Reykjavíkur­nördisminn
Halldór Auðar Svansson er borgarfulltrúi Pírata í Reykjavík og gegnir formennsku í stjórnkerfis- og lýðræðisráði Reykjavíkurborgar. Hann er tölvunarfræðingur og afkvæmi tveggja stjórnmálafræðinga og hefur því brennandi áhuga á upplýsingatækni og stjórnmálum og hvernig þetta tvennt fléttast stöðugt saman í nútímasamfélaginu. Hann spáir líka töluvert í sjálfsrækt og fílar Zen.

Kæri Ólafur

Kæri Ólafur Ólafsson, Hér er smá opið bréf til þín. Þú hefur nefnilega verið mér ofarlega í huga líkt og landsmönnum flestum. Enn og aftur hefur persóna þín farið sem höggbylgja um samfélagið og ekki beinlínis á jákvæðum forsendum. Enn og aftur er ég aðeins í hringiðu afleiðinga þinna gjörða. Ég var að vinna í netbankadeild Kaupþings þegar hrunið reið...

Trumpkjaftæðið

Rétt er að hafa eitt atriði á kristaltæru. Aðgerðir nýkjörins Bandaríkjaforseta í fyrstu dögum embættis hans miða ekki að því að fylgja rökrænum stefnumiðuðum þræði þar sem markmið eru skilgreind og viðeigandi tækjum beitt til að reyna að ná þeim fram - eins og almennt er talið að sé tilgangurinn með stjórnmálum og rekstri opinberra stofnana. Þvert á móti miða...

Hugleiðsluhálftíminn

Ég hef núna um nokkurra mánaða skeið tekið frá hálftíma á hverjum degi í hugleiðslu. Nánast án undantekninga. Þetta er þrátt fyrir að ég er almennt mjög upptekinn alla daga - eða kannski einmitt nákvæmlega vegna þess. Sagt er að viðskiptajöfur sem hafði áhuga á auknum afköstum í gegnum hugleiðslu hafi eitt sinn spurt Zen-meistara hvað hann ætti að hugleiða...

Trúfélög og lóðir - enn og aftur

Lóðaúthlutanir til trúfélaga er töluvert hitamál sem vekur gjarnan sterkar tilfinningar - sem auðvelt er að spila inn á ef vilji er fyrir því. Þetta sannaðist mjög eftirminnilega í síðustu borgarstjórnarkosningum þar sem framboð Framsóknar og flugvallarvina spilaði meðvitað inn á andóf gegn því að Félagi múslima hafi verið úthlutað lóð á síðasta kjörtímabili. Tók það félag gagngert fyrir (en...

Fjölgun borgarfulltrúa - hverfavinkillinn

Borgarfulltrúar í Reykjavík eru nú 15 og hafa verið það í meira en 100 ár en á þeim tíma hefur íbúafjöldinn meira en tífaldast. Jafnvel þó við seilumst svo langt að gefa okkur að kjörnir fulltrúar hafi verið allt of margir á hvern íbúa við upphaf síðustu aldar eru rökin fyrir því að uppfæra fjöldann allavega aðeins í takt við...

Kirkjan á markaðstorgi hugmyndanna

Sú aðgerð sóknarprests Laugarneskirkju og prests innflytjenda að láta lögregluna sækja tvo hælisleitendur sem vísa átti úr landi í kirkjuna var fyrst og fremst táknræn, gerð til að varpa ljósi á hvernig þessi mál ganga fyrir sig og um leið taka kristilega afstöðu gegn ríkjandi kerfi. Það voru hælisleitendurnir sjálfir sem streittust á móti því að vera sóttir, eins...

Spurning um Klett

Leigufélagið Klettur var stofnað í byrjun árs 2013, samkvæmt heimild sem Íbúðalánasjóði var árið áður veitt með breytingu á lögum um húsnæðismál, orðrétt til að „eiga leigufélag með húsnæði sem Íbúðalánasjóður hefur yfirtekið á nauðungarsölu“. Klettur var því stofnaður um íbúðir sem sjóðurinn hafði yfirtekið vegna vanskila. Nafn félagsins vísar væntanlega til stöðugleika og kjölfestu, líkt...

Kyn í trúarbrögðum

Á miðvikudaginn fór ég að sjá viðburð á vegum trúfélagsins Zen á Íslandi - Nátthaga sem nefndist Zen-samræður. Jakusho Kwong-roshi kemur reglulega til Íslands í boði félagsins og tekur þátt í svona opinberum samræðum. Í seinni tíð hefur sonur hans, Nyoze Kwong, verið með í för honum til stuðnings. Ég hef farið á nokkra svona viðburði áður og alltaf...

Fjármál sveitarfélaga 2015

Þessa dagana detta inn ársreikningar sveitarfélaga fyrir árið 2015. Upplifun mín af umræðu um sveitarstjórnarmál hefur á þeim tveimur árum sem ég hef setið í borgarstjórn verið sú að gjarnan er málum stillt upp þannig að staða Reykjavíkur sé að einhverju leyti allt önnur en annarra sveitarfélaga, og þá oftast til hins verra. Minna fer þó fyrir raunverulegum efnislegum samanburði...

Hinn marghöfða þurs Pírata

Píratar telja að draga þurfi úr miðstýringu valds á öllum sviðum og efla þurfi beint lýðræði í þeim formum sem bjóðast. — Úr grunnstefnu Pírata Nú er liðlega mánuður liðinn frá því að ákveðin innanbúðarátök Pírata vöktu athygli í fjölmiðlum. Eftir að hafa melt þau og það hvernig leyst var úr þeim finnst mér ein mikilvæg lexía...

Borgaralaunabragur

Borgaralaun hafa nokkuð verið í umræðunni í kjölfar þess að Framsóknarmenn hafa farið í skipulagða herferð til að gera tal Pírata um þetta fyrirbæri tortryggilegt. Sú herferð hófst með grein upplýsingafulltrúa ríkisstjórnarinnar, Borgaralaun - útópískur draumur? Þetta er ágæt grein og höfundur heldur til haga hvers vegna nákvæmlega fólk víða um heim er að spá í borgaralaun: ...

Fingurinn og tunglið

Í Zen-búddisma er stundum talað um fingur sem bendir á tunglið. Hvað er nú átt við með því? Tunglið er veruleikinn og sannleikurinn en fingurinn er orð og hugtök sem notuð eru til að benda með. Þegar við tjáum okkur erum við alltaf að vísa í eitthvað annað, reyna að benda á eitthvað sem við gerum ráð fyrir að við...

Þjónn, það er slikja á nándinni minni

Ímyndaðu þér að þú lendir í slysi sem veldur breytingum á þeim stöðum í heilanum þínum sem skynja tónlist. Eftir slysið hljómar hún öðruvísi en áður og þú getur ekki notið hennar á alveg sama hátt. Breytingin er óþægileg en hún er hins vegar lúmsk og það er erfitt að lýsa henni í orðum. Þegar þú reynir að tala um...

Gegn afmennskun

Baráttukonan unga, Malala Yousafzai, hefur eitt og annað við málflutning forsetaframbjóðenda Repúblikana í Bandaríkjunum að athuga. Í stuttu máli varar hún við alhæfingum í garð múslima og segir að þær muni ekkert annað gera en að skapa fleiri öfgamenn. Hún þekkir baráttuna við öfgarnar á eigin skinni og hefur hlotið Friðarverðlaun Nóbels fyrir hugrekki sitt og fórnir þannig að...

Mesta ógnin?

Þó stutt sé liðið frá hryðjuverkunum sem framin voru í París síðastliðið föstudagskvöld hafa nú þegar komið fram margvísleg viðbrögð helstu ráðamanna, erlendis sem hérlendis. Þau þykja mér misyfirveguð. Á meðan sumir leggja áherslu á að sefa ótta fólks eru aðrir sem ýja að því að nú þurfi aldeilis að gefa í þegar kemur að löggæslu og öðrum varúðarráðstöfunum,...

Snjallborgin Reykjavík

Smart Cities er áhugaverð aðferðafræði sem hefur fengið hið íslenska heiti snjallborgir. Aðferðafræðin snýst um að nýta upplýsingatæknina til að bæta gæði og skilvirkni þeirrar þjónustu sem borgir bjóða upp á og koma á betri samskiptum við íbúa. Hjá Reykjavíkurborg er að störfum starfshópur til að skoða snjallborgarlausnir og hann skilaði borgarráði áfangaskýrslu í dag. Samþykkt var að...

Svör utanríkisráðuneytisins

Ég hafði ekki fyrr bloggað um upplýsingabeiðnir mínar til utanríkisráðuneytsins en mér bárust svör við þeim. Starfsmaður ráðuneytisins gaf mér þær skýringar að svörin höfðu nú þegar verið afgreidd fyrir þó nokkru síðan en fyrir mannleg mistök hafi láðst að senda þau. Því fylgdi afsökunarbeiðni sem ég tek góða og gilda og birti svörin hér með: Svör við fyrri...

Þögn utanríkisráðuneytisins

VIÐBÓT 15.10.2015: Svörin hafa borist og þau má sjá hér. Hún fór sennilega framhjá fáum, tillagan sem samþykkt var í borgarstjórn í síðasta mánuði en síðan dregin til baka, um að Reykjavíkurborg skuli haga innkaupum sínum þannig að vörur frá Ísrael yrðu sniðgengnar. Hún var dregin til baka meðal annars í ljósi þess að utanríkisráðuneytið gaf út yfirlýsingu þar...

Grundvallaratriðin í almenningssamgöngum

Í dag fór ég á fróðlegan og greinargóðan fyrirlestur hjá Jarrett Walker, sem er bandarískur ráðgjafi í almenningssamgöngum. Hann er staddur hér á landi til að ráðleggja við útfærslu á svonefndri Borgarlínu, sem er lykilþáttur í nýkláruðu svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins. Svæðisskipulagið var unnið á vettvangi Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og hefur einna helst vakið athygli í fjölmiðlum og samfélagsmiðlum...

Sögur af gólfinu

Píratar virða mannhelgi. Þeir leggja sig fram við að koma á samfélagi þar sem samstaða ríkir og þar sem hinir sterku vernda og aðstoða þá sem veikari eru. Píratar standa fyrir stjórmálamenningu sem er hlutlæg og réttlát. — Úr Píratakóðanum Starf borgarfulltrúans er víðfemt enda starfsemi borgarinnar margvísleg. Mikið af starfinu felst í að sitja á fundum...

Skjaldborgin um einkalífið

3.1 Friðhelgi einkalífsins snýst um vernd hinna valdaminni frá misbeitingu hinna valdameiri. 4.1 Gagnsæi snýst um að opna hina valdameiri gagnvart eftirliti hinna valdaminni. — Úr grunnstefnu Pírata Í dag leggst netið á hliðina vegna þess að upplýst hefur verið að fjármálaráðherra er meðal þeirra sem voru opinberaðir af hökkurunum sem brutust inn í framhjáhaldssíðuna Ashley Madison....

Óvinsælu mannréttindin

Fréttir berast nú af því áliti samtakanna Human Rights Watch að fíkniefnaneysla sé mannréttindi. Eða svo segja fjölmiðlar allavega í sínum hrásuðuútgáfum af álitinu. Raunveruleikinn er kannski aðeins flóknari. Álitið snýst fyrst og fremst um að rekja hvernig bann- og refsistefna í þessum málum leiðir til margvíslegra mannréttindabrota, bæði beint og óbeint. Í sumum ríkjum er dauðarefsing við fíkniefnabrotum....

Ósýnilega hækjan

Frakkinn Frédéric Bastiat skrifaði árið 1850 ritgerð sem nefnist Ce qu'on voit et ce qu'on ne voit pas, eða á íslensku Það sem sést og það sem sést ekki. Hún fjallar um búðareiganda sem verður fyrir því óláni að sonur hans brýtur glugga á búðinni en er hughreystur með þeim orðum að svona gangi jú tilveran fyrir sig og að...

Gagnagildran á netinu

Ég er einn af fjölmörgum sem tóku þátt í átaki sem Facebook bauð fólki upp á í kjölfar þess að Hæstiréttur Bandaríkjanna komst að þeirri niðurstöðu að hjónabönd samkynhneigðra ættu að vera lögleg í öllum ríkjum þeirra. Facebook bauð fólki upp á tól þar sem fólk þarf bara að smella á einn takka til að mála myndir sínar regnbogalitum og...

Viðmót velferðarkassana

Nú stendur yfir Fundur fólksins, þriggja daga hátíð um samfélagsmál að norrænni fyrirmynd. Formi hátíðarinnar er ætlað að færa umræðuna nær fólkinu og brjóta aðeins upp hvernig rætt er um þessi mál. Settar hafa verið upp tjaldbúðir þar sem fulltrúar stjórnmálaflokka og ýmissa félagasamtaka taka á móti gestum og spjalla. Einnig eru haldnir fyrirlestrar og alls kyns aðrir skemmtilegir...