Þessi færsla er meira en 7 ára gömul.

Stjórnarmyndun: Vinstriviðræður hafnar

Stjórnarmyndun: Vinstriviðræður hafnar

Smátt og smátt dregur af formanni Sjálfstæðisflokknum og stundarglasið að tæmast.

Bjarni Benediktsson á tvo kosti: Skila stjórnarmyndunarumboðinu [ósýnilega] eða ganga að afarkostum Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. "Afarkostirnir" eru þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB viðræður og þátttaka Framsóknarflokksins í nýrri ríkisstjórn.

Blinda formanns Sjálfstæðisflokksins felst í því að sjá ekki að ekkert verður að frétta frá Brussel fyrir en 2020 í fyrsta lagi. Spurning ESB spurningar hefði því takmarkað gildi.

Hitt er að Framsóknarflokkurinn er "geislavirkur". Með Panamamanninn innanborðs er óhugsandi að Viðreisn og Björt Framtíð fallist á að samkeppnisflokkurinn á miðjunni komi að pottunum.

En hvað er þá til ráða?

Í raun einn kostur með afbrigði. Annað hvort myndun fimmflokka stjórn eða það sem líklegra fjögurra flokka stjórn með stuðningi Samfylkingarinnar.

Stjórnarmyndun þarf ekki að taka langan tíma og þing kallað saman fljótlega.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Nýtt efni