hann ekki nýtt sér skattaskjól í sínum viðskiptum.

Nú segist hann hafa svarað eftir bestu vitund, það hafi ekki verið fyrr en honum barst ábending frá erlendum blaðamanni að hann komst að því að svo hefði ekki verið.

Nei, ég hef ekki verið með neinar eignir í skattaskjólum eða neitt slíkt.

Ólöf með umboð fyrir félag í Bresku jómfrúareyjunum

Ólöf Nordal
Ólöf Nordal Var með umboð fyrir félag eiginmanns síns í skattaskjóli á Bresku jómfrúareyjunum.

Ólöf Nordal, innanríkisráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins, tengist einnig aflandsfélögum sem vistuð eru í skattaskjólum, samkvæmt frétt Eyjunnar.

Í svari Ólafar við fyrirspurn Stundarinnar segir hún að hún hafi ekki átt hlut í félagi í skattaskjóli, en í ljós kemur að hún hafði umboð fyrir félag eiginmanns síns á Bresku jómfrúareyjunum.

„Hvorki ég né eiginmaður minn eigum eða höfum átt hlut í fjárfestingar- eða eignarhaldsfélögum sem skráð eru á Bresku Jómfrúareyjum eða í nokkru öðru landi sem talin eru til skattaskjóla,“ segir hún í svarinu.

„Miðvikudaginn 16. mars síðastliðinn barst mér fyrirspurn frá tveimur þýskum blaðamönnum, Frederik Obermaier og Bastian Obermayer, fyrir hönd dagblaðsins Süddeutsche Zeitung og útvarps- og sjónvarpsstöðvarinnar NDR, um Dooley Securities S.A, hlutafélag sem mun hafa veriðskráð á Bresku Jómfrúareyjunum. Fyrirspurn þeirra snéri að hugsanlegum tengslum mínum við félagið. Mánudaginn 22. mars svaraði ég fyrirspurninni. Nokkrum dögum áður hafði, Tómas Sigurðsson, eiginmaður minn einnig svarað fyrirspurninni. Tómas hefur unnið fyrir alþjóðlegt fyrirtæki undanfarin 12 ár, fyrst hér á Íslandi en síðar í Evrópu og nú starfar hann í New York,“ segir hún.

Stofnaði félag í skattaskjóli samkvæmt ráðgjöf Landsbankans

Skýringin á því að nafn hennar er á lista yfir Íslendinga með félög í skattaskjólum segir hún vera félag sem eiginmaður hennar lét stofna samkvæmt ráðgjöf Landsbankans árið 2006.

„Síðari hluta ársins 2006 leitaði Tómas ráðgjafar hjá Landsbanka Íslands varðandi fjármál og kaupréttarsamninga sem voru hluti af starfskjörum hans. Markmiðið var að njóta leiðsagnar bankans varðandi hugsanlegar fjárfestingar í erlendum verðbréfum enda starfsvettvangur Tómasar alþjóðlegur. Ráðgjafar Landsbankans lögðu til að stofnað yrði sérstakt erlent fjárfestingarfélag. Landsbankinn í Lúxemborg stofnaði félagið, Dooley Securities og var bankinn skráður eigandi þess. Í undibúningi þessa máls veitti bankinn Tómasi umboð á umrætt félag og óskaði hann jafnframt eftir því að ég fengi sambærilegt umboð. Það mun vera skýring á því að nöfn okkar eru á umræddum lista. En aðstæður breyttust og aldrei kom til þess að Tómas tæki yfir eignarhald þessa félags eða nýtti það til fjárfestinga. Allt þetta gerðist áður en ég tók sæti á Alþingi og voru þessi áform löngu aflögð þegar reglur um hagsmunaskráningu þingmanna tóku gildi.“

Ráðgjafar Landsbankans lögðu til að stofnað yrði sérstakt erlent fjárfestingarfélag.

Fyrirspurn á alla ráðherra

Stundin sendi jafnframt fyrirspurn á alla ráðherra í morgun og óskaði eftir upplýsingum um eignir þeirra erlendis.

RÚV greindi síðan frá því fyrr í kvöld að þrír ráðherrar tengdust aflandsfélögum í skattaskjólum. Kastljós mun á næstu dögum greina frá áður óbirtum upplýsingum um eignarhald stjórnmálamanna á fyrirtækjum í skattaskjólum í samstarfi við Reykjavík Media, fjölmiðlafyrirtæki í eigu Jóhannesar Kr. Kristjánssonar.

