Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Bréf til þolandans í nauðgunarmálinu: „Frávísun máls er ekki sýkna“

Sam­tök­in Aktív­ist­ar gegn nauðg­un­ar­menn­ingu hafa gef­ið yf­ir­lýs­ingu vegna nið­ur­fell­ing­ar hér­aðssak­sókn­ara á Hlíða­mál­inu svo­kall­aða. „Skömm­inni hef­ur þú skil­að á sinn stað með kær­unni og fyr­ir það máttu vera stolt af sjálfri þér, þetta krefst mik­ils styrks.“

Bréf til þolandans í nauðgunarmálinu: „Frávísun máls er ekki sýkna“

Samtökin Aktívistar gegn nauðgunarmenningu hafa gefið út yfirlýsingu vegna niðurfellingar héraðssaksóknara á máli sem varðar mennina tvo sem kærðir voru fyrir að nauðga konu í íbúð í Hlíðunum. Í yfirlýsingunni er konan sem kærði mennina ávörpuð:

„Vegna fregna af frávísun í nauðgunarmáli kenndu við Hlíðarnar senda undirritaðar hlutaðeigandi konu/þolanda baráttu- og samúðarkveðjur. Það er þyngra en tárum taki að horfa uppá enn eitt málið í þessum brotaflokki enda með frávísun, en líkt og fram hefur komið er sönnunarbyrði þessara mála þung og landslagið sem horfir við þolendum óvægið og gerendavænt með meiru. Við þig, hugrakka kona (og aðra þolendur í svipaðri stöðu), viljum við segja eftirfarandi: Þú ert ekki ein, við stöndum með þér og hugsum hlýtt til þín. Skömminni hefur þú skilað á sinn stað með kærunni og fyrir það máttu vera stolt af sjálfri þér, þetta krefst mikils styrks. Mundu einnig að frávísun máls er ekki sýkna. Einnig viljum við senda konunni sem á málið sem er enn til meðferðar hjá saksóknaraembættinu baráttukveðjur.

Aktívistar gegn nauðgunarmenningu: María Lilja Þrastardóttir, Brynhildur Yrsa Valkyrja Guðmundsdóttir, Linda Björk Eiríksdóttir, Benedikta Ketilsdóttir, Hildur Lilliendahl Viggósdóttir, Sóley Tómasdóttir, Steinunn Ýr Einarsdóttir, Elísabet Ýr Atladóttir, Ósk Gunnlaugsdóttir, Birgitta Sigurðardóttir, Hildur Guðbjörnsdóttir, Bjarndís Helga Tómasdóttir, Hugrún Jónsdóttir, Áslaug Hauksdóttir, Særún Magnea Samúelsdóttir, Aðalheiður Jóhannsdóttir, Bára Jóhannesdóttir Guðrúnardóttir, Sigrún Huld Skúladóttir, Fjóla Dísa Skúladóttir, Brynhildur Björnsdóttir, Saga Kjartansdóttir, Erla E. Völudóttir, Edda Ýr Garðardóttir, Guðný Elísa Guðgeirsdóttir, Helga D. Í. Sigurðardóttir, Kristín I. Pálsdóttir og Sóley Björk Stefánsdóttir“

Fer fram á skaðabætur

RÚV greindi frá því fyrr í dag að héraðssaksóknari hefði fellt niður annað mál sem varðar mennina tvo kærðir voru fyrir að nauðga konu í íbúð í Hlíðunum. Málið vakti mikla athygli þegar það kom upp og var það einna helst vegna lýsingar Fréttablaðsins á íbúðinni sem var sögð „útbúin til nauðgana“. Mennirnir voru ekki látnir sitja gæsluvarðhaldi og vakti það mikla reiði. Mótmæli fóru fram fyrir utan lögreglustöðina á Hverfisgötu og voru mennirnir nafngreindir á samfélagsmiðlum.

Þess ber að geta að um var að ræða tvær nauðgunarkærur og er önnur þeirra enn til meðferðar hjá héraðssaksóknara. Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson, lögmaður mannanna, hefur fram á 20 milljónir króna í skaðabætur frá Fréttablaðinu. Kristín Þorsteinsdóttir, aðalritstjóri Fréttablaðsins, sagði á sínum tíma að fréttin hefði verið „bara góð blaðamennska“ og sá enga ástæðu til að biðjast afsökunar eða greiða skaðabætur. „Það er eitt að kæra en annað þegar búið er að ákæra og niðurstaða liggur fyrir í dómsmáli - fjölmiðlar verða að fara sér hægt í að sakfella menn á síðum blaðanna og fólk ætti ekki að setjast of snemma í dómarasætið,“ hefur RÚV eftir Vilhjálmi sem segist ætla að halda til streitu skaðabótamálinu.

Vilhjálmur Hans hefur ennfremur kært konurnar tvær fyrir rangar sakargiftir og aðra þeirra fyrir kynferðisbrot. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Kynferðisbrot

„Strákar sem mér hefði aldrei dottið í hug að væru að stunda þetta“
Viðtal

„Strák­ar sem mér hefði aldrei dott­ið í hug að væru að stunda þetta“

Krist­björg Mekkín Helga­dótt­ir varð fyr­ir sta­f­rænu kyn­ferð­isof­beldi ný­byrj­uð í mennta­skóla. Hún fékk ábend­ingu frá vini sín­um að mynd sem hún hafði að­eins ætl­að kær­asta sín­um væri kom­in í dreif­ingu. Frá þeirri stundu hef­ur Krist­björg fylgst með síð­um þar sem slík­ar mynd­ir fara í dreif­ingu, lát­ið þo­lend­ur vita og hvatt þá til að hafa sam­band við lög­regl­una, en þeir sem dreifi þeim séu bara „strák­ar úti í bæ“.
Segist hafa fengið „gríðarlegan stuðning“ eftir sýknudóminn
FréttirKynferðisbrot

Seg­ist hafa feng­ið „gríð­ar­leg­an stuðn­ing“ eft­ir sýknu­dóm­inn

Mað­ur á sex­tugs­aldri sem ját­aði að hafa strok­ið þroska­skertri konu með kyn­ferð­is­leg­um hætti og lát­ið hana snerta lim sinn ut­an klæða var sýkn­að­ur í Hér­aðs­dómi Suð­ur­lands ár­ið 2017. Hann er ánægð­ur með með­ferð­ina sem hann fékk í ís­lensku rétt­ar­kerfi. „Ég var í sam­bandi við móð­ur stúlk­unn­ar með­an á þessu stóð og þau buðu mér heim í kaffi,“ seg­ir hann.

Mest lesið

Skuldir á hvern íbúa í Garðabæ og Hafnarfirði nálgast tvær milljónir króna
2
Greining

Skuld­ir á hvern íbúa í Garða­bæ og Hafnar­firði nálg­ast tvær millj­ón­ir króna

Mik­ið er skegg­rætt um fjár­hags­stöðu sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þeg­ar horft er á skulda­stöðu þess hluta rekst­urs þeirra sem er fjár­magn­að­ur með skatt­tekj­um er stað­an skást í Kópa­vogi og Reykja­vík en versn­ar hrað­ast í Garða­bæ og á Seltjarn­ar­nesi, þar sem veltu­fé frá rekstri var nei­kvætt í fyrra. Hafn­ar­fjörð­ur er eina sveit­ar­fé­lag­ið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem var með veltu­fjár­hlut­fall, sem seg­ir til um getu sveit­ar­fé­lags til að borga skuld­ir sín­ar, um­fram það sem æski­legt er. Heim­ild­in rýndi í árs­reikn­inga sveit­ar­fé­lag­anna.
Læknir segir lífi Blessing ógnað með brottvísun
5
Fréttir

