Þessi færsla er meira en 7 ára gömul.

„Úttekt úr safni – millif[ært]. til Flórída“

„Úttekt úr safni – millif[ært]. til Flórída“

Þegar áfram er steinum velt eftir Hrunið kemur fleira óhreint í ljós. Nýjasta dæmið er furðuúttekt föður  fjármálaráðherra. Fyrirsögnin er fengin úr frétt Stundarinnar en þar segir frá því að korter fyrir Hrun flutti Benedikt Sveinsson hvorki meir eða minna en hálfan miljarð yfir á setrið í Florída.

En þarna er meira:

-Lýsing á næturfundi Bjarna, Illuga, Glitnismanna og bankamálaráðherra hjá Stoðum birtist í rannsóknarskýrslu Alþingis:

„Síðar um nóttina hélt Björgvin G. Sigurðsson ásamt Jóni Þór Sturlusyni í höfuðstöðvar Stoða þar sem þeir voru boðaðir til fundar við Þorstein Má Baldvinsson, Jón Ásgeir Jóhannesson og Ingibjörgu Pálmadóttur. Þar voru einnig staddir nokkrir stjórnarmenn í Glitni auk Jóns Sigurðssonar, forstjóra Stoða. Loks voru þar staddir þingmennirnir Bjarni Benediktsson og Illugi Gunnarsson.- (Stundin 7.des.´16)

Nú þarf að spyrja fjármálaráðherra nánar um þennan fund og þá vitneskju sem hann fékk á þeim fundi.

Það er skiljanlegt að Illugi Gunnarsson sat þennan fund sem nefndarmaður í þeim fræga (illræmda) sjóði 9.

Stjórnmál byggja á trausti og trúverðugleika.

Eða. . er mönnum nokk sama?

(Myndin er fengin af skjáskoti Illuga Jökulssyni, og sýnir þá feðga. Sonurinn biður fólk að hætta þessu bulli.)

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Nýtt efni

Loka auglýsingu