Þessi færsla er meira en 7 ára gömul.

Nú fer Guðni að ókyrrast

Nú fer Guðni að ókyrrast

Það er ekki ofsagt að ýmsir lausir endar eru lausir í stjórnarmyndun. Í raun er staðan svo flókin að jafnar líkur eru á vinstri stjórn og hægri stjórn, og allt þar á milli.

Guðni forseti fer því að ókyrrast og ekki ólíklegt að hann notið fullveldisdaginn á morgun til að setja flokkunum kosti.

Í miðri seinni heimstyrjöldinni 1942 var stjórnarkreppa á Íslandi og við þingsetninguna í nóvember 1942 sagði Sveinn Björnsson ríkisstjóri:

(frásögn og fyrirsögn, Morgunblaðið):

-Síðan flutti ríkisstjóri alvöru þrungið ávarp til þingheims.15.11.1942.

"Alþingi það, sem nú er komið saman og væntanlega ný stjórn fær mörg og vandasöm viðfangsefni að ráða fram úr á þessum óróleikatímum. —
Jeg ber fram hugheilar óskir mínar um góða giftu í þeim störfum; vona jeg að öll þjóðin taki undir þær óskir.
En það nægir ekki að láta sitja við óskirnar einar. hversu vel sem takast störf þau, sem falla undir verksvið þings og stjórnar, koma þau því aðeins að fullum notum að þjóðin sjálf hver einstaklingur starfi með en ekki á móti."
-

Þetta þótti "alvöru þrungið" og má segja að ríkisstjórinn hafi hvatt þingmenn til dáða.

Ekkert gekk og á fundi sameinaðs Alþingis mánuði síðar gerðist þetta:

-Mb. 17. 12.1942. Fundur var boðaður í Sameinuðu Alþingi klukkan 1 miðdegis í gær. Á dagskrá var aðeins eitt mal: Tilkynning um
myndun ríkisstjórnar. Þessí fundur í Sþ. mun lengi í minnum hafður. Er forseti, Haraldur Guðmundsson hafði tekið sjer sæti í forsetastól, komu inn í þingsalinn hinir nýju ráðherrar og tóku sæti í ráðherrastólunum.
Þegar forseti hafði sett fundinn og lýsti dagskránni, las hann brjef frá ríkisstjóra, svohljóðandi:
Reykjavík 16. des. 1942:  Jeg leyfi mjer hjer með að tilkynna yður, herra forseti, að jeg hefi talið mjer skylt, að skipa stjórn utan þings, eftir að hafa kannað að árangurslausu allar hugsanlegar leiðir til myndnnar stjórnar þingmanna, sem hefði fyrirfram trygt meiri hluta Alþingis.
Var stjórnin skipuð í ríkisráði
í dag, [...]
Enginn þingmaður kvaddi sjer hljóðs og var þá þessum sögulega þingfundi lokið.

-

Hér vekur það athygli að ríkisstjóri leitar ekki eftir myndun minnihlutastjórn sem þó var þekkt í Danmörku.

Nú er spurningin hvort Guðni sé komin í spor ríkisstjórans og taki fram orðsvipuna.

Það verður fyrr en síðar.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Nýtt efni

Loka auglýsingu