Þessi færsla er meira en 7 ára gömul.

Bar-rabb: Eydís Franzdóttir

Bar-rabb: Eydís Franzdóttir

Í þriðja þætti Bar-rabbs hitti ég Eydísi Franzdóttur, landeiganda á Suðurnesjum og stjórnarmann í Náttúruverndarsamtökum Suðvesturlands. Við röbbuðum m.a. um nýlegan dóm Hæstaréttar sem dæmdi eignarnám á landi fyrir Suðvesturlínu ólöglegt, um baráttu landeigenda og náttúruverndarsinna gegn óvönduðum og afturhaldssömum ríkisfyrirtækjum, ráðuneytum og stofnunum og um lélega stjórnsýslu orkumála hér á landi.

Eydís segist m.a. hafa lært það af reynslunni að héraðsdómur taki iðulega málstað stjórnvalda en Hæstiréttur snúi þeim niðurstöðum ítrekað við. Hérðsdómur sem dómstóll sé því einskis verður en Hæstiréttur hafi sýnt fram á að hann sé í raun eina ríkisstofnunin sem sé að vinna vinnuna sína. Hún telur að ef það eigi að gera breytingar á dómskerfinu þá þurfi að bæta til muna héraðsdóm.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Nýtt efni