Auglýsingin hverfur eftir stutta stund...
Loka

Ætlar að verða númer eitt í heiminum

Með einlægni og afslappaðri framkomu en fyrst og fremst ótrúlegum hæfileikum hefur Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur tekist að kveikja áhuga jafnvel mestu andsportista á golfíþróttinni. Hún hefur stokkið upp um meira en 300 sæti á heimslistanum á nokkrum mánuðum og hefur engar áætlanir um að hægja á sér. Hún stefnir þvert á móti í allra fremstu röð og lætur sig dreyma um að verða létta kvenútgáfan af svissnesku tennisstjörnunni Roger Federer, hennar helstu fyrirmynd.

Það er ekki hlaupið að því að ná í skottið á Ólafíu Þórunni. Það er ekki svo að hún vilji forðast viðtal, heldur hefur hún í meira en nógu að snúast þá fáu daga sem hún staldrar við á landinu. Hún þarf að svara spurningum fjölmiðla, sitja fundi með styrktaraðilum og halda fyrirlestur, svona fyrir utan að hitta fjölskylduna sem stendur henni nærri og hún hittir allt of sjaldan. Svo þarf hún auðvitað að hitta tannlækninn sinn, enda enn að jafna sig eftir stóra skurðaðgerð á kjálka sem hún gekkst undir í desember. Við hittumst einmitt eftir viðtal hennar við tannlækninn og samtalið hefst því á lýsingum á því hvernig efri kjálkinn var skorinn frá og færður til. „Það var allt losað,“ segir hún og bendir á efri hluta andlits síns. „Nefið á mér var meira að segja losað frá og læknirinn þurfti að sauma nasavænginn aftur niður. Sem betur fer sagði hann mér ekki frá þessu fyrir fram. Nefið á mér er ennþá dálítið skrýtið, ég er enn þá dálítið aum en þetta er allt að koma. Núna mætast tennurnar á réttan hátt og svo fæ ég þessi fínu kinnbein í bónus líka, þar sem efri kjálkinn var tekinn fram. Ég er samt ennþá dálítil bolla í andlitinu, því maður verður dálítið þrútinn og bólginn í 4–5 mánuði eftir aðgerð, en eftir svona tvo mánuði verð ég orðin venjuleg aftur!“

Hún segir frá þessu brosandi, eiginlega hálfhlæjandi, og sú tilfinning vaknar að þarna fari manneskja sem taki áskorunum með jafnaðargeði og brosi á vör. Það er einmitt þannig sem hún birtist á golfvellinum og í viðtölum. Úr því að hún lýsir því brosandi hvernig tannlæknirinn fletti upp á henni andlitinu má leiða að því líkum að svona sé hún raunverulega innréttuð. „Já, ætli ég sé ekki frekar jákvæð. Ég reyni líka að vera í kringum jákvætt fólk sem mér finnst gaman að vera með. Þeir sem eru í einhverri fýlu mega bara eiga sig. Ég er mjög tjilluð, kannski stundum aðeins of tjilluð. Thomas, kærastinn minn, er frá Þýskalandi og hann getur verið mjög agaður og skipulagður. Hann hefur reyndar kennt mér að skipuleggja líf mitt aðeins betur.“

 

Skráðu þig inn til að lesa

Þú færð 4 greinar fríar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins 1.190 krónum á mánuði. Leiðbeiningar má nálgast á stundin.is/leidbeiningar.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið í dag

Viðtal

Foreldrunum ráðlagt að láta hann frá sér

Viðtal

Ekkert feimin við að berjast fyrir sínu

Fréttir

Kennarar lifa ekki dæmigerðu lífi af launum sínum

Pistill

Allar hrakspár reyndust réttar, engin von rættist

Pistill

Elsku þolandi

Fréttir

Brynjar óttast að neikvæð umræða skaði bankakerfið

Mest lesið í vikunni

Viðtal

„Það er ekki hægt að dæma látinn mann“

Viðtal

Foreldrunum ráðlagt að láta hann frá sér

Viðtal

Ekkert feimin við að berjast fyrir sínu

Fréttir

Nichole gagnrýnir RÚV fyrir að gefa Mikael „mikið svigrúm“ og segir að dregin sé upp dökk mynd af sér

Viðtal

Erfiðara að berjast við kerfið en að eiga barn með Downs

Fréttir

Stjórnarliðar gagnrýna Mikael Torfason vegna ummæla hans um fátækt á Íslandi