Þessi færsla er meira en 8 ára gömul.

Klikkað lyfjaverð - Lítrinn á 6,4 milljónir

Klikkað lyfjaverð - Lítrinn á 6,4 milljónir

Frjókornaofnæmi var að bögga mig í vikunni. Á fimmtudainn fór ég í aptótek og keypti mér augndropa til að lina þjáningarnar. Var reyndar orðinn það illa haldinn að ég lét mig hafa það að kaupa þetta í næsta apóteki þótt það sé í eigu þjóðkunns fjárglæframanns.

Nema hvað, fyrir pínulítið glas af þessum augndropum eða samtals 0,5ml þurfti ég að greiða rúmar 3,200 krónur. Sem þýðir að einn millilítri kostar 6,400 krónur. Vonandi þarf ég ekki að nota þetta í lítravís því lítraverðið er þá svo lítið sem 6,4 milljónir.

Gúgglaði pínulítið og fann þetta hér: http://www.epharmacy.com.au/product.asp?id=6018

Sumsé, þarna kosta 4ml tæpa 11 dollara eða innan við 1,500 krónur.

Þetta er eitt lítið dæmi um það hve lyfjaverð á Íslandi er gjörsamlega klikkað.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Nýtt efni