Lommi
er skáld

Til Nasista

Afsakið, en ég verð órólegur þegar fæ það á tilfinninguna að einhverjir hafi tekið Nasista-orðræðuna þína alvarlega. Ég er ekki að kenna þér um, þó þú hafir sagt þetta, og alls ekki að kalla þig Nasista. Þetta er sök okkar allra. Ég er með örlitla ónotatilfinningu, ekkert óyfirstíganlega. Ég jafna mig. Afsakið, ég er að reyna að særa ekki tilfinningar...

Kosningar fyrir meðvirka

– Nei ég ætla ekki að kjósa ykkur. Æ! Ekki þér að kenna, það er bara einhver óræður krankleiki í mér. Fyrirgefðu.sagði ég við konuna sem hringdi frá Valhöll til að spyrja hvort ég ætlaði að kjósa Sjálfstæðisflokkinn.Þessi kona á ekki sök á stefnu Sjálfstæðisflokksins - eflaust strögglað við þunglyndi lengi en fundið fyrsta vonarneistann í langan tíma, þegar hún...

Ég er siðblindur

Ég útiloka ekki að ég sé siðblindur en hvílík örlög eru það þá! Ég er fyrst og fremst metnaðarlaus og ekki einu sinni haldinn spennandi fýsnum og löngunum – kannski er helsti draumur minn sá að fá tækifæri til að deila elliheimili með einhverjum sem stillir útvarpið ekki of hátt og starfsfólki sem æpir ekki á mig.Kannski er ég siðblindur....

John Cage 104 ára

ef hann væri enn á lífi. Það er erfitt að dást ekki að verkum hans, hugmyndafræði og mörgu í hans fari, einsog hve mikil leikgleði stafaði frá honum. Hér er skemmtileg klippa úr sjónvarpsþættinum I've got a secret þar sem hann var gestur.

ÉG ER OF UPPTEKINN

ÉG ER OF UPPTEKINN við að matsa við drepsóttir á Tinder og daðra við sjálfsvorkunn mína, til að átta mig á því að nágrönnum mínum og drykkjufélögum hefur verið skipt út fyrir ferðamenn. Brátt verður hvert einasta ráðuneyti í stjórnsýslunni farfuglaheimili. Hlédrægt fólk, einsog ég er, gengur nú þegar með bakpoka til að falla betur í umhverfið. ÉG ER OF...

Öskubakkar

Ég kvíði því að sofa. Mest kvíði ég því að velta mér. Kannski hrynur öskubakkinn í rúmið. Hef engar sérstakar áhyggjur af brunahættunni, rúmfötin eru mér að vitandi ekki eldfim og sígaretta brennur hægt og örugglega út á örfáum mínútum. Mér þykir tilhugsunin um að sofa óaðvitandi í rúmi fullu af ösku óþægileg - óbærilega óþægileg. Ekki að ég sofi...

Bull

Þökk sé haus-síðunnar tekst engum að gleyma því að Stundin er góður&virtur miðill. Þetta er ekki vettvangur fyrir bull. Sjáið kollega mína á blogginu, þeir eru talsmenn stórra hugmynda; Ég fyllist örvæntingarfullum vanmætti gagnvart pistlum þeirra. Ég hef enga hugsjón nema bullið. Í siðmenntuðum borgum þekkist það að einstaklingar standi á umferðareyjum og reyni að öskra hærra en umferðin. Þeir...