Fyrir tveimur vikum greindi Anna Sigurlaug Pálsdóttir, eiginkona forsætisráðherra, frá því að hún ætti félag sem skráð er erlendis. Það gerði hún eftir að Jóhannes Kr. hafði spurst fyrir um félagið. Eftir að hún greindi frá þessum upplýsingum kom á daginn að félagið var skráð í skattaskjóli á Bresku jómfrúareyjunum og hefði gert kröfur upp á um hálfan milljarð í slitabú föllnu bankanna.

Sigmundur Davíð
Sigmundur Davíð Eiginkona hans á félag í skattaskjóli á Bresku Jómfrúareyjunum.

Yfirlýsing Bjarna

Sem fyrr segir staðfesti Bjarni eignarhald sitt á félaginu í yfirlýsingu sem hann birti á Facebook rétt í þessu. Hún var svo hljóðandi: 

Að gefnu tilefni vil ég taka eftirfarandi fram:

Fyrir tíu árum keypti ég fyrir tæpar 40 m.kr. þriðjungshlut í eignarhaldsfélagi sem Landsbankinn í Lúxemborg hafði stofnað fyrir viðskiptafélaga minn um kaup á fasteign í Dubai. Ég gerði grein fyrir kaupum á félaginu og niðurlagningu þess gagnvart íslenskum skattyfirvöldum og hef alla tíð staðið í þeirri trú að félagið ætti varnaþing í Lúxemborg. Það var ekki fyrr en mér barst ábending frá erlendum blaðamanni að ég komst að því að svo hefði ekki verið, en umrætt félag Falson & Co, var skráð á Seychelles-eyjum. Það hafði þó engin áhrif í skattalegu samhengi.

„Þessi svör gaf ég eftir bestu vitund, enda taldi ég mig aldrei hafa átt neitt á aflandssvæði.“

Í þessu ljósi ber að skoða svör mín í Kastljósi 11. febrúar 2015, þar sem ég sagði aðspurður að ég hefði ekki átt neinar eignir eða viðskipti í skattaskjólum. Þessi svör gaf ég eftir bestu vitund, enda taldi ég mig aldrei hafa átt neitt á aflandssvæði. Ég vil eins og aðrir hafa það sem sannara reynist og þykir þetta miður, en vil jafnframt ítreka að þessi viðskipti mín voru ekki í skattaskjóli, enda gefin upp á Íslandi.

Eini tilgangur félagsins var að halda utan um eignina í Dubai en svo fór að við tókum aldrei við henni. Ákveðið var að ganga út úr kaupunum árið 2008 og árið 2009 var málið gert upp með tapi og félagið sett í afskráningarferli. Það hafði engar tekjur, skuldaði ekkert, tók aldrei lán, átti engar aðrar eignir, hvorki fyrr né síðar og hafði enga starfsemi. Við gildistöku reglna um hagsmunaskráningu þingmanna átti ég því hvorki hlut í félagi í atvinnurekstri né aðrar fasteignir en húsnæði til eigin nota. Rétt er að taka fram að um þessi fasteignakaup hefur áður verið fjallað í fjölmiðlum árið 2010.

Ég tók þá ákvörðun er ég bauð mig fram til embættis formanns Sjálfstæðisflokksins að stunda ekki viðskipti samhliða starfi mínu og hef frá árinu 2009 ekki átt hlutabréf. Sem fjármálaráðherra hef ég beitt mér fyrir aðild Íslands að upplýsingaskiptasamningum um skattamál við önnur lönd, sem tryggja sjálfvirkar og betri upplýsingar fyrir íslensk skattyfirvöld. Að auki lagði ég til við ríkisstjórn Íslands að sérstök fjárheimild yrði sótt fyrir kaup á skattagögnum.

Í þessum efnum tel ég rétt að fylgja einfaldri reglu. Það eiga allir að skila sínu til sameiginlegs rekstrar samfélagsins. Langflestir fylgja þessari sjálfsögðu reglu. Ég mun láta einskis ófreistað til að ná til hinna, sem fara á svig við lög og reglur og vilja fá frítt far með samborgurum sínum sem halda uppi lífsgæðunum á Íslandi.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Milljarðar kvenna sem passa ekki inn í útlitsboxið
3
Fréttir

Millj­arð­ar kvenna sem passa ekki inn í út­lits­box­ið

Þó svo að hættu­lega grannt „heróín-lúkk“ sé ekki leng­ur í tísku og að Bridget Jo­nes sé ekki leng­ur tal­in feit, eru út­lit­s­kröf­ur til nú­tíma­kvenna enn óraun­hæf­ar, seg­ir pró­fess­or í fé­lags­sál­fræði. Hún er þó bjart­sýn: „Ég þekki ekki dæmi um að áð­ur hafi ver­ið kyn­slóð sem er vís­vit­andi að berj­ast gegn því að fólk sé smán­að út af út­liti.“
Birgir segir mistök að ekki sé gert ráð fyrir nýrri kvennadeild á nýja Landspítalanum
5
Fréttir

Birg­ir seg­ir mis­tök að ekki sé gert ráð fyr­ir nýrri kvenna­deild á nýja Land­spít­al­an­um

Í störf­um þings­ins ræddu þing­menn ým­is mál. Diljá Mist Ein­ars­dótt­ir gagn­rýndi Sam­fylk­ing­una, Birg­ir Þór­ar­ins­son benti á myglu­vanda­mál Land­spít­al­ans og sér­stak­lega þá stöðu sem er kom­in upp á kvenna­deild­inni. Gagn­rýndi hann að ekki væri gert ráð fyr­ir nýrri kvenna­deild í bygg­ingu nýja Land­spít­al­ans. Jó­hann Páll Jó­hann­es­son benti á að eins og stað­an er í dag geti smá­lána­fyr­ir­tæki not­fært sér neyð fólks og grætt á þeirra stöðu.
Vextir þriðjungs allra óverðtryggðra lána til heimila landsins losna brátt
10
Viðskipti

Vext­ir þriðj­ungs allra óverð­tryggðra lána til heim­ila lands­ins losna brátt

Í nýj­ustu mán­að­ar­skýrslu Hús­næð­is- og mann­virkja­stofn­un­ar er sagt frá því að meiri­hluti eft­ir­stand­andi óverð­tryggðra lána á föst­um vöxt­um munu koma til end­ur­skoð­un­ar á næstu miss­er­um. Frá og með júlí og til og með ág­úst á næsta ári munu vext­ir losna á óverð­tryggð­um lán­um fyr­ir sam­an­lagt 410 millj­arða króna. Það er rúm­lega þriðj­ung­ur af öll­um óverð­tryggð­um lán­um til heim­ila lands­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðning stjórnanda til MAST vekur athygli: „Ég er fagmaður"
2
FréttirLaxeldi

Ráðn­ing stjórn­anda til MAST vek­ur at­hygli: „Ég er fag­mað­ur"

MAST til­kynnti starfs­mönn­um sín­um um það á mið­viku­dag­inn að bú­ið væri að ráða Þor­leif Ág­ústs­son sem nýj­an sviðs­stjóra yf­ir með­al ann­ars fisk­eld­is­deild­ina hjá stofn­un­ina. Þor­leif­ur hef­ur skrif­að grein­ar þar sem hann tal­ar fyr­ir lax­eldi í sjókví­um. Þor­leif­ur seg­ist vera vís­inda­mað­ur og að hann taki ekki af­stöðu. For­stjóri MAST, Hrönn Jó­hann­es­dótt­ir vill ekki ræða um ráðn­ing­una þeg­ar eft­ir því er leit­að.
Ríkisstjórnin vill gefa kvótann í laxeldinu um aldur og ævi
4
FréttirLaxeldi

Rík­is­stjórn­in vill gefa kvót­ann í lax­eld­inu um ald­ur og ævi

Í frum­varpi mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi er kveð­ið á um að lax­eld­is­fyr­ir­tæk­in í land­inu hafi „ótíma­bund­in“ rekstr­ar­leyfi til að stunda sjókvía­eldi í ís­lensk­um fjörð­um. Hing­að til hafa rekstr­ar­leyf­in ver­ið tíma­bund­in í 16 ár. Með þessu ákvæði munu stjórn­völd á Ís­landi ekki geta bann­að sjókvía­eldi án þess að baka sér skaða­bóta­skyldu gagn­vart lax­eld­is­fyr­ir­tækj­un­um.
Þórður Snær Júlíusson
5
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Hand­bók um leið­ir til að þykj­ast sið­leg­ur ráð­herra

