Þessi færsla er meira en 7 ára gömul.

Ábending til Proppé

Núna munu stjórnarmyndunarviðræður vera í fullum gangi.  Það er allt gott og blessað. Mál eru sett á oddinn, þau eru rædd fram og aftur og málamiðlanir koma fram og þeim er síðan raðað upp í stjórnarsáttmála.

Mál eins og búvörusamningurinn, möguleg aðild að ESB og framtíð kvótakerfisins verða ugglaust undir og vonandi næst eitthvað fram sem gæti þokað okkur eitthvað áfram.

Ég vil þó minna á eitt óréttætismál sem gleymist oft.

Stóru álfyrirtækin sem starfa á Íslandi borga enga skatta.  Það er alveg skelfilega óréttlátt því við fórnum fallegu landi undir virkjanagímöld, orkan er síðan seld á gjafverði og svo eins og til að bíta höfuðið af skömminni, borga álfyrirtækin enga skatta og beita fyrir sig ómerkilegum bókhaldsbrellum í því samhengi.

Það væri heillaráð að taka þetta mál og setja í stokkinn þegar kemur að því að sauma saman stjórnarsáttmála.

Allir eiga nefnilega að borga skatta. 

 

-Allir.

 

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Nýtt efni

Loka auglýsingu