Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Fer fyrir dóm í dag: „Ég er algjörlega saklaus, ég hata ekki neinn mann“

Fimm manns fara fyr­ir Hér­aðs­dóm Reykja­vík­ur í dag fyr­ir hat­ursorð­ræðu gegn hinseg­in fólki. Guð­fræð­ing­ur­inn Jón Val­ur Jens­son seg­ir að mál sitt sé sama og unn­ið. Fyrr­ver­andi sókn­ar­prest­ur­inn Jón Hag­barð­ur Knúts­son er einn þeirra ákærðu.

Fer fyrir dóm í dag: „Ég er algjörlega saklaus, ég hata ekki neinn mann“

Pétur Gunnlaugsson, útvarpsmaður á Útvarp Sögu, og Jón Valur Jensson, guðfræðingur, eru meðal átta einstaklinga sem eru ákærðir fyrir hatursorðræðu gegn hinsegin fólki. Þeir eru ákærðir út frá hegningarlögum númer 233, grein a, sem segir: „Hver sem með háði, rógi, smánun, ógnun eða á annan hátt ræðst opinberlega á hóp manna vegna þjóðernis þeirra, litarháttar, kynþáttar eða trúarbragða sæti sektum, varðhaldi eða fangelsi allt að 2 árum.“ 

Mál Jóns Hagbarðar Knútssonar, fyrrverandi sóknarprests, Ara Hermanns Oddssonar, framkvæmdastjóra og þríþrautarkappa, Jón Vals Jenssonar, guðfræðings og bloggara, Pétur Gunnlaugssonar útvarpsmanns og eldri borgarans Carls Jóhanns Lilliendahls er þingfest í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur. Þrjú önnur mál bíða þingfestingar. 

Þetta mál brýtur blað í sögu dómstóla á Íslandi, en þetta er í fyrsta skiptið sem slík ákæra er lögð fram vegna hatursorðræðu gegn hinsegin fólki. Þessi hegningarlög hafa aðeins einu sinni leitt til sakfellingar, en það var í máli íslenska ríkisins gegn Hlyni Frey Vigfússyni árið 2002 vegna kynþáttaníðis. 

Líkti samkynhneigð við barnaníð

Pétur GunnlaugssonPétur er ásakaður um að hafa líkt samkynhneigð við barnaníð.

Jón Hagbarður, fyrrverandi sóknarprestur Raufarhafnarkirkju, sagði: „No komment, takk, bless,“ þegar blaðamaður hafði samband við hann um málið. Hvorki náðist í Ara Hermann né Pétur Gunnlaugsson, en sá síðarnefndi líkti samkynhneigð við barnaníð í þætti sínum „Línan er laus“ á Útvarpi sögu 20. apríl 2015. Hann sagði í símatíma útvarpsstöðvarinnar í síðustu viku: „Ég er bálreiður, ég skal alveg viðurkenna það að einhver lögreglustjóri hér skuli saka mig um þetta.“ 

Í þætti sínum í apríl í fyrra ræddi Pétur við innhringjendur, varaði við hinsegin fræðslunni og tók undir umræðu um að börnum yrðu látin stunda samkynhneigt kynlíf. Einn innhringjandi, Hulda, ýjaði að því að börnin yrðu látin stunda kynlíf: „Er þetta sýnikennsla? Er þetta verkleg kennsla?“

„Ég bara vil ekki hugsa út í það einu sinni,“ svaraði Pétur. „Þarf að fara að sýna þeim, eða kenna þeim eða káfa á þeim? Hver er meiningin?“ spurði hún áfram. „Þetta er innrætingarstarfsemi. Það er alveg ljóst. Þetta er eins og trúboð,“ fullyrti Pétur þá. „Út með þetta og inn með kristnifræðsluna,“ sagði innhringjandinn að lokum.

„Styðst ekki við neitt raunverulegt“

Jón Valur Jensson guðfræðingur vísar ákærunni á bug og segist vera saklaus að öllu, og að bloggfærslurnar þrjár sem hann er ákærður fyrir vera innan ramma tjáningarfrelsis. „Þetta er algjörlega fráleit ákæra, hún styðst ekki við neitt raunverulegt og er einfaldlega ákæruvaldinu til skammar,“ segir hann.

Jón Valur JenssonJón Valur segist ekki hata neinn mann.

Umræddar bloggfærslur birtust 17. apríl, 20. apríl og 21. apríl 2015. Þær fjalla um ákvörðun bæjarstjórnar Hafnarfjarðar um hinsegin fræðslu í grunnskólum með aðstoð Samtakanna ‘78. Í færslunum gagnrýnir Jón Valur meðal annars „inngrip samkynhneigðra í í skólagöngu 6-15 ára barna“, kvartaði undan „innrætingarstarfsemi“ og „innrætingarferli“ og vitnar í skoðanakönnun Útvarps sögu með þeirri niðurstöðu að 84% væru andsnúnir hinsegin fræðslunni, en þátttakendur í könnun útvarpsstöðvarinnar eru gjarnan markhópur stöðvarinnar. „Ég tel þetta vera algjörlega unnið mál af minni hálfu. Ég er algjörlega saklaus frá því að vera með einhverja hatursorðræðu, það er bara ekki minn háttur að gera það, ég hata ekki neinn mann.“ 

Aðspurður um andstöðu sína við hinsegin fræðslu skólabarna segir hann: „Ég er bara ósáttur við það að það eigi að byrja með hana án þess að það komið nokkurn tímann til tals hjá stjórnmálaflokkunum. Það hefur aldrei neitt af þessu tagi verið borið undir þá eða á fundi með almenningi.“

Jón Valur bætti við að stór hluti sjálfstæðismanna í bæjarstjórn Hafnarfjarðar greiddu atkvæði með þessari tillögu og gaf í skyn að það væri gert af einhverri hræðslu við það að skera sig úr frá pólitískri rétthugsun. „Nítján ára bæjarfulltrúi leggur fram einhverja hálfsblaðsíðna greinargerð sem skýrir í rauninni mjög lítið um hvað á að fara fram í þessari svökölluðu hinsegin fræðslu fyrir börn frá sex ára aldri alveg upp í fimmtán. Mörgum þykir þetta algjörlega fáheyrt og ekki í lagi, sérstaklega að fá Samtökin ‘78 í þetta án þess að þeir séu taldir þurfa sérstaklega faglega menntun á sviði kynfræðslu eða kennsluréttindi.“ 

„Hatur leiðir bara af sér meira hatur“ 

Björg Valgeirsdóttir er lögmaður Samtakanna ‘78 og lagði upphaflega fram kæru gegn tíu einstaklingum í apríl 2015 fyrir þeirra hönd. Hún segir að í kjölfar tillögunar um hinsegin fræðslu í grunnskólum Hafnarfjarðar hafi samfélagsmiðlar logað af hatri án þess að lögregla, sem hefur frumkvæðisskyldu í þessum málaflokki, hafi gert nokkuð í því. Í kjölfar þess hafi Samtökin ákveðið að athafast í málinu. Lögregla lét málið falla niður án rannsóknar, en ríkissaksóknari skipaði lögreglu í nóvember 2015 að rannsaka hvort ummælin væru refsiverð. Málið hefur nú ratað til dómstóla.

Björg ValgeirsdóttirBjörg segir skoðunarfrelsi vera algjört, en að tjáning sem styður eða hvetur til haturs í garð minnihlutahópa geti verið refsiverð.

„Við vildum reyna á það hvort svona umræða sé í lagi,“ segir hún blaðamanni yfir síma. Hún bendir á að Mannréttindadómstóll Evrópu hafa komist að þeirri niðurstöðu fyrir stuttu í máli Vejdeland gegn Svíþjóð að hatursorðræða í garð hinsegin fólks sé refsiverð, og að ákvæði í íslenskum hegningarlögum séu á sama máli. „Það er mjög eðlilegt að dómstólar skeri úr um hvort að svona orðræða sé refsiverð eða ekki. Þetta er auðvitað prófmál.“ 

 „Hatur leiðir bara af sér meira hatur“

Björg segir að samtök hinsegin fólks á Íslandi hafi verið mjög öflug í mannréttindabaráttu hinsegin fólks og að markvissum árangri hafi verið náð. Hinsvegar standi hinsegin fólk frammi fyrir miklu bakslagi í dag, og telur að það þurfi að stöðva það í fæðingu áður en það nær að grassera og spilla góðum árangri. „Hatur leiðir bara af sér meira hatur, og jafnvel ofbeldi, og maður vill ekki að svona fái bara að viðgangast þegar öll þessi réttindi hafa náðst í gegn fyrir þennan minnihlutahóp sem hinsegin fólk er. Viljum við fara aftur til þess tíma sem fólk hafði ranghugmyndir um hvað það þýðir að vera hinsegin?“ 

Stendur vörð um tjáningarfrelsið 

Björg telur umræðuna vera á villigötum þegar fólk líki þessari ákæru við takmörkun á tjáningarfrelsi. „Skoðunarfrelsi er ótakmarkað, en tjáningarfrelsi takmarkast ýmist af friðhelgi einkalífs, eða af refsivernd minnihlutahópa eins og reynir á í þessum tilvikum., af því að niðrandi, smánandi, meiðandi hatursoræða í garð minnihlutahópa, og það er tiltekið í ákvæðinu út af kynþætti og kynferð, ef þú gerir það þá er tjáningin refsiverð.

„Löggjafin hefur metið það sem svo að nauðsynlegt sé að sporna gegn tjáningu sem styður eða hvetur til haturs í garð minnihlutahópa. Tjáning sem fellur að þessari skilgreiningu telst refsiverð og er um leið undanskilin stjórnarskrárvernd tjáningarfrelsisins.“ 

Ekki er að finna hvenær mál hinna þriggja einstaklinganna sem eru ákærður verður þingfest. Samtökin ‘78 kærðu einnig tvo aðra einstaklinga sem tilheyra umdæmum lögreglunnar á Suðurlandi og Suðurnesi. Ekki fengust svör frá lögreglu um stöðu þeirra rannsókna.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Það er búið að einkavæða hafið og færa örfáum á silfurfati
4
Allt af létta

Það er bú­ið að einka­væða haf­ið og færa ör­fá­um á silf­urfati

Kjart­an Páll Sveins­son, formað­ur Strand­veiði­fé­lags­ins, elsk­ar haf­ið út af líf­inu, eins og hann orð­ar það, og vill ekki að það sé tek­ið af hon­um eða öðr­um Ís­lend­ing­um. Hann seg­ir haf­ið hafa ver­ið tek­ið af þjóð­inni, einka­vætt og fært ör­fá­um á silf­urfati. Hann vill að strand­veiði fái stærri hluta úr pott­in­um og pott­ur­inn fyr­ir aðra en kvótakónga stækki.
Jón Gnarr segir að ísraelskir landnemar í Palestínu þurfi að hypja sig
5
FréttirForsetakosningar 2024

Jón Gn­arr seg­ir að ísra­elsk­ir land­nem­ar í Palestínu þurfi að hypja sig

Jón Gn­arr lýs­ir yf­ir harðri and­stöðu við stríð­ið í Palestínu í ný­legu við­tali í hlað­varp­inu Vakt­inn. Hann vill taf­ar­laust vopna­hlé, póli­tíska end­ur­nýj­un í Ísra­el og að land­töku­byggð­ir Ísra­els í Palestínu verði lagð­ar nið­ur. „Það þarf bara að jafna þetta við jörðu og segja þessu liði að hypja sig.“
Ármann um Ortus: „Hef aldrei gætt neinna annarra hagsmuna en bankans“
7
Fréttir

Ár­mann um Ort­us: „Hef aldrei gætt neinna annarra hags­muna en bank­ans“

Ár­mann Þor­valds­son, for­stjóri al­menn­ings­hluta­fé­lags­ins Kviku banka, seg­ist hafa selt hluta­bréf sín í breska fast­eigna­fé­lag­inu Ort­us til Stoða ár­ið 2018. Tveim­ur ár­um síð­ar komu Stoð­ir inn í hlut­hafa­hóp Kviku og Ár­mann kom að því sem stjórn­andi hjá Kviku að kaupa hluta­bréf­in í Ort­us til baka af Stoð­um á upp­sprengdu verði.
„Kapítalismi án samkeppni er arðrán“
10
Fréttir

„Kapí­tal­ismi án sam­keppni er arð­rán“

Í nítj­ánda þætti Pressu komu for­svars­menn Neyt­enda­sam­tak­anna, VR og Fé­lags at­vinnu­rek­anda til þess að ræða ný­leg­ar laga­breyt­ing­ar á bú­vöru­lög­um og stöðu sam­keppn­is­mála hér á landi al­mennt. Þá ræddu for­menn­irn­ir einnig ný­lega skýrslu um ólög­legt verð­sam­ráð skipa­fé­lag­anna og hugs­an­leg­ar lög­sókn­ir vegna sam­keppn­is­brot­anna.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
2
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Undirskriftir gegn Bjarna orðnar fleiri en greidd atkvæði Sjálfstæðisflokksins á höfuðborgarsvæðinu
4
Fréttir

Und­ir­skrift­ir gegn Bjarna orðn­ar fleiri en greidd at­kvæði Sjálf­stæð­is­flokks­ins á höf­uð­borg­ar­svæð­inu

Á ein­ung­is tveim­ur dög­um hafa um 34 þús­und ein­stak­ling­ar skrif­að und­ir und­ir­skriftal­ista þar sem lýst er yf­ir stuðn­ings­leysi við Bjarna Bene­dikts­son í embætti for­sæt­is­ráð­herra. Fjöldi und­ir­skrifta vex hratt og eru þær nú orðn­ar fleiri en þau at­kvæði sem Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn fékk greidd á höf­uð­borg­ar­svæð­inu í síð­ustu Al­þing­is­kosn­ing­um.
„Þetta er móðgun við okkur“
7
Fréttir

„Þetta er móðg­un við okk­ur“

Heim­ild­in ákvað að hringja í nokkra sem höfðu skrif­að und­ir und­ir­skriftal­ist­ann: Bjarni Bene­dikts­son hef­ur ekki minn stuðn­ing sem for­sæt­is­ráð­herra til þess ein­fald­lega að spyrja: hvers vegna? Svör­in voru marg­vís­leg en þau átta sem svör­uðu sím­an­um höfðu marg­vís­leg­ar ástæð­ur fyr­ir því en áttu það öll sam­eig­in­legt að treysta ekki Bjarna sök­um fer­ils hans sem stjórn­mála­manns og sér í lagi síð­ustu mán­uði þar sem hann hef­ur far­ið frá því að vera fjár­mála­ráð­herra yf­ir í það að vera ut­an­rík­is­ráð­herra og loks for­sæt­is­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Eina leiðin til að halda lífinu áfram var að koma út
3
ViðtalForsetakosningar 2024

Eina leið­in til að halda líf­inu áfram var að koma út

Bald­ur Þór­halls­son bældi nið­ur eig­in kyn­hneigð frá barns­aldri og fannst hann ekki geta ver­ið hann sjálf­ur. Fyr­ir 28 ár­um tók hann ákvörð­un um að koma út úr skápn­um, það var ekki ann­að í boði ef hann ætl­aði að halda áfram með líf­ið. Nú stefna þeir Fel­ix Bergs­son á Bessastaði. „Við eig­um 28 ára ást­ríkt sam­band að baki og höf­um ekk­ert að fela,“ seg­ir Fel­ix.
Bankasýslan getur ekki gert grein fyrir tug milljóna kaupum á þjónustu
4
Viðskipti

Banka­sýsl­an get­ur ekki gert grein fyr­ir tug millj­óna kaup­um á þjón­ustu

Frá því að til­kynnt var að leggja ætti nið­ur Banka­sýslu rík­is­ins og fram að síð­ustu ára­mót­um þá keypti stofn­un­in þjón­ustu fyr­ir 57,4 millj­ón­ir króna. Hún get­ur ekki svar­að því nema að hluta af hverj­um hún keypti þessa þjón­ustu. Mest af því sem stofn­un­in get­ur gert grein fyr­ir fór til Logos, eða alls 15,3 millj­ón­ir króna á átta mán­uð­um í fyrra.
Nýjar ógnir blasa við Íslendingum
5
Úttekt

Nýj­ar ógn­ir blasa við Ís­lend­ing­um

Ís­land get­ur orð­ið skot­mark í styrj­öld sem veik­asti hlekk­ur­inn í varn­ar­keðju Vest­ur­landa. Don­ald Trump hafn­ar skuld­bind­ingu Banda­ríkj­anna til að verja NATO-ríki sem borga ekki sinn skerf, en Ís­land er lengst frá því af öll­um. Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir, fyrr­ver­andi ut­an­rík­is­ráð­herra, seg­ir varn­ar­samn­ing­inn við Banda­rík­in hafa „af­skap­lega tak­mark­að gildi“.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Risar í landbúnaði orðnir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýnist
8
Rannsókn

Ris­ar í land­bún­aði orðn­ir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýn­ist

Laga­breyt­ing sem var fyr­ir einu og hálfu ári köll­uð „að­för að neyt­end­um“ var sam­þykkt á Al­þingi í lok síð­ustu viku með at­kvæð­um minni­hluta þing­manna. Um er að ræða af­nám á ólög­mætu sam­ráði stærstu land­bún­að­ar­fyr­ir­tækja lands­ins. Laga­breyt­ing­unni var laum­að inn í frum­varp á loka­metr­um af­greiðslu þess með mik­illi að­komu þeirra sem mest græða á henni.
Halla nú ósammála mörgu sem hún beitti sér fyrir sem framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs
10
FréttirForsetakosningar 2024

Halla nú ósam­mála mörgu sem hún beitti sér fyr­ir sem fram­kvæmda­stjóri Við­skipta­ráðs

Ár­ið 2007 mælti Halla Tóm­as­dótt­ir, sem þá var fram­kvæmda­stjóri Við­skipta­ráðs, fyr­ir breyt­ing­um til þess að Ís­land gæti orð­ið „best í heimi.“ Þar á með­al var að setja á flata og lága skatta, einka­væða há­skóla og heil­brigðis­kerfi, einka­væða nátt­úru­auð­lind­ir og stór­auka ensku­kennslu. Heim­ild­in kann­aði hver við­horf Höllu væru til mála­flokk­anna í dag.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár