Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Átti að fara í blóðrannsókn til að kanna berkla en verður vísað úr landi

Hæl­is­leit­and­an­um Benjam­in Akosa verð­ur vís­að úr landi á morg­un, mánu­dag, þrátt fyr­ir að hann sé í miðj­um rann­sókn­um vegna mögu­legs berkla­smits. Hann er brenni­merkt­ur í and­liti eft­ir að hafa neit­að að taka þátt í galdra­trú fjöl­skyldu sinn­ar í Gh­ana. Norsk yf­ir­völd hafa við­ur­kennt við­kvæma stöðu hans en hyggj­ast senda hann til heima­lands­ins. Hann kall­ar á hjálp í bréfi sem hann hef­ur sent frá sér.

Útlendingastofnun hefur úrskurðað að vísa skuli Benjamin Akosa, 28 ára gömlum hælisleitanda frá Ghana, úr landi á morgun, mánudag. Hann hefur undanfarin misseri haldið til á heimili fyrir hælisleitendur í Sólheimum 17, en þar greindist einn íbúanna nýlega með berkla. Ekki liggur fyrir hvort Benjamin hafi smitast, en hann átti að fara í blóðprufu vegna mögulegs berklasmits á morgun, eða sama dag og hann verður sendur úr landi. „Benjamin átti að fara í sína síðustu blóðrannsókn á morgun en það verður ekkert af henni,“ sagði Daníel Thors, réttargæslumaður Benjamins, í samtali við Stundina í gærkvöldi. Hann bendir á að Benjamin hafi leitað læknis í krafti leyfis Útlendingastofnunar. Það skjóti því skökku við að senda hann úr landi áður en niðurstöður úr slíkum prófum liggja fyrir.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Flóttamenn

Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Flúði vændi en verður send út í annað sinn: „Ég vil að hún viti að ég reyndi allt“
FréttirFlóttamenn

Flúði vændi en verð­ur send út í ann­að sinn: „Ég vil að hún viti að ég reyndi allt“

Níg­er­ísk­ar kon­ur sem hing­að leita eft­ir dvöl á Ítal­íu hafa í mörg­um til­vik­um ver­ið neydd­ar út í vændi þar og vilja ekki snúa aft­ur, því þær vita hvað bíð­ur þeirra. Ein kvenn­anna kom aft­ur til Ís­lands ör­fá­um dög­um eft­ir að hún fékk end­ur­komu­bann til þriggja ára, því hún sá enga aðra leið út.
Segir taugaveiklun hafa gripið um sig í Sjálfstæðisflokknum í kjölfar ummæla Kristrúnar
StjórnmálFlóttamenn

Seg­ir tauga­veiklun hafa grip­ið um sig í Sjálf­stæð­is­flokkn­um í kjöl­far um­mæla Kristrún­ar

Jó­hann Páll Jó­hanns­son, þing­mað­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, sagði að tauga­veiklun hafi grip­ið um sig í Sjálf­stæð­is­flokkn­um eft­ir að Kristrún Frosta­dótt­ir steig inn í um­ræð­una um út­lend­inga­mál. Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn hafi í kjöl­far­ið ákveð­ið að kenna Sam­fylk­ing­unni um allt sem hef­ur mis­far­ist í mál­efn­um út­lend­inga. Þing­menn Við­reisn­ar og Pírata hörm­uðu í ræð­um sín­um þær breyt­ing­ar sem hafa átt sér stað á við­horfi til flótta­fólks.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu