Þessi færsla er meira en 7 ára gömul.

Stjórnarmyndun: Verður Framsókn fjórða hjólið?

Stjórnarmyndun: Verður Framsókn fjórða hjólið?

Skilyrði Viðreisnar fyrir stjórnarmyndunarviðræður var að Framsókn yrði ekki með.

Með því var Viðreisn að árétta að hún væri ekki þriðja hjól fallandi ríkisstjórnar. Ef stjórnarmyndun Bjarna tekst er meirihlutinn knappur. Hver og einn þingmaður hefur vantraustsvald. 

Vandinn liggur einnig í því að stór hluti þingmanna er nýliði. Límið í ráðherra- og þingstólunum er því ekki ólseigt.

Því gæti svo farið að ríkisstjórnin þyrfti að leita stuðning utan stjórnar. Þá er faðmur Framsóknar vafalaust opinn.

Verður þá Bjartri framtíð stillt upp við vegg?

 

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Nýtt efni