Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Bændasamtökin krefja Alþingi um ríkisútgjöld upp á rúma 130 milljarða

Þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins lít­ur á að­komu Al­þing­is að bú­vöru­samn­ing­um sem „stefnu­mark­andi“ og er mót­fall­inn breyt­ing­um. Rík­is­stjórn­in vill að veitt­ir verði bein­ir og óbein­ir land­bún­að­ar­styrk­ir næstu tíu ár­in sem kosta rík­is­sjóð meira en kost­ar að reisa tvo nýja Land­spít­ala.

Bændasamtökin krefja Alþingi um ríkisútgjöld upp á rúma 130 milljarða

Bændasamtök Íslands ætla að bregðast við af fullum þunga ef meiriháttar efnisbreytingarar verða gerðar á frumvarpi til staðfestingar búvörusamningunum í meðförum Alþingis, svo sem ef gildistíminn verður styttur eða stuðningsgreiðslur til landbúnaðar lækkaðar. Þetta kemur fram í viðtali við Sindra Sigurgeirsson, formann Bændasamtakanna, í Fréttablaðinu í dag

„Ef þingið ákveður að gera breytingar sem raska samningstextanum sjálfum höfum við sagt að við teljum að það þýði nýjar viðræður og aðra atkvæðagreiðslu,“ segir Sigurður Eyþórsson, framkvæmdastjóri Bændasamtakanna í samtali við Stundina. „Við gerðum þennan samning við fulltrúa stjórnvalda og ætlumst til þess, eins og almennt tíðkast þegar samið er, að hinn aðilinn leiti staðfestingar sín megin eins og við gerðum.“ 

Beinir og óbeinir styrkir meira en 200 milljarðar

Samkvæmt fyrirliggjandi frumvarpi til laga um breyt­ingu á búvörulög­um, búnaðarlögum og tolla­lög­um munu ríkisútgjöld vegna búvörusamninga – einkum vegna stuðnings til nautgriparækt og sauðfjárrækt – nema 12 til 14 milljörðum á hverju ári næstu 10 árin, eða alls um 130 milljörðum. Á sama tíma nemur óbeinn stuðning­ur við íslenskan landbúnað í formi toll­vernd­ar um 8 til 10 millj­örðum á ári. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Búvörusamningar

Mest lesið

„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
1
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
Sendu skip til Grænlands
5
Erlent

Sendu skip til Græn­lands

Hinn 10. apríl 1940, dag­inn eft­ir að Þjóð­verj­ar her­námu Dan­mörku, sendi banda­ríska strand­gæsl­an skip til Græn­lands. Um borð voru James K. Pen­field, ný­út­nefnd­ur ræð­is­mað­ur, og full­trúi Rauða kross­ins. Síð­ar það sama ár hreyfði var­aut­an­rík­is­ráð­herra Banda­ríkj­anna hug­mynd­inni um banda­rísk­ar her­stöðv­ar í land­inu. Áhugi Banda­ríkja­manna á Græn­landi er sem sé ekki nýr af nál­inni.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
2
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“
Indriði Þorláksson
5
Aðsent

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld­in og lands­byggð­in

Eng­in vit­ræn rök eru fyr­ir því að hækk­un veiði­gjalds­ins leiði til þess­ara ham­fara, skrif­ar Indriði Þor­láks­son um mál­flutn­ing Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi vegna fyr­ir­hug­aðr­ar breyt­ing­ar á út­reikn­ingi veiði­gjalda. „Að sumu leyti minn­ir þessi púka­blíst­ur­her­ferð á ástand­ið vest­an­hafs þar sem fals­upp­lýs­ing­um er dreift til að kæfa vit­ræna um­ræðu,“ skrif­ar hann.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár