Þessi færsla er meira en 7 ára gömul.

Þetta fólk! Okkar fólk!

Alveg er nú ótrúlegt hvað "góða fólkinu" er annt um að bjarga einhverju fólki út í heimi og það núna einkum og sér í lagi þegar íslenski samtakamátturinn er sem mestur í framhaldi af afreki vors íslenska knattspyrnulandsliðs sem klárlega, ljóslega og tvímælalaust er á pari við öll þau andans afrek sem bókhneigðir hafa afrekað. Er ég ekki frá því að strákarnir, hver og einn þeirra, séu vor nútíma Halldór Kiljan Laxness. Liggur því í augum uppi að oss ber, númer eitt til sjö, að huga að okkar fólki ekki einhverju fólki út í heimi sem vel mögulega gæti verið hryðjuverkafólk. Ég meina það er til fólk á Íslandi sem hefir ekki einu sinni efni á Stöð tvö og hvað þá sportstöðvunum? Og svo ef okkar fólk myndi vilja eins og einn bjór með boltanum og kannski hamborgara þá flokkast það undir lúxus en ekki þau mannréttindi sem það sannlega er. Best væri auðvitað að senda þetta "góða fólk" af landi brott. Þá verður máski mannvænlegt á landi voru með þeim eintómu víkingum og valkyrjum sem vér höfum nú sannað fyrir heiminum að vér séum.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Nýtt efni