Þessi færsla er meira en 7 ára gömul.

Áslaug Arna: Skipta peningar meira máli en menntun?

Áslaug Arna: Skipta peningar meira máli en menntun?

„Ég held að það sé nauð­syn­legt að stytta tím­ann sem við erum í skól­an­um, við erum búin að stytta hann um eitt ár og ég held að við megum stytta hann um fleiri ár. Af því að heim­ur­inn er fullur af fólki og pen­ingum og alls­kon­ar, en við eigum ekk­ert alveg nógan tíma. Og það er bæði gaman að vera barn, en það er líka gaman að vera full­orð­inn, þannig að við þurfum að nýta tím­ann vel.“

Þetta sagðir þú, Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir, rit­ari Sjálf­stæð­is­flokks­ins í umræð­u­m/­mynd­bandi  á Krakka­kosn­inga­vef RÚV í aðdrag­anda kosn­ing­anna í lok októ­ber.

Þar sem þú ert komin á þing fyrir Sjálf­stæð­is­flokk­inn, þá langar mig að spyrja:

a) Munt þú berj­ast fyrir enn frek­ari stytt­ingu á námi í fram­tíð­inni sem þing­maður og jafn­vel leggja fram frum­varp þess eðl­is?

b) Er þetta opin­ber stefna Sjálf­stæð­is­flokks­ins?

c) Ef, svo er, hvað vill flokk­ur­inn stytta nám mik­ið?

d) Er þessi stytt­ing sem þú talar um fyrst og fremst til þess að ungt fólk geti kom­ist fyrr í pen­inga en ella?

e) Getur þú sagt mér hvar þessir pen­ingar eru?

f) Finnst þér pen­ingar skipta meira máli í lífi fólks en mennt­un?

g) Eru þessi skila­boð ekki hrein­ræktuð efn­is­hyggja að þínu mati?

h) Ertu til­búin að segja kenn­urum upp starfi, til þess að stytta nám­ið?

i) Mér skilst að þú sért í meist­ara­námi í lög­fræði, finnst þér að þú sért búin að vera of lengi í námi?

Bíð spenntur eftir svör­um. Með vin­semd og virð­ingu, Gunnar Hólm­steinn Ársæls­son, stjórn­mála­fræð­ingur og kenn­ari við Fjöl­brauta­skól­ann í Garða­bæ.

Grein þessi birtist fyrst í Kjarnanum.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Nýtt efni

Loka auglýsingu