Fréttir

Aðeins þau sem hafa milljón á mánuði í laun telja almennt Ísland vera á réttri leið

Meirihluti þeirra sem eru með milljón krónur eða meira í mánaðarlaun telja að Ísland sé á réttri leið. Meirihluti landsmanna telur að „hlutirnir séu á rangri braut“ á Íslandi. 68 prósent fólks með meðallaun trúir því að Ísland sé á rangri leið.

Reykjavík Íbúar höfuðboprgarsvæðisins eru líklegri til að telja Ísland á réttri leið en þeir sem búa á landsbyggðinni, eða 49 prósent á móti 39 prósent landsbyggðarfólks. Mynd: Shutterstock

Ísland er á rangri braut vegna spillingar í fjármálum og stjórnmálum, félagslegs ójöfnuðar og hnignunar velferðarkerfisins, siðferðisins og menntunar, samkvæmt áliti meirihluta þjóðarinnar.

Niðurstöður nýbirtrar könnunar MMR eru að 54,3 prósent landsmanna álíta að almennt séð, séu hlutirnir „á rangri braut“ á Íslandi. 45,7 prósent telja að „hlutirnir séu að þróast í rétta átt á Íslandi“.

Þeir tekjuhæstu jákvæðir á þróunina

Afgerandi munur er á afstöðu fólks eftir því hversu miklar tekjur það hefur. Þannig eru Íslendingar með meira en milljón krónur í mánaðarlaun langsamlega jákvæðastir á þróun mála. 56 prósent þeirra telja Ísland á réttri leið. Á móti eru 68 prósent þeirra sem hafa 400 til 600 þúsund í mánaðarlaun, eða með meðallaun, á þeirri skoðun að Ísland sé á rangri braut. 

Mest afgerandi er munurinn eftir stuðningi við stjórnmálaflokka. Þannig telja 80 prósent stuðningsfólks Viðreisnar Ísland vera á réttri leið og 82 prósent stuðningsfólks Sjálfstæðisflokks, en 79 prósent Pírata telja Ísland á rangri braut. Slagorð Sjálfstæðisflokksins fyrir síðustu kosningar var „Á réttri leið“. Slagorð Pírata var hins vegar „Endurræsum Ísland“.

Stuðningur eftir ýmsum breytumHáar tekjur og stuðningur við Sjálfstæðisflokk eða Viðreisn eru með mesta fylgni við trú á að Ísland sé á réttri leið.

Áhyggjur af spillingu lita sýn á samfélagið allt

Þátttakendur í könnuninni voru spurðir hvaða atriðum þeir hefðu mestar áhyggjur af á Íslandi eða í íslensku samfélagi. Þeir gátu valið þrjú atriði. Meðal þeirra sem höfðu áhyggjur af spillingu í fjármálum og/eða viðskiptum töldu 68 prósent Ísland vera á rangri braut. Af þeim sem nefndu fátækt og/eða ójöfnuð töldu 66 prósent Ísland á rangri leið, 65 prósent viðhald velferðarkerfisins og 63 prósent menntun.

Þau sem hafa áhyggjur af glæpum og ofbeldi telja hins vegar Ísland á réttri leið, eða í 80 prósent tilvika. Fólk sem hefur áhyggjur af ofþyngd barna taldi Ísland almennt á réttri leið í 73 prósent tilvika. 

Þannig má sjá að fólk sem hefur áhyggjur af spillingu, siðferðishnignun, velferðarkerfinu og ójöfnuði, yfirfærir áhyggjur sínar á þróun samfélagsins almennt, fremur en þeir sem hafa áhyggjur af glæpum, ofbeldi og ofþyngd barna.

Áhyggjur af spillingu og hnignun siðferðisMeirihluti Íslendinga telur spillingu, siðferði og jöfnuð vera á rangri braut á Íslandi.

 

 

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið í dag

Fréttir

Misskilningur í Costco: „Þá væri kíló mun dýrara en úr venjulegri búð“

Pistill

Stoppum Sjálfstæðisflokkinn!

Fréttir

Sigríður Andersen fer gegn mati hæfisnefndar og vill skipa eiginkonu þingmanns í Landsrétt

Pistill

Blekkingarleikur heilsusvikara

Úttekt

Loftmengun í Reykjavík eins og í milljónaborgum erlendis

Pistill

Tökum lestina!

Mest lesið í vikunni

Pistill

Costco: Musteri græðginnar

Fréttir

Nichole vill setja stjórn yfir Landspítalann svo forstjórinn hætti að „betla pening“

Fréttir

Misskilningur í Costco: „Þá væri kíló mun dýrara en úr venjulegri búð“

Fréttir

Stefnt að fækkun lögreglumanna næstu árin

Blogg

Fordómar gagnvart ákveðnum dýrategundum

Pistill

Stoppum Sjálfstæðisflokkinn!