Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Ævintýraheimur í Laugardalnum

Allie Doersch ólst upp í Col­orado og gekk í lista­há­skóla í Flórída þar sem hún lærði myndskreyt­ing­ar og kynnt­ist eig­in­manni sín­um, Guð­jóni Erni Lárus­syni. Nú hef­ur hún bú­ið á Ís­landi í tvö ár, vinn­ur sem teikn­ari hjá Öss­uri, syng­ur með pönk­hljóm­sveit­inni Tófu og var að klára myndskreyt­ing­ar við barna­bók. Hún seg­ir myrkr­ið og hvítu vegg­ina á Ís­landi hafa ver­ið þrúg­andi í fyrstu en það hef­ur hún leyst með því að skapa lit­rík­an æv­in­týra­heim í tveggja her­bergja íbúð í Laug­ar­daln­um.

Að koma inn í kjallaraíbúð hjónanna Allie Doersch og Guðjóns Arnar Lárussonar í Laugardalnum er eins og að ganga inn í ævintýraheim. Þótt íbúðin sé lítil er hver krókur og kimi nýttur undir óvenjulegt skraut og litríkar myndir sem að sögn Allie var hennar leið til að vinna gegn myrkrinu og þeim sið Íslendinga að hafa alla veggi hvíta. Auk þess sem hún fullyrðir að hver einasti hlutur hafi tilfinningalegt gildi fyrir sig. „Allt hérna inni endurspeglar líf mitt,“ segir hún. „Sumum finnst þetta flott en aðrir kunna ekki að meta það,“ bætir hún við og hlær.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár