Fréttir

Algjör óvissa á Fréttatímanum

Enginn hefur mætt til vinnu á ritstjórn Fréttatímans frá því að síðasta tölublað kom út 7. apríl síðastliðinn.

Gunnar Smári Egilsson Undirbýr nú stofnun Sósíalistaflokks Íslands á meðan fyrrverandi undirmenn hans á Fréttatímanum bíða svara um hver framtíð þeirra í starfi verður. Mynd: Sigtryggur Ari / DV

Enn blasir algjör óvissa við starfsfólki Fréttatímans, sem er engu nær um hver framtíð blaðsins verður. Það bíður nú frétta af endurskipulagningu rekstrarins og því hvort takist að fá nýja fjárfesta að borðinu. Þeim hafa engar fréttir borist frá stjórnendum frá því fyrir síðustu helgi. Enn hafa níu starfsmenn ekki fengið greidd laun fyrir vinnu sína. Eftir því sem Stundin kemst næst voru þeir sem fengu greidd laun þeir starfsmenn sem unnu við síðasta útgefna tölublað Fréttatímans, sem kom út 7. apríl. Ekki liggur fyrir hvort Gunnar Smári Egilsson, fyrrverandi útgefandi og annar ritstjóra, hafi fengið greidd laun. 

Blaðamaður Stundarinnar óskaði eftir viðtali við Þóru Tómasdóttur, hinn ritstjóra Fréttatímans, en hún vildi ekki tjá sig frekar en hún hefur gert í fjölmiðlum síðustu daga, enda hefði hún engar nýjar fréttir. Í viðtali á Vísi síðastliðinn fimmtudag, þegar ljóst var að ekki kæmi út blað á laugardegi, sagði hún: „Hluti starfsfólks ...

Skráðu þig inn til að lesa

Þú færð 4 greinar fríar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins 1.190 krónum á mánuði. Leiðbeiningar má nálgast á stundin.is/leidbeiningar.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið í dag

Pistill

Baráttan um heilbrigðiskerfið er barátta fyrir lýðræði

Pistill

Vaxandi misskipting

Fréttir

Landlæknir leiðréttir „misskilning“ Óttars – lagatúlkun ráðuneytisins opni á einkavæðingu heilbrigðiskerfisins

Fréttir

Páll vill sýna United Silicon skilning: „Það getur kviknað í hverju sem er“

Úttekt

Nýlendur unga fólksins

Pistill

Burt með grasið, lifi mosinn!

Mest lesið í vikunni

Viðtal

Heimsækja allar kirkjur á höfuðborgarsvæðinu

Pistill

Um kosti þess að búa á Íslandi

Úttekt

Björn Ingi fékk kúlulán meðfram lundafléttu

Fréttir

Segir Viðskiptablaðið fara með dylgjur og lygar

Pistill

Ótrúlegt nokk: Norður-kóreski herinn er sá stærsti í heimi

Pistill

Ísland efnahagsbrotalaust land 2020