Þessi færsla er meira en 8 ára gömul.

Störukeppnin

Störukeppnin

„Það er enginn vafi í mínum huga að eftir tuttugu ár verður Grikkland enn til og sennilega mun það blómstra. Ég segi þetta ekki vegna dýrða fortíðar og röksemda um „vöggu lýðræðisins“. Ég hef óbeit á þjóðernisrómantík. Allt það er löngu liðið. Ég lít þess í stað til núlíðandi stundar. Ég horfi til samstöðu grasrótarhreyfinga sem hafa sprottið upp til að veita því fólki heilbrigðisþjónustu sem hefur ekki lengur efni á henni, eða skjól þeim þúsundum sýrlenskra flóttamanna sem koma yfir landamærin. Ég horfi til samvinnufélaga, verksmiðja og veitingastaða, sem hafa orðið til að veita fólki störf. Ég lít til þess hvernig fjölskyldur hafa þétt raðirnar og hversu tiltölulega vel vefnaður þessa samfélags hefur staðist áhlaup síðustu fimm ára. Þessi afrek eru ástæða þess að ég er vongóður um framtíðina – ekki saga fornaldar.

Hin raunverulega spurning er: Mun Evrópusambandið lifa af?“

Ekki blikka, Grikkland skrifar Alex Andreou, grískur leikari og rithöfundur, 27. júní. Það var á laugardag – margt hefur gerst síðan þá og mun nú halda áfram að gerast. Andreou skrifar á ensku. Mér sýnist þar birtast forvitnileg og skýr rödd innan úr umhleypingunum.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Nýtt efni

Loka auglýsingu