Á Ís­landi er við lýði reglu­verk sem á að koma í veg fyr­ir spill­ingu ráð­herra og auka traust á stjórn­sýslu. Ný­lega var gef­in út hand­bók með út­skýr­ing­um á regl­un­um með raun­hæf­um dæm­um. Raun­veru­leik­inn sýn­ir hins veg­ar að ráð­herr­ar láta þetta ekki hafa áhrif á hegð­un sína. Regl­urn­ar gilda bara þeg­ar það reyn­ir ekki á þær.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
6
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Fyrirtækið sem Kvika keypti kom að lánum til félags konu Ármanns
7
ViðskiptiKvika og Ortus

Fyr­ir­tæk­ið sem Kvika keypti kom að lán­um til fé­lags konu Ár­manns

Breska fyr­ir­tæk­ið Ort­us Capital, sem Ár­mann Þor­valds­son, nú­ver­andi for­stjóri al­menn­ings­hluta­fé­lags­ins Kviku, var hlut­hafi í var einn af lán­veit­end­um breska kráar­fyr­ir­tæk­is­ins Red Oak Taverns, sem eig­in­kona Ár­manns á hlut í. Þetta fyr­ir­tæki varð síð­ar að Kviku Secu­rities í Bretlandi og keypti það breskt lána­fyr­ir­tæki af við­skipta­fé­lög­um fyr­ir tveim­ur ár­um fyr­ir millj­arða króna.
Öryrkjar borga fyrir kjarasamninga og tugir milljarða settir í borgarlínu
8
GreiningFjármálaáætlun 2025-2029

Ör­yrkj­ar borga fyr­ir kjara­samn­inga og tug­ir millj­arða sett­ir í borg­ar­línu

Rík­is­sjóð­ur verð­ur rek­inn í halla í næst­um ára­tug sam­fleytt áð­ur en við­snún­ing­ur næst. Til að fjár­magna tug­millj­arða króna út­gjöld vegna Grinda­vík­ur og kjara­samn­inga á með­al ann­ars að fresta greiðsl­um til ör­orku­líf­eyri­s­kerf­is­ins, selja eign­ir fyr­ir tugi millj­arða króna og lækka fram­lög í vara­sjóð. Fram­kvæmd­um sem áð­ur hef­ur ver­ið frest­að er frest­að á ný en pen­ing­ar sett­ir í nýja þjóð­ar­höll og tug­ir millj­arða króna verða til­tæk­ir í borg­ar­línu og tengd verk­efni. Vaxta­byrð­in á rík­is­sjóði verð­ur þó þung. Á næsta ári mun hann borga 121 millj­arð króna í slíka.
Umsækjandi hjá MAST vill rökstuðning: „Ég er vonsvikinn“
9
FréttirLaxeldi

Um­sækj­andi hjá MAST vill rök­stuðn­ing: „Ég er von­svik­inn“

Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir var ann­ar af um­sækj­end­un­um um sviðs­stjórastarf hjá Mat­væla­stofn­un sem með­al ann­ars snýst um eft­ir­lit með lax­eldi. Fiska­líf­eðl­is­fræð­ing­ur­inn Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn fram yf­ir hann og vakti ráðn­ing­in at­hygli inn­an MAST vegna já­kvæðra skrifa hans um lax­eldi hér á landi.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Eina leiðin til að halda lífinu áfram var að koma út
4
ViðtalForsetakosningar 2024

Eina leið­in til að halda líf­inu áfram var að koma út

Bald­ur Þór­halls­son bældi nið­ur eig­in kyn­hneigð frá barns­aldri og fannst hann ekki geta ver­ið hann sjálf­ur. Fyr­ir 28 ár­um tók hann ákvörð­un um að koma út úr skápn­um, það var ekki ann­að í boði ef hann ætl­aði að halda áfram með líf­ið. Nú stefna þeir Fel­ix Bergs­son á Bessastaði. „Við eig­um 28 ára ást­ríkt sam­band að baki og höf­um ekk­ert að fela,“ seg­ir Fel­ix.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Risar í landbúnaði orðnir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýnist
8
Rannsókn

Ris­ar í land­bún­aði orðn­ir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýn­ist

Laga­breyt­ing sem var fyr­ir einu og hálfu ári köll­uð „að­för að neyt­end­um“ var sam­þykkt á Al­þingi í lok síð­ustu viku með at­kvæð­um minni­hluta þing­manna. Um er að ræða af­nám á ólög­mætu sam­ráði stærstu land­bún­að­ar­fyr­ir­tækja lands­ins. Laga­breyt­ing­unni var laum­að inn í frum­varp á loka­metr­um af­greiðslu þess með mik­illi að­komu þeirra sem mest græða á henni.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár