Þessi færsla er meira en 7 ára gömul.

Stjórnarmyndun: Engey út - Kata inn

Stjórnarmyndun: Engey út - Kata inn

Stórtíðindi. Engin Engeyjarstjórn verður mynduð í bráð. Nú er Katrín Jakobsdóttir um það bil að fá umboðið ósýnilega og þar með boltann umtalaða.

Katrín þarf að mynda fimm flokka stjórn og jafnvel fá málefnastuðning yfir miðjuna.

Athyglisvert er að Sjálfstæðisflokki hugnast ekki markaðsleið í sjávarútvegi. Það er saga til næstu bæjar.

En hvað felldi þessar viðræður.

Í raun kosningasvik Bjarna Benediktssonar um að kalla þjóðina að álitsborðinu hvað varðar framhald ESB viðræðna. Viðræðna sem væntanlega fara ekki fram fyrr en 2020.

En þetta er ekki búið.

Þyrftum hugsanlega að kalla til Jóhannes Nordal eins og einn stjórnmálafræðikennarinn sagði . . í skensi.*

 

* Fyrir aðra en sagnfræðinga: Kristján Eldjárn var búinn að gera lista með utanþingsstjórn í byrjun árs 1980 með Jóhannes Nordal sem forsætisráðherra.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Nýtt efni