Þessi færsla er meira en 7 ára gömul.

Þjóðstjórn á styrjaldartímum

Þjóðstjórn á styrjaldartímum

Eftirfarandi var haft eftir formanni Vg:

-Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, segir ljóst að engin augljós lausn sé í sjónmáli um myndun nýrrar ríkisstjórnar. Þing kemur saman í næstu viku en hvorki gengur né rekur fyrir flokkanna sjö að ná saman meirihluta. Katrín segir að hugsanlega þurfi flokkarnir að hugsa út fyrir rammann - ekki sé hægt að útiloka myndun breiðrar þjóðstjórnar ef þeir sjá ekki fram úr þessu.(ruv.is)-

Hér er vísað í þjóðstjórnarmódelið sem aðeins einu sinni hefur verið reynt á Íslandi.
-Þjóðstjórn er ríkisstjórn sem mynduð er með aðild allra eða flestra þeirra stjórnmálaflokka sem fulltrúa eiga á löggjafarþingi. Slíkar stjórnir eru yfirleitt myndaðar þegar alvarlegt kreppuástand eða stríðsástand ríkir og tryggja þarf stöðugleika. Samkvæmt skilgreiningu eru þjóðstjórnir því meirihlutastjórnir.
Á Íslandi hefur einu sinni verið mynduð þjóðstjórn, Þjóðstjórnin þann 17. apríl 1939, með þátttöku Framsóknarflokks, Alþýðuflokks og Sjálfstæðisflokks undir forsæti Hermanns Jónassonar. Ástæðan var yfirvofandi styrjöld í Evrópu. (Wikipedia)

Í fyrsta lagi þá er ekki yfirvofandi kreppa né styrjöld á okkar veraldarsvæði og í öðru lagi þá er fróðlegt að skoða samsetningu þessarar þjóðstjórnar. Skoðum það í ljósi úrslit alþingiskosninga 1937:

Landið 1937 úrslit
                                          Hlutfall       Þingm.
Sjálfstæðisflokkur             41,31%         17
Framsóknarflokkur           24,92%         19
Alþýðuflokkur                     18,98%          8              alls 44 þingmenn í þjóðstjórn
Kommúnistaflokkur            8,44%          3
Bændaflokkur                        6,13%          2
                            49
(https://kosningasaga.wordpress.com/althingiskosningar/kjordaemaskipan-1959/allt-landid/landid-1937/)

Á þessu sést að fimm þingmennn voru ekki með í þjóðstjórninni, það er kommúnistar sem voru nýi flokkurinn á þingi og Bændaflokkurinn klofningur frá Framsóknarflokksins.

Miðað við stjórnmyndunardans dagsins í dag er þetta ekki kostur.

Þú giftir ekki pör þegar bæði segja nei.

 

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Nýtt efni