Þessi færsla er meira en 7 ára gömul.

Stjórnarmyndun: Allir á alla

Stjórnarmyndun: Allir á alla

Passsögn forseta er svipuð millileik Kristjáns Eldjárns í janúar 1980. Það sem er frábrugðið er að nú er styttri kveikjuþráðurinn í þolinmæðinni.

Björn Bjarnason skrifaði þá sem blaðamaður:

-Skynsamlegasti kosturinn virðist sá, að forseti Íslands kalli stjórnmálaforingjana á sinn fund og tilkynni þeim sameiginlega
að þeir hafi tiltekinn frest til að mynda þingræðisstjórn og láti jafnframt að því liggja, að eftir þann tíma muni hann grípa til þeirra ráða, sem embætti hans veitir honum. Fyrsti forseti lýðveldisins Sveinn Björnsson veitti þingmönnum slíka áminningu við setningu Alþingis 14. nóvember 1949. Þá hafði stjórnarkreppa staðið í hálfan mánuð og í ræðu sinni sagði forseti, að hefði Alþingi ekki tekist að tryggja nýju ráðuneyti nægan stuðning fyrir 30. nóvember myndi hann líta svo á, að ekki bæri að fresta því lengur, að hann gerði tilraun til að skipa nýtt ráðuneyti, sem Alþingi gæti þá hafnað eða sætt sig við. Við þessar aðstæður varð minnihlutastjórn Sjálfstæðisflokksins til 6. desember 1949.[Björn Bjarnason 22.1.1980]-

Á þessum tímapunkti höfðu stjórnarmyndanir staðið í átta vikur helmingi lengur en nú. Athyglisvert er upprifjunun á aðvörunarorðum Sveins Björnssonar við setningu alþingis í nóvember 1949. Þá small í svipunni enda sárin frá 1942, myndun utanþingsstjórn ekki gróin.

Ekki sé ég fyrir að Bjarna Benediktssyni tækist að fá hluta Vg til stjórnarsamstarfs og kvittaði þannig stjórnarmyndun Gunnars Thoroddsen í febrúar 1980.

En í raun eru allir alþingismenn með stjórnarmyndunarumboðið. Ef ekkert gerist fram að þingsetningu 6. desember n.k. er ekki ótrúlegt að þungi verði í setningaræðu forsetans, jafnvel svipusmellir.

 

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Nýtt efni

Loka auglýsingu