Þessi færsla er meira en 8 ára gömul.

Svör utanríkisráðuneytisins

Svör utanríkisráðuneytisins

Ég hafði ekki fyrr bloggað um upplýsingabeiðnir mínar til utanríkisráðuneytsins en mér bárust svör við þeim. Starfsmaður ráðuneytisins gaf mér þær skýringar að svörin höfðu nú þegar verið afgreidd fyrir þó nokkru síðan en fyrir mannleg mistök hafi láðst að senda þau. Því fylgdi afsökunarbeiðni sem ég tek góða og gilda og birti svörin hér með:

Svör við fyrri fyrirspurn þinni, 24. september, kl. 18:37 

Í ljósi yfirlýsingar utanríkisráðuneytisins um samskipti vegna ákvörðunar borgarstjórnar sem birtist á vef ráðuneytisins í dag (http://www.utanrikisraduneyti.is/frettir/nr/8492) óska ég eftir eftirfarandi upplýsingum.

-        Hvaða stefna Íslands gagnvart Ísrael var áréttuð í þeim samskiptum sem rakin eru í yfirlýsingunni?

SVAR:
Að það sé ekki stefna íslenskra stjórnvalda að setja viðskiptabann á Ísrael.

Ísland og Ísrael hafa í gegnum tíðina átt vinsamleg samskipti og var Ísland meðal annars í forgöngu þjóða innan Sameinuðu þjóðanna sem beitt sér fyrir stofnun Ísraelsríkis árið 1948. Pólitísk samskipti á ráðherrastigi og embættismannastigi eru töluverð og í gildi er fríverslunarsamningur á milli EFTA og Ísrael. Þá kemur nokkur fjöldi ísraelskra ferðamanna til Íslands ár hvert og menningartengsl eru fyrir hendi.
Íslensk stjórnvöld hafa í gegnum árin og við ýmis tækifæri (einnig fyrir viðurkenningu á sjálfstæði Palestínu) fordæmt landtöku Ísraela á Vesturbakkanum og í Austur Jerúsalem og telja hana skýrt brot á alþjóðalögum. Þá tekur fríverslunarsamningur EFTA við Ísrael ekki til landtökusvæðanna.


-        Hvaða misskilningur var leiðréttur?

SVAR:
Að íslensk stjórnvöld hafi sett eða hyggist setja viðskiptabann á Ísrael, að það sé stefna stjórnvalda að gera slíkt, að gyðingahatur sé við lýði á Íslandi, að gyðingum sé ekki óhætt að ferðast til Íslands, svo sitthvað sé talið.


-        Hvernig var misskilningurinn leiðréttur?

SVAR:
Í samtölum og í tölvupóstum.


-        Þó þess sé ekki getið í yfirlýsingunni, né eldri yfirlýsingu ráðuneytisins um sama efni (http://www.utanrikisraduneyti.is/frettir/nr/8488), var það yfirlýst markmið umræddrar sniðgöngutillögu borgarstjórnar að þrýsta á um að Ísraelsríki léti af hernámi á landsvæði Palestínumanna*. Er það stefna íslenskra stjórnvalda að styðja við þetta markmið?

SVAR:
Þess var reyndar getið í fyrstu tilkynningu ráðuneytisins
http://www.utanrikisraduneyti.is/frettir/nr/8485 en þar segir: „Meirihluti borgarstjórnar Reykjavíkur ákvað á fundi sínum í vikunni að fela skrifstofu borgarstjóra í samvinnu við innkaupadeild Reykjavíkurborgar að undirbúa og útfæra sniðgöngu Reykjavíkurborgar á ísraelskum vörum meðan hernám Ísraelsríkis á landsvæði Palestínumanna varir...“

Hvað markmiðið varðar, þá hafa íslensk stjórnvöld í gegnum árin og við ýmis tækifæri (einnig fyrir viðurkenningu á sjálfstæði Palestínu) fordæmt landtöku Ísraela á Vesturbakkanum og í Austur Jerúsalem og telja hana skýrt brot á alþjóðalögum. Þá tekur fríverslunarsamningur EFTA við Ísrael ekki til landtökusvæðanna.


-        Var í samskiptum utanríkisráðuneytisins um málið lögð áhersla á að árétta að sniðgöngu Reykjavíkurborgar var ætlað að vara aðeins meðan hernám Ísraelsríkis á landsvæði Palestínumanna varir?

SVAR:
Það var tekið fram, a.m.k. í hluta þeirra pósta og samtala sem áttu sér stað. Erfitt er að fullyrða um hvað nákvæmlega fór á milli starfsmanna og þeirra sem hringdu, þar sem samtölin voru ekki tekin upp.


Jafnframt er óskað eftir afriti af stöðluðum texta sem notaður var til að svara þeim tölvupóstum sem utanríkisráðuneytinu bárust um málið, sé hann til. Sé hann ekki til er óskað eftir afriti af dæmigerðum texta.

Afrit af dæmigerðu svari:



Dear __,

The Icelandic government last weekend discussed the resolution by the ruling majority of Reykjavik City Council to implement a boycott of Israeli products, “for as long as the Israeli occupation of Palestinian territory continues”, as the resolution has it.

The government reiterated an earlier statement by the Foreign Ministry that the City Council’s decision is not in line with Iceland‘s foreign policy nor should it be seen to reflect on Iceland‘s relations with Israel.

The Foreign Ministry has pointed out that municipal councils, like other public entities, are bound by rule of  law. Thus the City of Reykjavik must conduct its decision-making in line with the law and decisions must not be in breach of current legislation, including legislation on public procurement, according to which it is prohibited to discriminate between enterprises on the basis of nationality or other related criteria.

On 22 September, the City of Reykjavik withdrew this controversial motion.

If you have any further questions, or want to contact the City of Reykjavík directly, this is the email address of the Spokesperson bjarni.brynjolfsson@reykjavik.is

Svör við seinni fyrirspurn þinni, 25. september 2015, kl. 18:46

Í ljósi fréttar Stundarinnar í dag (http://stundin.is/frett/raduneytid-taldi-farid-svig/) um svör utanríkisráðuneytisins við fyrirspurnum blaðamanns um yfirlýsingu ráðuneytisins frá 18. september (http://www.utanrikisraduneyti.is/frettir/nr/8485) óska ég eftir eftirfarandi upplýsingum.

-        Hvaða rök lágu til grundvallar þeirri niðurstöðu ráðuneytisins að „Samþykki Reykjavíkurborg að breyta innkaupastefnu sinni með bindandi hætti þannig að ísraelskir birgjar skuli sniðgengnir, samræmist það hvorki íslenskum lögum né ákvæðum í alþjóðlegum skuldbindingum alþjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO) um opinber innkaup, sem Ísland er aðili að og Reykjavíkurborg og önnur sveitafélög eru bundin af. “?

SVAR:
Ákvæði sem litið var til voru meginreglur um bann við mismunun á grundvelli þjóðernis skv. GATT-samningnum frá 1994 og samningi um opinber innkaup frá 2014, sem 45 aðilar að Alþjóðaviðskiptastofnuninni (WTO) eiga aðild að, þ. á m. Ísland og Ísrael. Síðarnefndi samningurinn kom í stað sams konar samnings frá 1994 er hafði að geyma sams konar ákvæði.

Þessi ákvæði endurspeglast jafnframt í jafnræðisreglu 14. gr. laga nr. 84/2007, um opinber innkaup, sem leggur bann við mismunun fyrirtækja á grundvelli þjóðernis eða af öðrum sambærilegum ástæðum.


-        Hafði ráðuneytið samband við Reykjavíkurborg til að óska eftir skýringum á umræddri tillögu borgarstjórnar við úrvinnslu yfirlýsingarinnar?

SVAR:
Nei, yfirlýsing stjórnvalda var miðuð við ákvörðun borgarstjórnar eins og hún lá fyrir 18. september og hafði að geyma fyrirvara um útfærslu hennar.


-        Ef já, hverjar voru þær skýringar og að hvaða leyti var tekið tillit til þeirra í yfirlýsingunni?

Jafnframt er óskað eftir öllum gögnum, þar með töldum vinnugögnum og bréfaskriftum, sem lögð voru til grundvallar yfirlýsingunni.

SVAR:

Yfirlýsingin byggðist á þeim ákvæðum sem vísað er til að framan og skýra sig sjálf.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Nýtt efni