Þessi færsla er meira en 7 ára gömul.

Nýjar kosningar - ótímabærar vangaveltur

Nýjar kosningar - ótímabærar vangaveltur

Nú hefur formaður Sjálfstæðisflokksins ekki haft stjórnarmyndunarumboðið um stund og virðist vera fúll vegna þessa. Hann kastar því fram í hálfkæringi að mér sýnist, að líklegast skapaðist meirihluti fyrir nýjum kosningum.

Þessi skella kemur fram um það bil sem Píratar hefja viðræður við hina flokkana í fimmflokkabandalaginu. 

Í sögulegum skilningi er þetta ólíkt formanni Sjálfstæðisflokksins sem fram að þessu hefur talið sig vera „kjölfestan í íslenskum stjórnmálum". 

Ef svo færi að flokkar á alþingi gæfust upp á myndun meirihlutastjórn er margt eftir í stöðunni áður en kemur að kosningum. Ekki er útilokað að forsetinn veiti umboð til myndunar minnihlutastjórnar og þá með þeirri vissu og vitneskju að slík stjórn hefði skjól fyrir vantrausti.

Ef slíkt er ekki í kortunum þá er tromp forsetans enn í erminni, utanþingsstjórn. Slíku trompi getur hann aðveldlega veifað um áramót ef þingið fer heim án nýrrar ríkisstjórnar.

Ekki væri erfitt að fá fólk úr samfélaginu til að setjast í slíka stjórn, eiginlega alþingi til háðungar.

Hver yrði forsætisráðherra?

Ég er með svarið: Þorsteinn Pálsson.

Hann yrði munstraður í beinni.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Nýtt efni

Loka auglýsingu