Lækn­ir seg­ir lífi Bless­ing ógn­að með brott­vís­un

Lækn­ir á Land­spít­ala seg­ir að það sé ófor­svar­an­legt með öllu út frá lækn­is­fræði­legu sjón­ar­miði að Bless­ing Newt­on frá Níg­er­íu verði vís­að úr landi á morg­un. Hún sé með sex æxli í legi og lífs­nauð­syn­legt að hún hafi greið­an að­gang að bráða­þjón­ustu. Bless­ing er nú í gæslu­varð­haldi á Hólms­heiði að sögn lög­manns henn­ar. Hann seg­ir lækn­is­vott­orð­ið þess eðl­is að ekki sé ann­að hægt en að fresta fram­kvæmd brott­vís­un­ar.
„Óviðunandi“ að bíða í þrjú ár – Var læstur inni árum saman
8
FréttirFatlað fólk beitt nauðung

„Óvið­un­andi“ að bíða í þrjú ár – Var læst­ur inni ár­um sam­an

Þriggja ára bið eft­ir ráð­gjöf frá sér­fræðiteymi um að­gerð­ir til að draga úr beit­ingu nauð­ung­ar í þjón­ustu við fatl­að fólk er óvið­un­andi að mati fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráðu­neyt­is­ins. Það var hins veg­ar sá tími sem Ak­ur­eyr­ar­bær beið eft­ir ráð­gjöf­inni í máli Sveins Bjarna­son­ar sem var læst­ur inni í íbúð á veg­um bæj­ar­ins. Ráðu­neyt­ið ít­rek­ar þó ábyrgð þeirra sem beita slíkri nauð­ung.
Menning mótmæla í Bandaríkjunum gleymd og grafin
9
GreiningÁrásir á Gaza

Menn­ing mót­mæla í Banda­ríkj­un­um gleymd og graf­in

Nú­tíma­saga Banda­ríkj­anna er mót­uð af kröft­ug­um mót­mæla­hreyf­ing­um. Mót­mæli gegn Víet­nam­stríð­inu og fyr­ir rétt­inda­bar­áttu þeldökkra og annarra minni­hluta­hópa höfðu áhrif á stjórn­mála­vit­und heilla kyn­slóða. Mót­mæli há­skóla­nema þessa dag­ana gegn fjár­hags­leg­um tengsl­um há­skóla sinna við Ísra­el og gegn stríð­inu á Gaza mæta þó harka­legri vald­beit­ingu yf­ir­valda. Sögu­legi bak­sýn­is­speg­ill­inn dæm­ir slík­ar að­gerð­ir hart.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Samsæriskenningar um forsetaframbjóðendur
4
FréttirForsetakosningar 2024

Sam­særis­kenn­ing­ar um for­setafram­bjóð­end­ur

Sam­særis­kenn­ing­ar um fram­bjóð­end­ur til for­seta Ís­lands hafa lát­ið á sér kræla, sér­stak­lega hvað varð­ar tengsl við Al­þjóða­efna­hags­ráð­ið og meint­ar fyr­ir­ætlan­ir þess um heims­yf­ir­ráð. Stjórn­mála­sál­fræð­ing­ur seg­ir kenn­ing­arn­ar ekki eiga við rök að styðj­ast þótt vissu­lega sitji valda­mik­ið fólk í ráð­inu.
Telja frumvarpið gert fyrir fjármálafyrirtæki sem fá auknar þóknanir verði það að lögum
9
Skýring

Telja frum­varp­ið gert fyr­ir fjár­mála­fyr­ir­tæki sem fá aukn­ar þókn­an­ir verði það að lög­um

Al­þýðu­sam­band Ís­lands (ASÍ) og Sam­tök at­vinnu­lífs­ins eru sam­mála um að frum­varp sem á að heim­ila að­komu eign­a­stýr­inga fjár­mála­fyr­ir­tækja að því að fjár­festa við­bót­ar­líf­eyr­is­sparn­að fólks sé í besta falli ekki tíma­bær. ASÍ seg­ir að eng­in al­menn krafa sé uppi í sam­fé­lag­inu um þetta. Ver­ið sé að byggja á hug­mynd­um fyr­ir­tækja sem sjá fyr­ir sér að græða á um­sýslu verði frum­varp­ið að lög­um.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
2
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
8
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár