Þessi færsla er meira en 8 ára gömul.

Samfylking komin í bjórfylgi

Samfylking komin í bjórfylgi

Samfylkingin sem sett var saman af flokkum sem samanlagt náðu rúmlega 40% fylgi. Ef skoðað er fylgi út frá sögunni þá er aftur komin upp sú staða að flokkur sem teljist vinstra megin við jafnaðarmannaflokk orðinn stærri, líkt og var lungan úr síðustu öld. 

Ekki er furða að framkvæmdastjórn SF hafi rætt þessa stöðu en lítið virðist til ráða. Þar á bæ vísa menn í reglur flokksins og ekki megi hlutast til um flokk og forystu fyrr en í lok árs 2016! Svipað og ef kviknaði í fjölbýlishúsi og ekki megi hringja á slökkvilið fyrr en húsvörðurinn kæmi heim!

Samfylkingin er ekki einungis að tapa forystunni um evrópusambandsaðild heldur eignarhlutann á jafnaðarmennsku.

Hræddur er ég um að nú þurfi að hysja í brók á þeim bæjum áður en haldið verði upp á aldarafmæli jafnaðarmennskunnar.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Nýtt efni

Loka auglýsingu