Þessi færsla er meira en 8 ára gömul.

Afætur og andstæður

Afætur og andstæður

Á forsíðu DV í dag má lesa um gráðugar afætur samfélagsins sem hirða í eigin vasa milljarða í formi risabónusa í fjármálafyrirtækjum og bönkum sem skila tugmilljarða hagnaði eftir að hafa gert þúsundir íslenskra fjölskyldna eignalausar. Siðleysið og græðgin er jafnvel meiri en var fyrir Hrun.  

Á sama tíma birtist frétt á mbl.is um ungan gæðadreng sem ákvað að gefa alla fermingarpeningana sína til ABC barnahjálpar. Honum datt ekki í hug að nota þá í eigin þágu af því að hann vanhagar ekki um neitt, að eigin sögn. „Þessir krakkar þurfa peninginn meira en ég“, hefur MBL eftir honum.

Hún verður varla skýrari, birtingarmynd andstæðs hugarfars:  Þeirra sem finnst þeir aldrei eiga nóg og hrifsa til sín meira en þeir eiga skilið og hinna sem af óeigingirni og náungakærleik vilja deila því litla sem þeir eiga til þess að aðrir geti hugsanlega haft það aðeins betra.

Mikil ósköp held ég að heimurinn væri betri ef allir hugsuðu eins og þessi vel gerði einstaklingur sem þessi ungi drengur er. En því miður er það ekki þannig, eins og sjá má á forsíðu DV í dag.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Nýtt efni