Þessi færsla er meira en 9 ára gömul.

Meirihlutinn vill hlífa hálendinu

Meirihlutinn vill hlífa hálendinu

Tillaga Jóns Gunnarssonar, formanns atvinnuveganefndar Alþingis, um tvær nýjar virkjanir á hálendinu, Hagavirkjun og Skrokkölduvirkjun, koma til afgreiðslu á Alþingi á næstu dögum. Jón segist vonast til að hægt verði að ná breiðri sátt um málið.

Samkvæmt nýlegri könnun Gallup er rúmlega 61% aðspurðra fylgjandi friðun miðhálendisins. Stuðningurinn hefur aukist um 5 prósentustig frá sambærilegri könnun í október 2011. Á sama tíma hefur þeim sem eru andvígir friðun svæðisins fækkað úr 18% í rúm 12%.

Að sama skapi hefur andstaða við háspennulínu yfir Sprengisand aukist úr 36% í rúm 43%. Einungis rúm 25% segjast fylgjandi framkvæmdinni en voru áður 28%.

„Meirihlutinn ræður,“ sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, í umræðu á Alþingi nýverið. Í því ljósi er eðlilegt að krefjast þess að hin breiða sátt formanns atvinnuveganefndar verði á þann veg að hann falli frá tillögu sinni um virkjanir á hálendinu.

Það er kominn tími á að setja freku minnihlutastjórninni stólinn fyrir dyrnar. Þeir sem sætta sig ekki lengur við yfirgang ráðherra og þings geta mætt í Háskólabíó á fimmtudag kl. 20:00 þar sem fjöldi félagasamtaka efnir til hátíðar til verndar hálendinu. Þar mun meirihlutinn láta í sér heyra – hátt og skýrt.

(Sjá einnig hjartalandsins.is)

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Nýtt efni