Þessi færsla er meira en 7 ára gömul.

Hvar er íslenski fáninn?

Hvar er íslenski fáninn?

Flaggstöngin á Stjórnarráðinu er tóm eins og eyðimörk.

Líka stöngin á Alþingi.

Á sama tíma hafa fótboltastrákarnir okkar unnið hug og hjörtu heimsbyggðarinnar með frábærri frammistöðu á EM, sem hefur sameinað hug og hjörtu þjóðarinnar.

En mesta þjóðernisremburíkisstjórn frá stofnun lýðveldisins er úti að aka.

Hversvegna er ekki flaggað af fullum krafti á öllum opinberum byggingum, til heiðurs þessum frábæru íþróttamönnum? Sem hafa gefið ALLT fyrir þjóðina og sýnt öllum heiminum hvað í þeim býr? Þetta er glæsilegasti árangur Íslands í hópíþrótt hingað til og frá upphafi byggðar á Íslandi.

Við gleymum að sjálfsögðu ekki handboltasilfrinu, en fótbolti er bara svo miklu stærri íþrótt.

Þjóðarstolt Íslendinga er í toppi um þessar mundir og þjóðin er glöð. Vera má að einhver fánalög séu í vegi, en stundumer sagt; ,,nauðsyn brýtur lög“ og ef það er einhverntímann hefur verið ástæða flagga öllu í botn – þá er það núna!

En yfirvöld klikka. Rembumeistarar ríkisstjórnarinnar rembast í málum eins og Icesave og hvað ESB sé vont.

Nú vantar hinsvegar allan lit, eða liti, sem tákn um samstöðu og sem tákn um þakklæti.

Blátt, rautt og hvítt! 

Og áfram blasir við auð flaggstöng við Lækjargötu.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Nýtt efni