Þessi færsla er meira en 7 ára gömul.

Frábær pitsastaður

Það er alltaf gaman að upplifa hið óvænta.  Sérstaklega þegar kemur að mat og þessháttar.  Ég er bara komin á þann aldur að matur er hættur að svipta mér upp í hæðirnar eins og áður fyrr þegar bragðlaukarnir mínir voru nýorpnir og ólífurnar brögðuðust alveg upp í ennisholurnar.  

En þetta er allt í uppnámi því ég bragðaði bestu pitsu sem ég hef smakkað í kvöld.  Ég er reyndar svolítið bíasaður því dóttir mín vinnur á þessum stað. Hún var svo sæt að bjóða bræðrum sínum og Villa vini þeirra -og mér í pitsaveislu.  Þetta var reyndar í fyrsta skiptið sem hún býður mér út að borða og ég klökknaði allur upp . . Ákveðin tímamót satt best að segja.  

Staðurinn heitir Íslenska Flatbakan og er í Bæjarlind.

Bessi fékk sér það sama og alltaf.  Leó líka og Villi fékk sér pitsu með skínku.  Ég fékk mér hinsvegar pitsu sem heitir "Sú góðhjartaða" og er með þessu:

Súrdeigs botn, sterk sósa, vegan ostur, vegan chorizo, bananar, laukur, jalapeno, ananas, salthnetur, chili krydd.

Svona leit hún út þegar ég var búin að skera hana í fernt.

Í stuttu máli þá var þetta ein allra besta pitsa sem ég hef bragðað.  Alveg frábær og eins og ferskur vatnsúði í ásjónu hins örþreytta á Dominos.

Já. Þetta var fínasta pitsa og óhætt að mæla með henni.  Ég varð svo æstur að ég fór í leifarnar frá stráknunum (hvernig stendur á því að börn borða ekki skorpuna.  Hvaða satanísku kraftar eru þar að spilla fyrir?)

Hérna er svo mynd af Leó og Villa í banastuði.  

Strákarnir voru ferlega skemmtilegir og hlógu mikið þegar þeir lásu upp úr matseðlinum.  Ekki veit ég hvað hlægði þá svo mjög en ég hló þegar ég heyrði þá tala saman um hið daglega amstur æskunnar.  

Spurningin. . . "Hvað ertu búinn að missa margar tennur". . . kom og var svarað samviskulega af þremur ánægðum vinum undir bílaþvottastöð í Kópavoginum.

S

Það er óhætt að mæla með Íslensku flatbökunni.  

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Nýtt efni

Loka auglýsingu